Gamla liðinu hennar Glódísar Perlu hent út úr sænsku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2023 10:30 Glódís Perla Viggósdóttir steig sín fyrstu skref í atvinnumennsku hjá sænska liðinu Eskilstuna United en er nú leikmaður stórliðs Bayern. Getty/Christian Hofer Eskilstuna United endaði í áttunda sæti í sænsku kvennadeildinni í fótbolta á síðustu leiktíð og var 28 stigum frá fallsæti. Það breytir ekki því að liðinu hefur verið hent út úr sænsku deildinni. Eskilstuna sóttist eftir undanþágu frá rekstrarreglum leyfiskerfis sænsku deildarinnar en fékk ekki. Slæm fjárhagsstaða félagsins kemur í veg fyrir að liðið fái þátttökurétt í deildinni og hefur IK Uppsala verið boðið sætið í staðinn. Forráðamenn Eskilstuna reyndu að berjast gegn þessu en tókst ekki að tryggja rekstrargrundvöll fyrir liðinu að mati sænsku deildarinnar. En ordentlig smäll för Eskilstuna#fotboll #damallsvenskan https://t.co/dQZVJtXBBc— SVT Sport (@SVTSport) January 2, 2023 Eskilstuna bar meðal annars fyrir sig slæma stöðu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en það þótti ekki næg ástæða til að hleypa félaginu í gegnum leyfiskerfið. Lina Bertilsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að Eskilstuna muni ekki áfrýja aftur, það sé ólíklegt að þau vinni málið og tíminn sé að renna frá þeim. „Við munum sætta okkur við þetta og vinna út frá nýrri stöðu,“ sagði Lina Bertilsson. „Það verður ekki auðvelt að komast strax upp aftur en við erum með það sem langtímamarkmið,“ sagði Lina. IK Uppsala tapaði í umspili á móti Brommapojkarna um laust sæti í deildinni en græðir nú á frávísun Eskilstuna liðsins. Guðbjörg Gunnarsdóttir var markmannsþjálfari liðsins á síðustu leiktíð og kærasta hennar, Mia Jalkerud, skoraði fimm deildarmörk fyrir liðið á síðasta tímabili. Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir hóf atvinnumannaferilinn með sænska liðinu og spilaði 53 leiki frá 2015 til 2017. Hún fór þaðan til Rosengård og hefur síðan verið leikmaður Bayern München frá 2021. Sænski boltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Sjá meira
Eskilstuna sóttist eftir undanþágu frá rekstrarreglum leyfiskerfis sænsku deildarinnar en fékk ekki. Slæm fjárhagsstaða félagsins kemur í veg fyrir að liðið fái þátttökurétt í deildinni og hefur IK Uppsala verið boðið sætið í staðinn. Forráðamenn Eskilstuna reyndu að berjast gegn þessu en tókst ekki að tryggja rekstrargrundvöll fyrir liðinu að mati sænsku deildarinnar. En ordentlig smäll för Eskilstuna#fotboll #damallsvenskan https://t.co/dQZVJtXBBc— SVT Sport (@SVTSport) January 2, 2023 Eskilstuna bar meðal annars fyrir sig slæma stöðu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en það þótti ekki næg ástæða til að hleypa félaginu í gegnum leyfiskerfið. Lina Bertilsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að Eskilstuna muni ekki áfrýja aftur, það sé ólíklegt að þau vinni málið og tíminn sé að renna frá þeim. „Við munum sætta okkur við þetta og vinna út frá nýrri stöðu,“ sagði Lina Bertilsson. „Það verður ekki auðvelt að komast strax upp aftur en við erum með það sem langtímamarkmið,“ sagði Lina. IK Uppsala tapaði í umspili á móti Brommapojkarna um laust sæti í deildinni en græðir nú á frávísun Eskilstuna liðsins. Guðbjörg Gunnarsdóttir var markmannsþjálfari liðsins á síðustu leiktíð og kærasta hennar, Mia Jalkerud, skoraði fimm deildarmörk fyrir liðið á síðasta tímabili. Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir hóf atvinnumannaferilinn með sænska liðinu og spilaði 53 leiki frá 2015 til 2017. Hún fór þaðan til Rosengård og hefur síðan verið leikmaður Bayern München frá 2021.
Sænski boltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Sjá meira