Mun skipta um lið fjórum sinnum á rúmri viku Valur Páll Eiríksson skrifar 5. janúar 2023 15:00 Ahmad Gilbert verður á ferð og flugi. Sunnlenska.is/Guðmundur Karl Ahmad Gilbert hefur fengið félagsskipti til Stjörnunnar frá Hrunamönnum og mun leika með Garðbæingum er þeir mæta Val í Subway-deild karla í kvöld. Hann mun hins vegar spila fyrir Hrunamenn annað kvöld. Karfan.is greindi frá möguleikanum á skiptunum fyrr í vikunni og Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar staðfesti við Vísi í dag að þau stæðu til. Gilbert myndi skipta tímabundið til Stjörnunnar eftir leik Hrunamanna við Skallagrím í 1. deild karla annað kvöld. Gilbert yrði á mála hjá Stjörnunni á meðan bikarvikan fer fram í næstu viku en Stjarnan mætir Keflavík í undanúrslitum bikarsins í Laugardalshöll næsta miðvikudag og úrslitaleikur bikarsins er á laugardag. Eftir bikarvikuna stæði til að Gilbert færi aftur til Hrunamanna. Spilar með Stjörnunni í kvöld en Hrunamönnum á morgun Skiptin eru aftur á móti flóknari en svo. Gilbert hefur æft með Stjörnunni í vikunni og sjá má á félagsskiptavef KKÍ að hann hefur fengið í gegn félagsskipti þangað. Hann mun því spila með Garðbæingum gegn Val í Subway-deildinni í kvöld. Það kemur aftur á móti ekki í veg fyrir að hann spili fyrirhugaðan leik Hrunamanna og Skallagríms annað kvöld. Til stendur hjá Stjörnunni og Hrunamönnum að klára önnur félagsskipti Gilberts á morgun, aftur til Hrunamanna. Gilbert mun þá skipta í þriðja sinn milli félaganna svo hann geti tekið þátt í bikarnum með Stjörnunni í næstu viku. Að því loknu skiptir hann í fjórða sinn félaganna er hann snýr aftur til Hrunamanna. Þetta staðfestir Harpa Vignisdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Hrunamanna, í samtali við Vísi. 54 þúsund krónur sem fara aðeins í félagsskiptagjöld Samkvæmt því sem Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag mun Stjarnan bera kostnaðinn af félagsskiptum Gilberts, en greiða þarf Körfuknattleikssambandinu 13.500 krónur fyrir hver skipti. Útreiknaður félagsskiptakostnaður samkvæmt því sem lá fyrir í morgun var því 27 þúsund krónur. Fyrst skiptin eru fjögur en ekki tvö er ljóst að Stjarnan mun greiða sambandinu 54 þúsund krónur fyrir félagskiptafimleika félaganna tveggja. Hörður bendir á fáránleikann Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds kvenna á Stöð 2 Sport og körfuboltaþjálfari, segir þetta gott dæmi sem sýni vel fram á hversu veikt regluverkið í kringum félagsskipti innan KKÍ er. Hann býr til dæmi um það að Skallagrímur og Valur deili með sér leikmanni sem skipti stanslaust á milli. „Skallagrímur í 1. deild karla og Valur í Subway-deild karla gætu sem sagt keypt sér Kana saman. Valur borgar 70% launa og leikmaðurinn spilar fimmtudagsleik með þeim.“ „Skallagrímur chippar inn 30% af launum og borgar 13.500kr í félagaskipti alla föstudaga. Svo spilar hann með þeim um kvöldið.“ segir Hörður á samfélagsmiðlinum Twitter. Skallagrímur í 1d kk og Valur í Subway kk gætu semsagt keypt sér kana saman.Valur borgar 70% launa og leikmaðurinn spilar fimmtudagsleik með þeim. Skallagrímur chippar inn 30% af launum og borgar 13.500kr í félagaskipti alla föstudaga. Svo spilar hann með þeim um kvöldið.— Hörður Unnsteinsson (@hoddiunn) January 5, 2023 Stjarnan og Valur mætast í Garðabæ klukkan 20:15 í kvöld, þar sem Gilbert verður í eldlínunni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og munu Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Körfuboltakvöldi kryfja málið til mergjar í kjölfarið. