„Þú getur gert þetta bara á Tenerife“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 2. janúar 2023 19:41 Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar. Vísir/Arnar Endurvinnslan er hætt að greiða skilagjald beint inn á greiðslukort. Í staðinn var smíðað nýtt snjallforrit sem fólk getur notað heima hjá sér. Mikil aðsókn hefur verið í endurvinnslustöðvar í dag og framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir nýja fyrirkomulagið hafa mælst vel fyrir. Jól og áramót eru tími mikillar neyslu hjá allflestum Íslendingum sem nýta hátíðarnar til að gera vel við sig í mat og drykk. En þegar fríið er búið og alvaran tekur við þá þarf að drífa sig í endurvinnsluna og skila flöskum og dósum sem hafa safnast upp og fá greitt skilagjald. Áður var einfaldlega hægt að strauja kortið í þartilgerðri vél og fá greitt samstundis en nú eru breyttir tímar. Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri hjá Endurvinnslunni segir lausnina tilkomna vegna uppfærslu hjá kortafyrirtækjum og Reiknistofu bankanna. „Nú eru þeir að uppfæra þessi kerfi og við bara getum ekki notað nýja kerfið það er bara ómöguleiki núna verðum að finna nýtt kerfi. Þá tókum við upp þess app lausn þannig að við erum bæði með síma, þú getur komið á staðinn og svo er gjaldkeri hérna í Knarrarvoginum.“ Þetta er mikill álagstími fyrir Endurvinnsluna. „Já það er alltaf aukning eftir jólin, eftir páska og á sumrin þegar allir eru að grilla. Það eru stóru tímarnir hjá okkur.“ En hvernig hefur gengið? „Þetta hefur gengið í raun og veru ótrúlega vel. Við erum reyndar að millifæra á klukkutíma fresti.“ Helgi segir aukin þægindi felast í þessari nýju lausn. „Þú getur bara gert þetta hvar sem er. Þú getur farið til Tenerife í næsta flugi og gert þetta bara á Tenerife. í hitanum og sólinni.“ Umhverfismál Reykjavík Sorphirða Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Jól og áramót eru tími mikillar neyslu hjá allflestum Íslendingum sem nýta hátíðarnar til að gera vel við sig í mat og drykk. En þegar fríið er búið og alvaran tekur við þá þarf að drífa sig í endurvinnsluna og skila flöskum og dósum sem hafa safnast upp og fá greitt skilagjald. Áður var einfaldlega hægt að strauja kortið í þartilgerðri vél og fá greitt samstundis en nú eru breyttir tímar. Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri hjá Endurvinnslunni segir lausnina tilkomna vegna uppfærslu hjá kortafyrirtækjum og Reiknistofu bankanna. „Nú eru þeir að uppfæra þessi kerfi og við bara getum ekki notað nýja kerfið það er bara ómöguleiki núna verðum að finna nýtt kerfi. Þá tókum við upp þess app lausn þannig að við erum bæði með síma, þú getur komið á staðinn og svo er gjaldkeri hérna í Knarrarvoginum.“ Þetta er mikill álagstími fyrir Endurvinnsluna. „Já það er alltaf aukning eftir jólin, eftir páska og á sumrin þegar allir eru að grilla. Það eru stóru tímarnir hjá okkur.“ En hvernig hefur gengið? „Þetta hefur gengið í raun og veru ótrúlega vel. Við erum reyndar að millifæra á klukkutíma fresti.“ Helgi segir aukin þægindi felast í þessari nýju lausn. „Þú getur bara gert þetta hvar sem er. Þú getur farið til Tenerife í næsta flugi og gert þetta bara á Tenerife. í hitanum og sólinni.“
Umhverfismál Reykjavík Sorphirða Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira