Upptaka af æfingaleik við Pólland breytti öllu: „Komið ekki aftur fyrr en þið eruð búnir að ná í leikinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2022 22:01 Guðmundur segir upptöku af æfingaleik við Pólverja fyrir Ólympíuleikana 2008 hafa skipt sköpum. Sanjin Strukic/Getty Images „Ég man liggur við hverja einustu senu í leiknum. Er búinn að horfa á leikinn nokkrum sinnum, var náttúrulega stórmerkilegur leikur að mörgu leyti,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari nú og þá, um leik Íslands og Póllands á Ólympíuleikunum í Peking þar sem Ísland vann til silfurverðlauna. „Stórasta land í heimi“ er hlaðvarpssería þar sem farið er yfir sögu íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. Í síðasta þætti var farið yfir frægan leik gegn Póllandi. „Leikurinn markaði tímamót og það eru margar ástæður fyrir því. Hann er sérstaklega minnistæður út af forsögu leiksins og andstæðingnum, Póllandi. Áður en við getum talað um leikinn verð ég að skýra hvað það var. Það er þannig að þegar við komum út á Ólympíuleikana, skömmu eftir að við komum út til Peking var búið að gera ráð fyrir að við myndum spila æfingaleik við Pólverja. Það átti að taka þennan leik upp og Pólverjarnir tóku það að sér.“ „Það er nú þannig að við spilum þennan leik og þetta var frekar óvenjulegt, var hálfgerð æfing. Sameiginleg æfing með þeim sem fór þannig fram að þeir æfðu sóknarleikinn sinn á móti okkur og við æfðum svo sóknarleikinn okkar á móti þeirra vörn. Svo spiluðum við minnir mig tvisvar tuttugu mínútur í lokin. Mjög gott fyrir bæði liðin en við vorum í sitthvorum riðlinum.“ Guðmundur og Óskar Bjarni hafa alltaf náð einkar vel saman.Vísir/Vilhelm „Síðan er það þannig að ég fæ ekki leikinn í hendurnar eftir þetta og Pólverjarnir fóru með myndatökuvél og sitt hafurtask þar sem þeir bjuggu í Ólympíuþorpinu. Gerist daginn eftir að ég tek Gunnar Magnússon og Óskar Bjarna [Óskarsson] á fund og segi þeim að ná í þennan leik og þið komið ekki hingað aftur fyrr en þið eruð búnir að ná í leikinn. Algert skilyrði að ég myndi fá leikinn í hendurnar. Ég vissi ekkert þá hvort við myndum mæta Pólverjum í 8-liða, undanúrslitum eða úrslitum. Ég hafði ekki hugmynd um það, ég vildi bara fá þennan leik.“ „Sendi þá af stað og þeir höfðu mikið fyrir því að hafa upp á Pólverjunum því Ólympíuþorpið er gríðarlega stórt, búa rúmlega 12 þúsund manns þarna. Þeir náðu þessu einhvern veginn og þurftu að hafa mikið fyrir því.“ Guðmundur telur ekki að Pólverjarnir hafi ætlað sér að svíkja Ísland. Þeir hefðu betur gert það en Ísland vann Pólland 32-30 og endaði með því að vinna til silfurverðlauna í Peking. „Síðan kemur það í ljós eftir riðlana að við erum í 3. sæti í riðlinum með jafn mörg stig og Kórea sem vinnur riðilinn. Í hinum riðlinum eru Pólverjar í 2. sæti. Þá fór af stað undirbúningur fyrir leik gegn Póllandi og ég er ekki að ýkja það neitt að ég hafi horft á þennan æfingaleik átta sinnum. Ástæðan meðal annars var sú að við áttum undir högg að sækja í leiknum, var mín tilfinning að við áttum varla séns. Pólland var silfurlið frá því á HM í Þýskalandi 2007. Voru með eina bestu útilínu í heiminum á þessum tíma.“ Það er ljóst að ef Guðmundur hefði ekki fengið myndband af æfingunni og æfingaleiknum í hendurnar þá hefðu möguleikar Íslands dvínað talsvert. Handbolti Stórasta landið Tengdar fréttir Vissi að eitthvað væri í loftinu þegar þeir hittu Maradona og Ronaldinho fyrir Póllandsleikinn Fyrir leikinn fræga gegn Póllandi á Ólympíuleikunum í Peking hittu Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon tvo af bestu fótboltamönnum allra tíma. Þá vissi Guðmundur að eitthvað sérstakt væri í loftinu. 30. desember 2022 12:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
„Stórasta land í heimi“ er hlaðvarpssería þar sem farið er yfir sögu íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. Í síðasta þætti var farið yfir frægan leik gegn Póllandi. „Leikurinn markaði tímamót og það eru margar ástæður fyrir því. Hann er sérstaklega minnistæður út af forsögu leiksins og andstæðingnum, Póllandi. Áður en við getum talað um leikinn verð ég að skýra hvað það var. Það er þannig að þegar við komum út á Ólympíuleikana, skömmu eftir að við komum út til Peking var búið að gera ráð fyrir að við myndum spila æfingaleik við Pólverja. Það átti að taka þennan leik upp og Pólverjarnir tóku það að sér.“ „Það er nú þannig að við spilum þennan leik og þetta var frekar óvenjulegt, var hálfgerð æfing. Sameiginleg æfing með þeim sem fór þannig fram að þeir æfðu sóknarleikinn sinn á móti okkur og við æfðum svo sóknarleikinn okkar á móti þeirra vörn. Svo spiluðum við minnir mig tvisvar tuttugu mínútur í lokin. Mjög gott fyrir bæði liðin en við vorum í sitthvorum riðlinum.“ Guðmundur og Óskar Bjarni hafa alltaf náð einkar vel saman.Vísir/Vilhelm „Síðan er það þannig að ég fæ ekki leikinn í hendurnar eftir þetta og Pólverjarnir fóru með myndatökuvél og sitt hafurtask þar sem þeir bjuggu í Ólympíuþorpinu. Gerist daginn eftir að ég tek Gunnar Magnússon og Óskar Bjarna [Óskarsson] á fund og segi þeim að ná í þennan leik og þið komið ekki hingað aftur fyrr en þið eruð búnir að ná í leikinn. Algert skilyrði að ég myndi fá leikinn í hendurnar. Ég vissi ekkert þá hvort við myndum mæta Pólverjum í 8-liða, undanúrslitum eða úrslitum. Ég hafði ekki hugmynd um það, ég vildi bara fá þennan leik.“ „Sendi þá af stað og þeir höfðu mikið fyrir því að hafa upp á Pólverjunum því Ólympíuþorpið er gríðarlega stórt, búa rúmlega 12 þúsund manns þarna. Þeir náðu þessu einhvern veginn og þurftu að hafa mikið fyrir því.“ Guðmundur telur ekki að Pólverjarnir hafi ætlað sér að svíkja Ísland. Þeir hefðu betur gert það en Ísland vann Pólland 32-30 og endaði með því að vinna til silfurverðlauna í Peking. „Síðan kemur það í ljós eftir riðlana að við erum í 3. sæti í riðlinum með jafn mörg stig og Kórea sem vinnur riðilinn. Í hinum riðlinum eru Pólverjar í 2. sæti. Þá fór af stað undirbúningur fyrir leik gegn Póllandi og ég er ekki að ýkja það neitt að ég hafi horft á þennan æfingaleik átta sinnum. Ástæðan meðal annars var sú að við áttum undir högg að sækja í leiknum, var mín tilfinning að við áttum varla séns. Pólland var silfurlið frá því á HM í Þýskalandi 2007. Voru með eina bestu útilínu í heiminum á þessum tíma.“ Það er ljóst að ef Guðmundur hefði ekki fengið myndband af æfingunni og æfingaleiknum í hendurnar þá hefðu möguleikar Íslands dvínað talsvert.
Handbolti Stórasta landið Tengdar fréttir Vissi að eitthvað væri í loftinu þegar þeir hittu Maradona og Ronaldinho fyrir Póllandsleikinn Fyrir leikinn fræga gegn Póllandi á Ólympíuleikunum í Peking hittu Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon tvo af bestu fótboltamönnum allra tíma. Þá vissi Guðmundur að eitthvað sérstakt væri í loftinu. 30. desember 2022 12:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Vissi að eitthvað væri í loftinu þegar þeir hittu Maradona og Ronaldinho fyrir Póllandsleikinn Fyrir leikinn fræga gegn Póllandi á Ólympíuleikunum í Peking hittu Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon tvo af bestu fótboltamönnum allra tíma. Þá vissi Guðmundur að eitthvað sérstakt væri í loftinu. 30. desember 2022 12:15
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita