„Fólkið fyrst svo allt hitt“ Kristín Ólafsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 4. janúar 2023 21:38 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins kallaði eftir neyðarfundi. Stöð 2/Sigurjón Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins kallaði fyrr í dag eftir neyðarfundi hjá velferðarnefnd vegna ástandsins sem myndast hefur á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir nauðsynlegt að gera eitthvað í málunum. Sex alvarleg atvik á bráðamóttöku voru tilkynnt til landlæknis árið 2022. Karlmaður sem sendur var heim af bráðamóttöku lést á milli jóla og nýárs og er atvikið nú til skoðunar. Bráðalæknir sem lét af störfum þar á dögunum segir stríðsástand ríkja. Guðmundur segir fregnir af manninum sem lést hafa fengið hann til þess að senda út neyðarkall vegna ástandsins. „Það þarf mikið til þess að gera mig reiðan en þetta gerði mig reiðan, svolítið persónulegt, en ég vill fá neyðarfund hjá velferðarnefnd. Fyrsti fundur velferðarnefndar eftir jólafrí verður um þetta mál. Við verðum að gera eitthvað hérna,“ segir Guðmundur en staðan sé orðin verri á bráðamóttökunni en hún var fyrir þrjátíu árum síðan. Hann segir bráðamóttökuna vera yfirfulla á meðan undirmönnun ríki sem sé skaðleg fyrir starfsfólk spítalans. Fólk einfaldlega brenni upp andlega og líkamlega. „Þetta verðum við að bæta. Við verðum að hætta að tala um nefndir og fara að gera eitthvað í málunum.“ Neyðarfundur í velferðarnefnd, hverju getur hann skilað í þessu? „Ja, hann getur þá alla vega fengið upplýsingar um hvað er í gangi hérna. Það er alltaf verið að tala um að það sé undirmannað. Hjúkrunarfræðingar eru búnir að segja hérna upp, læknar eru búnir að segja hérna upp. Við erum með þúsund hjúkrunarfræðinga sem eru að vinna við eitthvað annað,“ segir Guðmundur. Nauðsynlegt sé að byggð sé upp mannsæmandi vinnuaðstaða fyrir starfsfólk, bæta launin og fá það til baka á spítalann. „Við verðum að hætta að tala um að það skorti fjármuni, fólkið fyrst svo allt hitt,“ segir Guðmundur að lokum. Viðtalið við Guðmund má sjá hér að ofan í heild sinni og hefst það á 02:05. Heilbrigðismál Landspítalinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00 Lést eftir útskrift frá bráðamóttöku Tæplega sextugur maður lést stuttu eftir að hann var útskrifaður af bráðamóttöku milli jóla og nýárs. Málið hefur verið tilkynnt til bæði Landlæknis og lögreglu og rannsakað sem alvarlegt atvik. 4. janúar 2023 13:14 „Nú gefst ég upp“ Eggert Eyjólfsson bráðalæknir sagði upp á bráðamóttöku Landspítalans í haust og lauk sinni síðustu vakt fyrir áramót. Eggert segir ástæðuna fyrir uppsögninni vera einfalda: starfsaðstæður eru óboðlegar og stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Hann telur öryggi sjúklinga ógnað. 3. janúar 2023 20:20 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Sex alvarleg atvik á bráðamóttöku voru tilkynnt til landlæknis árið 2022. Karlmaður sem sendur var heim af bráðamóttöku lést á milli jóla og nýárs og er atvikið nú til skoðunar. Bráðalæknir sem lét af störfum þar á dögunum segir stríðsástand ríkja. Guðmundur segir fregnir af manninum sem lést hafa fengið hann til þess að senda út neyðarkall vegna ástandsins. „Það þarf mikið til þess að gera mig reiðan en þetta gerði mig reiðan, svolítið persónulegt, en ég vill fá neyðarfund hjá velferðarnefnd. Fyrsti fundur velferðarnefndar eftir jólafrí verður um þetta mál. Við verðum að gera eitthvað hérna,“ segir Guðmundur en staðan sé orðin verri á bráðamóttökunni en hún var fyrir þrjátíu árum síðan. Hann segir bráðamóttökuna vera yfirfulla á meðan undirmönnun ríki sem sé skaðleg fyrir starfsfólk spítalans. Fólk einfaldlega brenni upp andlega og líkamlega. „Þetta verðum við að bæta. Við verðum að hætta að tala um nefndir og fara að gera eitthvað í málunum.“ Neyðarfundur í velferðarnefnd, hverju getur hann skilað í þessu? „Ja, hann getur þá alla vega fengið upplýsingar um hvað er í gangi hérna. Það er alltaf verið að tala um að það sé undirmannað. Hjúkrunarfræðingar eru búnir að segja hérna upp, læknar eru búnir að segja hérna upp. Við erum með þúsund hjúkrunarfræðinga sem eru að vinna við eitthvað annað,“ segir Guðmundur. Nauðsynlegt sé að byggð sé upp mannsæmandi vinnuaðstaða fyrir starfsfólk, bæta launin og fá það til baka á spítalann. „Við verðum að hætta að tala um að það skorti fjármuni, fólkið fyrst svo allt hitt,“ segir Guðmundur að lokum. Viðtalið við Guðmund má sjá hér að ofan í heild sinni og hefst það á 02:05.
Heilbrigðismál Landspítalinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00 Lést eftir útskrift frá bráðamóttöku Tæplega sextugur maður lést stuttu eftir að hann var útskrifaður af bráðamóttöku milli jóla og nýárs. Málið hefur verið tilkynnt til bæði Landlæknis og lögreglu og rannsakað sem alvarlegt atvik. 4. janúar 2023 13:14 „Nú gefst ég upp“ Eggert Eyjólfsson bráðalæknir sagði upp á bráðamóttöku Landspítalans í haust og lauk sinni síðustu vakt fyrir áramót. Eggert segir ástæðuna fyrir uppsögninni vera einfalda: starfsaðstæður eru óboðlegar og stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Hann telur öryggi sjúklinga ógnað. 3. janúar 2023 20:20 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Úr slæmu ástandi í enn verra Stríðsástand ríkir á bráðamóttöku Landspítalans, að mati læknis sem lét þar af störfum um áramótin vegna óboðlegs starfsumhverfis. Ástandið hafi hríðversnað síðustu tvö ár og hann hafi á tímabili þurft að vinna á við þrjá. Mildi þykir að starfsfólk hafi fengið rúman tíma til undirbúnings þegar alvarlegt slys varð á Suðurlandsvegi í gær. 4. janúar 2023 19:00
Lést eftir útskrift frá bráðamóttöku Tæplega sextugur maður lést stuttu eftir að hann var útskrifaður af bráðamóttöku milli jóla og nýárs. Málið hefur verið tilkynnt til bæði Landlæknis og lögreglu og rannsakað sem alvarlegt atvik. 4. janúar 2023 13:14
„Nú gefst ég upp“ Eggert Eyjólfsson bráðalæknir sagði upp á bráðamóttöku Landspítalans í haust og lauk sinni síðustu vakt fyrir áramót. Eggert segir ástæðuna fyrir uppsögninni vera einfalda: starfsaðstæður eru óboðlegar og stjórnvöld skeyta engu um margítrekaðar beiðnir um auknar fjárveitingar. Hann telur öryggi sjúklinga ógnað. 3. janúar 2023 20:20