„Þú getur gert þetta bara á Tenerife“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 2. janúar 2023 19:41 Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar. Vísir/Arnar Endurvinnslan er hætt að greiða skilagjald beint inn á greiðslukort. Í staðinn var smíðað nýtt snjallforrit sem fólk getur notað heima hjá sér. Mikil aðsókn hefur verið í endurvinnslustöðvar í dag og framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir nýja fyrirkomulagið hafa mælst vel fyrir. Jól og áramót eru tími mikillar neyslu hjá allflestum Íslendingum sem nýta hátíðarnar til að gera vel við sig í mat og drykk. En þegar fríið er búið og alvaran tekur við þá þarf að drífa sig í endurvinnsluna og skila flöskum og dósum sem hafa safnast upp og fá greitt skilagjald. Áður var einfaldlega hægt að strauja kortið í þartilgerðri vél og fá greitt samstundis en nú eru breyttir tímar. Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri hjá Endurvinnslunni segir lausnina tilkomna vegna uppfærslu hjá kortafyrirtækjum og Reiknistofu bankanna. „Nú eru þeir að uppfæra þessi kerfi og við bara getum ekki notað nýja kerfið það er bara ómöguleiki núna verðum að finna nýtt kerfi. Þá tókum við upp þess app lausn þannig að við erum bæði með síma, þú getur komið á staðinn og svo er gjaldkeri hérna í Knarrarvoginum.“ Þetta er mikill álagstími fyrir Endurvinnsluna. „Já það er alltaf aukning eftir jólin, eftir páska og á sumrin þegar allir eru að grilla. Það eru stóru tímarnir hjá okkur.“ En hvernig hefur gengið? „Þetta hefur gengið í raun og veru ótrúlega vel. Við erum reyndar að millifæra á klukkutíma fresti.“ Helgi segir aukin þægindi felast í þessari nýju lausn. „Þú getur bara gert þetta hvar sem er. Þú getur farið til Tenerife í næsta flugi og gert þetta bara á Tenerife. í hitanum og sólinni.“ Umhverfismál Reykjavík Sorphirða Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Jól og áramót eru tími mikillar neyslu hjá allflestum Íslendingum sem nýta hátíðarnar til að gera vel við sig í mat og drykk. En þegar fríið er búið og alvaran tekur við þá þarf að drífa sig í endurvinnsluna og skila flöskum og dósum sem hafa safnast upp og fá greitt skilagjald. Áður var einfaldlega hægt að strauja kortið í þartilgerðri vél og fá greitt samstundis en nú eru breyttir tímar. Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri hjá Endurvinnslunni segir lausnina tilkomna vegna uppfærslu hjá kortafyrirtækjum og Reiknistofu bankanna. „Nú eru þeir að uppfæra þessi kerfi og við bara getum ekki notað nýja kerfið það er bara ómöguleiki núna verðum að finna nýtt kerfi. Þá tókum við upp þess app lausn þannig að við erum bæði með síma, þú getur komið á staðinn og svo er gjaldkeri hérna í Knarrarvoginum.“ Þetta er mikill álagstími fyrir Endurvinnsluna. „Já það er alltaf aukning eftir jólin, eftir páska og á sumrin þegar allir eru að grilla. Það eru stóru tímarnir hjá okkur.“ En hvernig hefur gengið? „Þetta hefur gengið í raun og veru ótrúlega vel. Við erum reyndar að millifæra á klukkutíma fresti.“ Helgi segir aukin þægindi felast í þessari nýju lausn. „Þú getur bara gert þetta hvar sem er. Þú getur farið til Tenerife í næsta flugi og gert þetta bara á Tenerife. í hitanum og sólinni.“
Umhverfismál Reykjavík Sorphirða Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira