Breytingarnar tóku gildi á miðnætti og hreyrir gjaldmiðillinn Kúna því sögunni til. Samhiða verður Króatía 27. ríkið til að taka þátt í Schengen samstarfinu.
Með upptöku evru leita króatísk stjórnvöld við að vernda efnahag landsins í óðaverðbólgu. Þó eru skiptar skoðanir á gjaldmiðlabreytingunni og telja hægri flokkar í landinu að breytingin gagnist aðeins stærri ríkjum Evrópusambandsins.
Króatar lýstu yfir sjálfsæði frá Júgóslavíu árið 1990 og gengu í Evrópusabandið árið 2013. Í lok síðasta árs samþykktu leiðtogar annarra ESB-ríkja að Króatía uppfyllti skilyrði til að taka upp evruna. Rúmenum og Búlgötum hefur enn ekki tekist að uppfylla þau skilyrði.