Manchester United og Ronaldo komust að samkomulagi um starfslok rétt fyrir heimsmeistaramótið í Katar og hann var því hvergi sjáanlegur þegar liðið kom aftur saman eftir HM-fríið.
Síðan að keppni hófst á ný þá hefur United liðið spilað fjóra leiki og unnið þá alla.
Ronaldo var oft gagnrýndur fyrir að sinna ekki varnarskyldu sinni og það sést kannski á varnartölfræði liðsins í þessum fjórum leikjum.
United hefur nefnilega en ekki fengið á sig mark síðan að þeir losnuðu við Ronaldo.
Markatala Manchester United í þessum fjórum leikum er 9-0.
Liðið hefur unnið þrjá deildarleiki á móti Nottingham Forest (3-0), Wolves (1-0) og Bournemouth (3-0) sem og deildarbikarleik á móti Burnley (2-0).
Marcus Rashford var einn af þeim leikmönnum sem fékk meiri ábyrgð þegar Ronaldo yfirgaf félagið og hann hefur svarað því með því að skora fjögur mörk í þessum leikjum þar af mark í öllum þremur deildarleikjum liðsins.