„Eina áramótaheitið sem ég hef staðið við“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. janúar 2023 11:43 Valgerður Árnadóttir, formaður félags grænkera. Sístækkandi átakið Veganúar hefst formlega í kvöld með upphafsfundi í Bíó Paradís. Formaður félags grænkera telur alla geta sneitt hjá dýraafurðum í einn mánuð og segir átakið oft leiða til betri neysluvenja til frambúðar Blásið verður formlega til Veganúar átaksins í sjöunda sinn með upphafsfundi í Bíó Paradís klukkan átta í kvöld þar sem sérfræðingar munu fara yfir hugmyndafræði veganisma og mögulegan ávinning þess að taka upp grænkeralífstíl. Íslenski viðburðurinn er hluti af átaki á heimsvísu og sífellt fleiri um allan heim hafa verið að skrá sig til leiks, að sögn Valgerðar Árnadóttur formanns félags grænkera. „Samkvæmt alþjóðatölum frá Veganuary-samtökunum eru þetta alltaf fleiri og fleiri. Ég held að það hafi verið um 630 þúsund sem tóku þátt nú síðast.“ Líkt og margt annað hefur átakið verðið heldur lágstemmt síðustu tvö ár vegna faraldursins en Valgerður segir að um tvö hundruð hafi þó skráð sig hér á landi í fyrra og sótt ýmsa rafræna viðburði. Nú horfir til betri tíðar og allan mánuðinn verða ýmsir viðburðir sem hægt er að kynna sér á heimasíðu Veganúar. Valgerður segir ótal kosti við að sneiða hjá dýraafurðum. Það sé gott fyrir umhverfið vegna kolefnisspors kjötframleiðslu og heilsuna. Hún hvetur alla til að prófa. „Þetta er til dæmis eina áramótaheitið sem ég hef staðið við frá því að ég prófaði. Ég hef verið vegan frá 1. janúar 2016 þegar ég tók þátt í Veganúar og það eru mjög margir sem annað hvort halda áfram og eru vegan eftir að þeir prófa mánuð, eða breyta neysluvenjum til hins betra og minnka neyslu á dýraafurðum,“ segir Valgerður. „Það ættu allir að geta prófað að borða ekki dýr í einn mánuð og kannski sjá hvort þeir verði einhvers vísari.“ Vegan Umhverfismál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Blásið verður formlega til Veganúar átaksins í sjöunda sinn með upphafsfundi í Bíó Paradís klukkan átta í kvöld þar sem sérfræðingar munu fara yfir hugmyndafræði veganisma og mögulegan ávinning þess að taka upp grænkeralífstíl. Íslenski viðburðurinn er hluti af átaki á heimsvísu og sífellt fleiri um allan heim hafa verið að skrá sig til leiks, að sögn Valgerðar Árnadóttur formanns félags grænkera. „Samkvæmt alþjóðatölum frá Veganuary-samtökunum eru þetta alltaf fleiri og fleiri. Ég held að það hafi verið um 630 þúsund sem tóku þátt nú síðast.“ Líkt og margt annað hefur átakið verðið heldur lágstemmt síðustu tvö ár vegna faraldursins en Valgerður segir að um tvö hundruð hafi þó skráð sig hér á landi í fyrra og sótt ýmsa rafræna viðburði. Nú horfir til betri tíðar og allan mánuðinn verða ýmsir viðburðir sem hægt er að kynna sér á heimasíðu Veganúar. Valgerður segir ótal kosti við að sneiða hjá dýraafurðum. Það sé gott fyrir umhverfið vegna kolefnisspors kjötframleiðslu og heilsuna. Hún hvetur alla til að prófa. „Þetta er til dæmis eina áramótaheitið sem ég hef staðið við frá því að ég prófaði. Ég hef verið vegan frá 1. janúar 2016 þegar ég tók þátt í Veganúar og það eru mjög margir sem annað hvort halda áfram og eru vegan eftir að þeir prófa mánuð, eða breyta neysluvenjum til hins betra og minnka neyslu á dýraafurðum,“ segir Valgerður. „Það ættu allir að geta prófað að borða ekki dýr í einn mánuð og kannski sjá hvort þeir verði einhvers vísari.“
Vegan Umhverfismál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira