Anníe Mist ofarlega á lista yfir þær sem gætu gripið gæsina á heimsleikunum í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2023 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir keppti á sínum fyrstu heimsleikum árið 2009 og varð síðast heimsmeistari árið 2014. Getty/Dario Cantatore Tia-Clair Toomey hefur verið hraustasta CrossFit kona heims í sex ár eða síðan hún vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil árið 2017. Hún mun hins vegar ekki verja titil sinn í ár. Toomey tilkynnti heiminum það yfir Jólahátíðina að hún og maðurinn hennar eigi von á barni. Það þýðir jafnframt að Tia mun ekki taka þátt í heimsleikunum 2023. Katrín Tanja Davíðsdóttir var síðust til að verða heimsmeistari á undan Tiu-Clair Toomey en Toomey endaði í öðru sæti á eftir okkar konu bæði 2015 og 2016. Toomey hefur ekki aðeins unnið sex heimsmeistaratitla í röð, fyrst karla og kvenna í sögunni, heldur hefur hún oftast unnið heimsleikana með miklum yfirburðum. Nú er því í fyrsta sinn alvöru efi um það hver sér að fara vinna heimsmeistaratitilinn og það eru örugglega margar frábærar CrossFit konur sem hugsa sér gott til glóðarinnar. Morning Chalk Up vefurinn ákvað að kanna álit CrossFit heimsins á því hver grípi gæsina og tryggi sér heimsmeistaratitilinn í haust. Tímabilið er ekki hafið og því á margt eftir að gerast í undankeppninni áður en við vitum betur hvaða konur mæta í besta forminu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er engu að síðustu athyglisvert að skoða niðurstöðurnar. Könnunin fékk 6228 svör en það var ein kona sem var með mikla yfirburði. Mallory O'Brien hélt upp á nítján ára afmælið sitt á Nýársdag og það er enginn vafi að spáfólk Morning Chalk Up trúir því að hún vinni heimsmeistaratitilinn. O'Brien náði öðru sætinu á eftir Toomey á síðustu heimsleikum og varð í sjöunda sæti árið á undan þegar hún var aðeins sautján ára gömul. O'Brien, sem verður liðsfélagi Anníe Mistar Þórisdóttur og Katrúnar Tönju Davíðsdóttur á Wodapalooza mótinu í Miami eftir rúma viku, fékk 71 prósent atkvæða. Ungverjinn Laura Horvath, sem varð í þriðja sæti á heimsleikunum í fyrra, fékk átján prósent atkvæða. Anníe Mist kemur síðan í þriðja sætinu í könnuninni með sex prósent atkvæða en aðrar fengu síðan samtals sex prósent atkvæða. Anníe Mist keppt í liðakeppni á síðasta ári en árið á undan náði hún þriðja sætinu innan við ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. Það yrði rosalegt ef Anníe Mist næði að komast aftur á verðlaunapall, hvað þá að vinna. Hún hefur tvisvar orðið heimsmeistari en það eru liðin ellefu ár frá síðasta titli. Anníe komst fyrst á verðlaunapall árið 2010 og hefur alls komist þangað á sex heimsleikum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er meðal hinna sex sem fengu flest atkvæði en þar eru líka Emma Lawson, Danielle Brandon, Haley Adams, Brooke Wells og Gabi Migala. Við fáum auðvitað ekki svarið við þessari spurningu fyrr en í ágúst en það er mikil spenna í loftinu nú þegar drottningin er komin í barneignarfrí. Hvort prinsessa sportsins taki lokaskrefið eða hvort gamlir heimsmeistarar endurnýi kynnin við gullið verður eflaust í umræðunni næstu sjö mánuði. CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Toomey tilkynnti heiminum það yfir Jólahátíðina að hún og maðurinn hennar eigi von á barni. Það þýðir jafnframt að Tia mun ekki taka þátt í heimsleikunum 2023. Katrín Tanja Davíðsdóttir var síðust til að verða heimsmeistari á undan Tiu-Clair Toomey en Toomey endaði í öðru sæti á eftir okkar konu bæði 2015 og 2016. Toomey hefur ekki aðeins unnið sex heimsmeistaratitla í röð, fyrst karla og kvenna í sögunni, heldur hefur hún oftast unnið heimsleikana með miklum yfirburðum. Nú er því í fyrsta sinn alvöru efi um það hver sér að fara vinna heimsmeistaratitilinn og það eru örugglega margar frábærar CrossFit konur sem hugsa sér gott til glóðarinnar. Morning Chalk Up vefurinn ákvað að kanna álit CrossFit heimsins á því hver grípi gæsina og tryggi sér heimsmeistaratitilinn í haust. Tímabilið er ekki hafið og því á margt eftir að gerast í undankeppninni áður en við vitum betur hvaða konur mæta í besta forminu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er engu að síðustu athyglisvert að skoða niðurstöðurnar. Könnunin fékk 6228 svör en það var ein kona sem var með mikla yfirburði. Mallory O'Brien hélt upp á nítján ára afmælið sitt á Nýársdag og það er enginn vafi að spáfólk Morning Chalk Up trúir því að hún vinni heimsmeistaratitilinn. O'Brien náði öðru sætinu á eftir Toomey á síðustu heimsleikum og varð í sjöunda sæti árið á undan þegar hún var aðeins sautján ára gömul. O'Brien, sem verður liðsfélagi Anníe Mistar Þórisdóttur og Katrúnar Tönju Davíðsdóttur á Wodapalooza mótinu í Miami eftir rúma viku, fékk 71 prósent atkvæða. Ungverjinn Laura Horvath, sem varð í þriðja sæti á heimsleikunum í fyrra, fékk átján prósent atkvæða. Anníe Mist kemur síðan í þriðja sætinu í könnuninni með sex prósent atkvæða en aðrar fengu síðan samtals sex prósent atkvæða. Anníe Mist keppt í liðakeppni á síðasta ári en árið á undan náði hún þriðja sætinu innan við ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. Það yrði rosalegt ef Anníe Mist næði að komast aftur á verðlaunapall, hvað þá að vinna. Hún hefur tvisvar orðið heimsmeistari en það eru liðin ellefu ár frá síðasta titli. Anníe komst fyrst á verðlaunapall árið 2010 og hefur alls komist þangað á sex heimsleikum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er meðal hinna sex sem fengu flest atkvæði en þar eru líka Emma Lawson, Danielle Brandon, Haley Adams, Brooke Wells og Gabi Migala. Við fáum auðvitað ekki svarið við þessari spurningu fyrr en í ágúst en það er mikil spenna í loftinu nú þegar drottningin er komin í barneignarfrí. Hvort prinsessa sportsins taki lokaskrefið eða hvort gamlir heimsmeistarar endurnýi kynnin við gullið verður eflaust í umræðunni næstu sjö mánuði.
CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira