Gutenius kemur til Stjörnunnar frá Circus Brussels í BNXT deildinni í Hollandi og Belgíu, en frá þessu er greint á Facebokk-síðu Stjörnunnar. Í tilkynningunni kemur fram að Gutenius eigi að taka við hlutverki Juliusar Jucikas sem yfirgaf félagið á dögunum.
Gutenius er þrítugur og hefur leikið allan sinn feril í heimalandi sínu, Svíþjóð, ef frá er talið eitt ár á Spáni. Hann lék meðal annars með Sundsvall Dragons þar sem hann var liðsfélagi Hlyns Bæringssonar, leikmanns Stjörnunnar.