Flett ofan af umfangsmiklu peningaþvætti Rússa á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. janúar 2023 15:30 Bill Browder er vel þekktur bandarískur kaupsýslumaður. Drew Angerer/Getty Images Spænska lögreglan hefur flett ofan af rússneskri mafíu sem teygir sig víða um Spán, og reyndar víða um Evrópu. Glæpasamtökin stunda peningaþvætti og hafa fjárfest í fasteignum á Spáni fyrir 25 milljónir evra. Bandaríski kaupsýslumaðurinn Bill Browder hefur útvegað spænsku lögreglunni þúsundir skjala sem gerðu henni kleift að grípa til aðgerða. Fasteignakaup notuð til að þvætta illa fengið fé Alls hefur spænska lögreglan lagt hald á 75 fasteignir sem Rússarnir hafa keypt fyrir andvirði tæplega 4ra milljarða íslenskra króna. Þetta eru að stofninum til vellríkir Rússar með tengingu við rússnesk stjórnvöld, sem árum saman hafa verið grunaðir um að forða, eða stela fjármunum frá Rússlandi og stunda svo peningaþvætti í Evrópu með umfangsmiklum fasteignaviðskiptum. Í tilkynningu spænsku lögreglunnar segir að Rússarnir hafi lítil sem engin tengsl við Spán. Magnitsky og Browder Málið nær allt aftur til byrjunar aldarinnar þegar rússneski lögfræðingurinn Sergei Magnitsky og bandaríski kaupsýslumaðurinn Bill Browder hófu að rannsaka og fletta ofan af spillingu og einkavinavæðingu í Rússlandi, í kjölfar falls Sovétríkjanna. Magnitsky lést í rússnesku fangelsi árið 2009, eftir barsmíðar og pyntingar af hálfu rússnesku lögreglunnar. Peningaþvætti Rússa undir smásjá víða En það er ekki bara á Spáni sem Rússarnir eru undir smásjá lögreglunnar. Meint peningaþvætti þeirra er nú til rannsóknar í 12 öðrum löndum. Og rannsókninni á Spáni er hvergi nærri lokið, enn hefur aðeins ein kona verið handtekin og verið er að rannsaka um 1.000 bankareikninga Rússa í landinu. Þessa aðgerð spænsku lögreglunnar má að miklu leyti þakka bandaríska kaupsýslumanninum Bill Browder, sem hefur árum saman verið óþreytandi við að vekja athygli á glæpsamlegu athæfi rússnesku ólígarkanna sem hafa athafnað sig í skjóli Vladimirs Pútín, forseta Rússlands. Hann lýsir því nákvæmlega í bók sinni „Eftirlýstur“, sem kom út á íslensku fyrir ári, hvernig ólígarkarnir hafa stundað peningaþvætti á Spáni, aðallega í Málaga, Alicante og á Tenerife, og hann hefur unnið náið með spillingardeild spænsku lögreglunnar í þessari nýafstöðnu aðgerð. Pútín segir Browder vera ógn við þjóðaröryggi Spænskir fjölmiðlar rifja einmitt upp í tengslum við aðgerðina í síðustu viku, að árið 2018 hefði spænska lögreglan handtekið Browder að beiðni alþjóðalögreglunnar Interpol. Sérstakur saksóknari spillingarmála hafði samband við Interpol, komst að því að handtökubeiðnin var runnin undan rifjum Pútíns, sem hefur skilgreint Browder sem ógn við þjóðaröryggi í Rússlandi. José Grinda, hinn sérstaki saksóknari í spillingarmálum, útskýrði þá fyrir Interpol hvernig í pottinn væri búið og var Browder þá umsvifalaust látinn laus. Spánn Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda ætlar að kæra Danske bank Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi, sem lést í fangelsi í heimalandinu árið 2009 afhjúpaði peningaþvætti sem fór í gengum danska bankann. 6. júlí 2018 10:41 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Fasteignakaup notuð til að þvætta illa fengið fé Alls hefur spænska lögreglan lagt hald á 75 fasteignir sem Rússarnir hafa keypt fyrir andvirði tæplega 4ra milljarða íslenskra króna. Þetta eru að stofninum til vellríkir Rússar með tengingu við rússnesk stjórnvöld, sem árum saman hafa verið grunaðir um að forða, eða stela fjármunum frá Rússlandi og stunda svo peningaþvætti í Evrópu með umfangsmiklum fasteignaviðskiptum. Í tilkynningu spænsku lögreglunnar segir að Rússarnir hafi lítil sem engin tengsl við Spán. Magnitsky og Browder Málið nær allt aftur til byrjunar aldarinnar þegar rússneski lögfræðingurinn Sergei Magnitsky og bandaríski kaupsýslumaðurinn Bill Browder hófu að rannsaka og fletta ofan af spillingu og einkavinavæðingu í Rússlandi, í kjölfar falls Sovétríkjanna. Magnitsky lést í rússnesku fangelsi árið 2009, eftir barsmíðar og pyntingar af hálfu rússnesku lögreglunnar. Peningaþvætti Rússa undir smásjá víða En það er ekki bara á Spáni sem Rússarnir eru undir smásjá lögreglunnar. Meint peningaþvætti þeirra er nú til rannsóknar í 12 öðrum löndum. Og rannsókninni á Spáni er hvergi nærri lokið, enn hefur aðeins ein kona verið handtekin og verið er að rannsaka um 1.000 bankareikninga Rússa í landinu. Þessa aðgerð spænsku lögreglunnar má að miklu leyti þakka bandaríska kaupsýslumanninum Bill Browder, sem hefur árum saman verið óþreytandi við að vekja athygli á glæpsamlegu athæfi rússnesku ólígarkanna sem hafa athafnað sig í skjóli Vladimirs Pútín, forseta Rússlands. Hann lýsir því nákvæmlega í bók sinni „Eftirlýstur“, sem kom út á íslensku fyrir ári, hvernig ólígarkarnir hafa stundað peningaþvætti á Spáni, aðallega í Málaga, Alicante og á Tenerife, og hann hefur unnið náið með spillingardeild spænsku lögreglunnar í þessari nýafstöðnu aðgerð. Pútín segir Browder vera ógn við þjóðaröryggi Spænskir fjölmiðlar rifja einmitt upp í tengslum við aðgerðina í síðustu viku, að árið 2018 hefði spænska lögreglan handtekið Browder að beiðni alþjóðalögreglunnar Interpol. Sérstakur saksóknari spillingarmála hafði samband við Interpol, komst að því að handtökubeiðnin var runnin undan rifjum Pútíns, sem hefur skilgreint Browder sem ógn við þjóðaröryggi í Rússlandi. José Grinda, hinn sérstaki saksóknari í spillingarmálum, útskýrði þá fyrir Interpol hvernig í pottinn væri búið og var Browder þá umsvifalaust látinn laus.
Spánn Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda ætlar að kæra Danske bank Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi, sem lést í fangelsi í heimalandinu árið 2009 afhjúpaði peningaþvætti sem fór í gengum danska bankann. 6. júlí 2018 10:41 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda ætlar að kæra Danske bank Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi, sem lést í fangelsi í heimalandinu árið 2009 afhjúpaði peningaþvætti sem fór í gengum danska bankann. 6. júlí 2018 10:41