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Karfan.is greindi frá möguleikanum á skiptunum fyrr í vikunni og Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar staðfesti við Vísi í dag að þau stæðu til. Gilbert myndi skipta tímabundið til Stjörnunnar eftir leik Hrunamanna við Skallagrím í 1. deild karla annað kvöld. Gilbert yrði á mála hjá Stjörnunni á meðan bikarvikan fer fram í næstu viku en Stjarnan mætir Keflavík í undanúrslitum bikarsins í Laugardalshöll næsta miðvikudag og úrslitaleikur bikarsins er á laugardag. Eftir bikarvikuna stæði til að Gilbert færi aftur til Hrunamanna. Spilar með Stjörnunni í kvöld en Hrunamönnum á morgun Skiptin eru aftur á móti flóknari en svo. Gilbert hefur æft með Stjörnunni í vikunni og sjá má á félagsskiptavef KKÍ að hann hefur fengið í gegn félagsskipti þangað. Hann mun því spila með Garðbæingum gegn Val í Subway-deildinni í kvöld. Það kemur aftur á móti ekki í veg fyrir að hann spili fyrirhugaðan leik Hrunamanna og Skallagríms annað kvöld. Til stendur hjá Stjörnunni og Hrunamönnum að klára önnur félagsskipti Gilberts á morgun, aftur til Hrunamanna. Gilbert mun þá skipta í þriðja sinn milli félaganna svo hann geti tekið þátt í bikarnum með Stjörnunni í næstu viku. Að því loknu skiptir hann í fjórða sinn félaganna er hann snýr aftur til Hrunamanna. Þetta staðfestir Harpa Vignisdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Hrunamanna, í samtali við Vísi. 54 þúsund krónur sem fara aðeins í félagsskiptagjöld Samkvæmt því sem Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag mun Stjarnan bera kostnaðinn af félagsskiptum Gilberts, en greiða þarf Körfuknattleikssambandinu 13.500 krónur fyrir hver skipti. Útreiknaður félagsskiptakostnaður samkvæmt því sem lá fyrir í morgun var því 27 þúsund krónur. Fyrst skiptin eru fjögur en ekki tvö er ljóst að Stjarnan mun greiða sambandinu 54 þúsund krónur fyrir félagskiptafimleika félaganna tveggja. Hörður bendir á fáránleikann Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds kvenna á Stöð 2 Sport og körfuboltaþjálfari, segir þetta gott dæmi sem sýni vel fram á hversu veikt regluverkið í kringum félagsskipti innan KKÍ er. Hann býr til dæmi um það að Skallagrímur og Valur deili með sér leikmanni sem skipti stanslaust á milli. „Skallagrímur í 1. deild karla og Valur í Subway-deild karla gætu sem sagt keypt sér Kana saman. Valur borgar 70% launa og leikmaðurinn spilar fimmtudagsleik með þeim.“ „Skallagrímur chippar inn 30% af launum og borgar 13.500kr í félagaskipti alla föstudaga. Svo spilar hann með þeim um kvöldið.“ segir Hörður á samfélagsmiðlinum Twitter. Skallagrímur í 1d kk og Valur í Subway kk gætu semsagt keypt sér kana saman.Valur borgar 70% launa og leikmaðurinn spilar fimmtudagsleik með þeim. Skallagrímur chippar inn 30% af launum og borgar 13.500kr í félagaskipti alla föstudaga. Svo spilar hann með þeim um kvöldið.— Hörður Unnsteinsson (@hoddiunn) January 5, 2023 Stjarnan og Valur mætast í Garðabæ klukkan 20:15 í kvöld, þar sem Gilbert verður í eldlínunni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og munu Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Körfuboltakvöldi kryfja málið til mergjar í kjölfarið.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik