Íslendingaliðunum fjölgar enn á CrossFit mótinu í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2023 08:30 Björgvin Karl Guðmundsson hefur sett saman liðið Team King B.K & Friends fyrir Wodapalooza CrossFit mótið í Miami. Instagram/@bk_gudmundsson Það verður nóg um íslenska keppendur á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami sem hefst eftir rúma viku. Nýjasta Íslendingaliðið á mótinu er lið Björgvins Karls Guðmundssonar en hann mætir til leiks með þeim Khan Porter og Tola Morakinyo. Wodapalooza staðfesti þátttöku þeirra á miðlum sínum og keppa þeir undir nafninu Team King B.K & Friends. Wodapalooza er fyrsta stórmót ársins í CrossFit heiminum. Þeir Porter og Morakinyo hafa mjög sterka Íslandstengingu eftir að hafa verið í liðinu sem Anníe Mist Þórisdóttir setti saman fyrir síðustu heimsleika. Báðir eyddu þeir miklum tíma hér á landi við undirbúning sinn fyrir lið CrossFit Reykjavíkur. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Wodapalooza CrossFit mótið fer fram í blíðunni á Flórída frá 12. til 15. janúar næstkomandi. Fyrst verða tveir dagar af einstaklingskeppni á fimmtudegi og föstudegi og svo taka við tveir dagar af liðakeppninni á laugardegi og sunnudegi. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa sama í liði og með þeim er hin unga Mallory O'Brien sem endaði í öðru sæti á síðustu heimsleikum. Rosalega öflugt lið á blaði en svo þurfa þær að ná takti saman. Sara Sigmundsdóttir tekur líka þátt í liðakeppninni en með henni í liði verða þær Emily Rolfe og Katelin Van Zyl. Sara er stórhuga og mun líka taka þátt í einstaklingskeppninni. Fyrsta Íslendingaliðið sem var tilkynnt á mótinu en lið Sólveigar Sigurðardóttir sem er keppir fyrir GOWOD liðið með þeim Jacqueline Dahlström frá Noregi og Emma McQuaid frá Írlandi. Það eru fleiri mjög öflug lið á mótinu enda ákváðu stjörnur eins og Laura Horvath, Brooke Wells, Gabriela Migala, Kristi Eramo O’Connell og Amanda Barnhart allar að keppa í liðakeppninni. CrossFit Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Nýjasta Íslendingaliðið á mótinu er lið Björgvins Karls Guðmundssonar en hann mætir til leiks með þeim Khan Porter og Tola Morakinyo. Wodapalooza staðfesti þátttöku þeirra á miðlum sínum og keppa þeir undir nafninu Team King B.K & Friends. Wodapalooza er fyrsta stórmót ársins í CrossFit heiminum. Þeir Porter og Morakinyo hafa mjög sterka Íslandstengingu eftir að hafa verið í liðinu sem Anníe Mist Þórisdóttir setti saman fyrir síðustu heimsleika. Báðir eyddu þeir miklum tíma hér á landi við undirbúning sinn fyrir lið CrossFit Reykjavíkur. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Wodapalooza CrossFit mótið fer fram í blíðunni á Flórída frá 12. til 15. janúar næstkomandi. Fyrst verða tveir dagar af einstaklingskeppni á fimmtudegi og föstudegi og svo taka við tveir dagar af liðakeppninni á laugardegi og sunnudegi. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa sama í liði og með þeim er hin unga Mallory O'Brien sem endaði í öðru sæti á síðustu heimsleikum. Rosalega öflugt lið á blaði en svo þurfa þær að ná takti saman. Sara Sigmundsdóttir tekur líka þátt í liðakeppninni en með henni í liði verða þær Emily Rolfe og Katelin Van Zyl. Sara er stórhuga og mun líka taka þátt í einstaklingskeppninni. Fyrsta Íslendingaliðið sem var tilkynnt á mótinu en lið Sólveigar Sigurðardóttir sem er keppir fyrir GOWOD liðið með þeim Jacqueline Dahlström frá Noregi og Emma McQuaid frá Írlandi. Það eru fleiri mjög öflug lið á mótinu enda ákváðu stjörnur eins og Laura Horvath, Brooke Wells, Gabriela Migala, Kristi Eramo O’Connell og Amanda Barnhart allar að keppa í liðakeppninni.
CrossFit Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira