Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Haukar 83-97 | Haukar skutu Hött í kaf Gunnar Gunnarsson skrifar 5. janúar 2023 22:20 Haukar unnu góðan sigur gegn Hetti í kvöld. Vísir/Bára Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Hetti, 83-97 þegar liðin mættust á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Aðeins eitt skot geigaði hjá Hafnfirðingum fyrstu sjö mínútur leiksins og þar með var tónninn gefinn. Haukar byrjuðu leikinn á tveimur þriggja stiga körfu og bætti síðan við einni úr teignum. Nýtingin úr fyrstu þremur sóknunum var fullkomin og þannig var haldið áfram. Eftir sjö mínútna leik höfðu Haukar aðeins misnotað eitt þriggja stiga skot, annars hitt úr öllu og voru því með 91% stigs nýtingu. Þeir voru líka yfir 9-28. Heimamenn náðu að búa til smá stemmingu í restina og minnka muninn í 19-33. Hattarmenn náðu að koma muninum niður fyrir tíu stig snemma í öðrum leikhluta. Haukar juku þá muninn aftur og höfðu sem fyrr 14 stiga forskot þegar flautað var til leikhlé, 42-56. Haukar byrjuðu þriðja leikhluta á þriggja stiga körfu. Hún virtist hleypa loftinu úr Hattarmönnum og fljótt var forskot gestanna komið í 20 stig. Haukar spiluðu flotta vörn, Hattarmenn reyndu að hnoðast eða keyra að körfunni en komust ekkert áfram gegn sterkum og stórum Haukum. Haukar virtist heldur hægja á í sókninni en gerðu annars það sem þeir þurftu. Þótt nýtingin lækkaði þá héldu þriggja stiga skot úr furðulegum færum áfram að detta. Annars var boltinn sendur inn í teiginn á Norbertas Giga sem lagði hann ofan í. Fyrir fjórða leikhluta var staðan orðin 59-74. Haukar héldu hlutunum áfram í horfinu, fóru fljótt upp í tæplega 20 stiga mun á ný og flugu heim með verðskuldaðan sigur. Hvað gekk vel? Sóknarleikur Hauka gekk frábærlega í kvöld. Hittnin fyrstu mínúturnar lagði grunninn að sigrinum. Eftir það hafði Hafnarfjarðarliðið þægilega stjórn á leiknum. Hvað gekk illa? Afleit byrjun Hattar kom þeim í bullandi vandræði. Haukar gátu eftir fyrsta leikhluta ráðið ferðinni. Þótt leikurinn hafi jafnast í kjölfarið þá áttu Haukar alltaf auðveldara með að skora eða stöðva varnaraðgerðir Hattar heldur en öfugt. Höttur fékk sjaldnast auðveld skotfæri eða náði að stöðva sókn Hauka það margar sóknir í röð að hægt væri að saxa á forskotið. Hvað næst? Höttur mætir Val í undanúrslitum bikarkeppninnar á miðvikudag. Félagið er þar í fyrsta sinn í sögunni og mikil spenna hjá öllum sem því tengjast. Líklegt er að einhverjir hafi verið komnir með einbeitinguna þar fyrir kvöldið. Haukar fara nú í tveggja vikna frí og mæta næst Þór í Þorlákshöfn. Einar Árni: Víðs fjarri því sem við viljum standa fyrir Einar Árni Jóhannsson, annar þjálfara Hattar.vísir/bára Einar Árni Jóhannsson, annar þjálfara Hattar, sagði liðið hafa verið langt frá sínu besta þegar það tapaði 83-97 fyrir Haukum á heimavelli í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Hins vegar mætti ekki taka það af gestunum að þeir spiluðu frábæran leik. Forystan varð til í fyrsta leikhluta þar sem Haukar settu niður sjö þriggja stiga skot og klúðruðu aðeins einu stigi í heildina fyrstu sjö mínútur leiksins. Þá brekku náði Höttur aldrei að klífa. „Við vorum einhvers staðar allt annars staðar en við ætlum að vera í kvöld. Við ætlum að láta finna fyrir okkur líkamlega og mæta þeim af hörku en vorum litlir og lélegir – það verður að segja það hreint út. Við lögðum leikinn upp svipað og við höfum gert, þótt við breytum aðeins eftir því hver andstæðingurinn er. Haukar byrjuðu hins vegar með flugeldasýningu, það verður að hrósa þeim fyrir skotnýtinguna, hún var 60% í lokin. Á sama tíma vorum við alls ekki þar sem við ætluðum að vera í varnarleiknum. Við gáfum alltof mikið af auðveldum körfum og vorum í bölvuðu ströggli með boltaskrín þar sem Giga var. Við létum þá fara illa með okkur. Juan var eini maðurinn sem spilaði eins og hann á að sér í kvöld, aðrir voru víðs fjærri því sem þeir vilja standa. En það verður að hrósa Haukunum fyrir að hafa verið virkilega góður í kvöld,“ sagði Einar Árni en miðvörðurinn Juan Luis, sem vanalega kemur helst inn af bekknum, var langstigahæstur heimamanna í kvöld með 21 stig. Neitar að trúa því að hugurinn hafi verið kominn í höllina Höttur spilar á miðvikudag í fyrsta sinn í sögu félagsins í undanúrslitum bikarkeppninnar þegar liðið mætir Val. Utanfrá að sjá virtist liðið vera komið með hugann þangað. „Ég neita að trúa því. Við erum í gríðarlega jafnri deild og ég upplifði tilhlökkun fyrir fyrsta leik ársins áður en hann hófst. Ég veit að við Viðar (Örn Hafsteinsson) erum ekki einu mennirnir sem erum ósáttir. Hver einn og einasti leikmaður er ósáttur við frammistöðu sem þessa í heimaleik sem skiptir máli. Við höfum ekkert rætt bikarleikinn í þessari viku.“ Adam Eiður Ásgeirsson, sem í hálfleik tók á móti viðurkenningu sem íþróttamaður Hattar fyrir síðastliðið ár, fékk högg á andlitið í lok leiks. „Hann fékk skurð sem þarf að sauma. Það er óheppilegt en annars held ég að allir séu heilir. Nú þurfum við að ná endurheimt og hreinsa þetta upp. Þessi leikur kemur ekki til baka en það er fullt af mikilvægum leikjum framundan.“ Fyrst á dagskránni er sem fyrr segir leikur við Íslandsmeistara Vals í undanúrslitum bikarkeppninnar. „Næstu dagar verða hefðbundnir, við nálgumst þann leik ekki öðruvísi en deildarleikina. Það er ekki langt síðan við spiluðum við Val. Það er geysiöflugt lið, það jafnbesta ásamt Keflavík í vetur. Við gerum okkur grein fyrir að við þurfum allt, allt annað stig af körfubolta í Laugardalshöllinni en við buðum upp á hér í kvöld.“ Subway-deild karla Höttur Haukar
Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Hetti, 83-97 þegar liðin mættust á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Aðeins eitt skot geigaði hjá Hafnfirðingum fyrstu sjö mínútur leiksins og þar með var tónninn gefinn. Haukar byrjuðu leikinn á tveimur þriggja stiga körfu og bætti síðan við einni úr teignum. Nýtingin úr fyrstu þremur sóknunum var fullkomin og þannig var haldið áfram. Eftir sjö mínútna leik höfðu Haukar aðeins misnotað eitt þriggja stiga skot, annars hitt úr öllu og voru því með 91% stigs nýtingu. Þeir voru líka yfir 9-28. Heimamenn náðu að búa til smá stemmingu í restina og minnka muninn í 19-33. Hattarmenn náðu að koma muninum niður fyrir tíu stig snemma í öðrum leikhluta. Haukar juku þá muninn aftur og höfðu sem fyrr 14 stiga forskot þegar flautað var til leikhlé, 42-56. Haukar byrjuðu þriðja leikhluta á þriggja stiga körfu. Hún virtist hleypa loftinu úr Hattarmönnum og fljótt var forskot gestanna komið í 20 stig. Haukar spiluðu flotta vörn, Hattarmenn reyndu að hnoðast eða keyra að körfunni en komust ekkert áfram gegn sterkum og stórum Haukum. Haukar virtist heldur hægja á í sókninni en gerðu annars það sem þeir þurftu. Þótt nýtingin lækkaði þá héldu þriggja stiga skot úr furðulegum færum áfram að detta. Annars var boltinn sendur inn í teiginn á Norbertas Giga sem lagði hann ofan í. Fyrir fjórða leikhluta var staðan orðin 59-74. Haukar héldu hlutunum áfram í horfinu, fóru fljótt upp í tæplega 20 stiga mun á ný og flugu heim með verðskuldaðan sigur. Hvað gekk vel? Sóknarleikur Hauka gekk frábærlega í kvöld. Hittnin fyrstu mínúturnar lagði grunninn að sigrinum. Eftir það hafði Hafnarfjarðarliðið þægilega stjórn á leiknum. Hvað gekk illa? Afleit byrjun Hattar kom þeim í bullandi vandræði. Haukar gátu eftir fyrsta leikhluta ráðið ferðinni. Þótt leikurinn hafi jafnast í kjölfarið þá áttu Haukar alltaf auðveldara með að skora eða stöðva varnaraðgerðir Hattar heldur en öfugt. Höttur fékk sjaldnast auðveld skotfæri eða náði að stöðva sókn Hauka það margar sóknir í röð að hægt væri að saxa á forskotið. Hvað næst? Höttur mætir Val í undanúrslitum bikarkeppninnar á miðvikudag. Félagið er þar í fyrsta sinn í sögunni og mikil spenna hjá öllum sem því tengjast. Líklegt er að einhverjir hafi verið komnir með einbeitinguna þar fyrir kvöldið. Haukar fara nú í tveggja vikna frí og mæta næst Þór í Þorlákshöfn. Einar Árni: Víðs fjarri því sem við viljum standa fyrir Einar Árni Jóhannsson, annar þjálfara Hattar.vísir/bára Einar Árni Jóhannsson, annar þjálfara Hattar, sagði liðið hafa verið langt frá sínu besta þegar það tapaði 83-97 fyrir Haukum á heimavelli í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Hins vegar mætti ekki taka það af gestunum að þeir spiluðu frábæran leik. Forystan varð til í fyrsta leikhluta þar sem Haukar settu niður sjö þriggja stiga skot og klúðruðu aðeins einu stigi í heildina fyrstu sjö mínútur leiksins. Þá brekku náði Höttur aldrei að klífa. „Við vorum einhvers staðar allt annars staðar en við ætlum að vera í kvöld. Við ætlum að láta finna fyrir okkur líkamlega og mæta þeim af hörku en vorum litlir og lélegir – það verður að segja það hreint út. Við lögðum leikinn upp svipað og við höfum gert, þótt við breytum aðeins eftir því hver andstæðingurinn er. Haukar byrjuðu hins vegar með flugeldasýningu, það verður að hrósa þeim fyrir skotnýtinguna, hún var 60% í lokin. Á sama tíma vorum við alls ekki þar sem við ætluðum að vera í varnarleiknum. Við gáfum alltof mikið af auðveldum körfum og vorum í bölvuðu ströggli með boltaskrín þar sem Giga var. Við létum þá fara illa með okkur. Juan var eini maðurinn sem spilaði eins og hann á að sér í kvöld, aðrir voru víðs fjærri því sem þeir vilja standa. En það verður að hrósa Haukunum fyrir að hafa verið virkilega góður í kvöld,“ sagði Einar Árni en miðvörðurinn Juan Luis, sem vanalega kemur helst inn af bekknum, var langstigahæstur heimamanna í kvöld með 21 stig. Neitar að trúa því að hugurinn hafi verið kominn í höllina Höttur spilar á miðvikudag í fyrsta sinn í sögu félagsins í undanúrslitum bikarkeppninnar þegar liðið mætir Val. Utanfrá að sjá virtist liðið vera komið með hugann þangað. „Ég neita að trúa því. Við erum í gríðarlega jafnri deild og ég upplifði tilhlökkun fyrir fyrsta leik ársins áður en hann hófst. Ég veit að við Viðar (Örn Hafsteinsson) erum ekki einu mennirnir sem erum ósáttir. Hver einn og einasti leikmaður er ósáttur við frammistöðu sem þessa í heimaleik sem skiptir máli. Við höfum ekkert rætt bikarleikinn í þessari viku.“ Adam Eiður Ásgeirsson, sem í hálfleik tók á móti viðurkenningu sem íþróttamaður Hattar fyrir síðastliðið ár, fékk högg á andlitið í lok leiks. „Hann fékk skurð sem þarf að sauma. Það er óheppilegt en annars held ég að allir séu heilir. Nú þurfum við að ná endurheimt og hreinsa þetta upp. Þessi leikur kemur ekki til baka en það er fullt af mikilvægum leikjum framundan.“ Fyrst á dagskránni er sem fyrr segir leikur við Íslandsmeistara Vals í undanúrslitum bikarkeppninnar. „Næstu dagar verða hefðbundnir, við nálgumst þann leik ekki öðruvísi en deildarleikina. Það er ekki langt síðan við spiluðum við Val. Það er geysiöflugt lið, það jafnbesta ásamt Keflavík í vetur. Við gerum okkur grein fyrir að við þurfum allt, allt annað stig af körfubolta í Laugardalshöllinni en við buðum upp á hér í kvöld.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum