Mun skipta um lið fjórum sinnum á rúmri viku Valur Páll Eiríksson skrifar 5. janúar 2023 15:00 Ahmad Gilbert verður á ferð og flugi. Sunnlenska.is/Guðmundur Karl Ahmad Gilbert hefur fengið félagsskipti til Stjörnunnar frá Hrunamönnum og mun leika með Garðbæingum er þeir mæta Val í Subway-deild karla í kvöld. Hann mun hins vegar spila fyrir Hrunamenn annað kvöld. Karfan.is greindi frá möguleikanum á skiptunum fyrr í vikunni og Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar staðfesti við Vísi í dag að þau stæðu til. Gilbert myndi skipta tímabundið til Stjörnunnar eftir leik Hrunamanna við Skallagrím í 1. deild karla annað kvöld. Gilbert yrði á mála hjá Stjörnunni á meðan bikarvikan fer fram í næstu viku en Stjarnan mætir Keflavík í undanúrslitum bikarsins í Laugardalshöll næsta miðvikudag og úrslitaleikur bikarsins er á laugardag. Eftir bikarvikuna stæði til að Gilbert færi aftur til Hrunamanna. Spilar með Stjörnunni í kvöld en Hrunamönnum á morgun Skiptin eru aftur á móti flóknari en svo. Gilbert hefur æft með Stjörnunni í vikunni og sjá má á félagsskiptavef KKÍ að hann hefur fengið í gegn félagsskipti þangað. Hann mun því spila með Garðbæingum gegn Val í Subway-deildinni í kvöld. Það kemur aftur á móti ekki í veg fyrir að hann spili fyrirhugaðan leik Hrunamanna og Skallagríms annað kvöld. Til stendur hjá Stjörnunni og Hrunamönnum að klára önnur félagsskipti Gilberts á morgun, aftur til Hrunamanna. Gilbert mun þá skipta í þriðja sinn milli félaganna svo hann geti tekið þátt í bikarnum með Stjörnunni í næstu viku. Að því loknu skiptir hann í fjórða sinn félaganna er hann snýr aftur til Hrunamanna. Þetta staðfestir Harpa Vignisdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Hrunamanna, í samtali við Vísi. 54 þúsund krónur sem fara aðeins í félagsskiptagjöld Samkvæmt því sem Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag mun Stjarnan bera kostnaðinn af félagsskiptum Gilberts, en greiða þarf Körfuknattleikssambandinu 13.500 krónur fyrir hver skipti. Útreiknaður félagsskiptakostnaður samkvæmt því sem lá fyrir í morgun var því 27 þúsund krónur. Fyrst skiptin eru fjögur en ekki tvö er ljóst að Stjarnan mun greiða sambandinu 54 þúsund krónur fyrir félagskiptafimleika félaganna tveggja. Hörður bendir á fáránleikann Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds kvenna á Stöð 2 Sport og körfuboltaþjálfari, segir þetta gott dæmi sem sýni vel fram á hversu veikt regluverkið í kringum félagsskipti innan KKÍ er. Hann býr til dæmi um það að Skallagrímur og Valur deili með sér leikmanni sem skipti stanslaust á milli. „Skallagrímur í 1. deild karla og Valur í Subway-deild karla gætu sem sagt keypt sér Kana saman. Valur borgar 70% launa og leikmaðurinn spilar fimmtudagsleik með þeim.“ „Skallagrímur chippar inn 30% af launum og borgar 13.500kr í félagaskipti alla föstudaga. Svo spilar hann með þeim um kvöldið.“ segir Hörður á samfélagsmiðlinum Twitter. Skallagrímur í 1d kk og Valur í Subway kk gætu semsagt keypt sér kana saman.Valur borgar 70% launa og leikmaðurinn spilar fimmtudagsleik með þeim. Skallagrímur chippar inn 30% af launum og borgar 13.500kr í félagaskipti alla föstudaga. Svo spilar hann með þeim um kvöldið.— Hörður Unnsteinsson (@hoddiunn) January 5, 2023 Stjarnan og Valur mætast í Garðabæ klukkan 20:15 í kvöld, þar sem Gilbert verður í eldlínunni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og munu Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Körfuboltakvöldi kryfja málið til mergjar í kjölfarið. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Karfan.is greindi frá möguleikanum á skiptunum fyrr í vikunni og Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar staðfesti við Vísi í dag að þau stæðu til. Gilbert myndi skipta tímabundið til Stjörnunnar eftir leik Hrunamanna við Skallagrím í 1. deild karla annað kvöld. Gilbert yrði á mála hjá Stjörnunni á meðan bikarvikan fer fram í næstu viku en Stjarnan mætir Keflavík í undanúrslitum bikarsins í Laugardalshöll næsta miðvikudag og úrslitaleikur bikarsins er á laugardag. Eftir bikarvikuna stæði til að Gilbert færi aftur til Hrunamanna. Spilar með Stjörnunni í kvöld en Hrunamönnum á morgun Skiptin eru aftur á móti flóknari en svo. Gilbert hefur æft með Stjörnunni í vikunni og sjá má á félagsskiptavef KKÍ að hann hefur fengið í gegn félagsskipti þangað. Hann mun því spila með Garðbæingum gegn Val í Subway-deildinni í kvöld. Það kemur aftur á móti ekki í veg fyrir að hann spili fyrirhugaðan leik Hrunamanna og Skallagríms annað kvöld. Til stendur hjá Stjörnunni og Hrunamönnum að klára önnur félagsskipti Gilberts á morgun, aftur til Hrunamanna. Gilbert mun þá skipta í þriðja sinn milli félaganna svo hann geti tekið þátt í bikarnum með Stjörnunni í næstu viku. Að því loknu skiptir hann í fjórða sinn félaganna er hann snýr aftur til Hrunamanna. Þetta staðfestir Harpa Vignisdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Hrunamanna, í samtali við Vísi. 54 þúsund krónur sem fara aðeins í félagsskiptagjöld Samkvæmt því sem Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag mun Stjarnan bera kostnaðinn af félagsskiptum Gilberts, en greiða þarf Körfuknattleikssambandinu 13.500 krónur fyrir hver skipti. Útreiknaður félagsskiptakostnaður samkvæmt því sem lá fyrir í morgun var því 27 þúsund krónur. Fyrst skiptin eru fjögur en ekki tvö er ljóst að Stjarnan mun greiða sambandinu 54 þúsund krónur fyrir félagskiptafimleika félaganna tveggja. Hörður bendir á fáránleikann Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds kvenna á Stöð 2 Sport og körfuboltaþjálfari, segir þetta gott dæmi sem sýni vel fram á hversu veikt regluverkið í kringum félagsskipti innan KKÍ er. Hann býr til dæmi um það að Skallagrímur og Valur deili með sér leikmanni sem skipti stanslaust á milli. „Skallagrímur í 1. deild karla og Valur í Subway-deild karla gætu sem sagt keypt sér Kana saman. Valur borgar 70% launa og leikmaðurinn spilar fimmtudagsleik með þeim.“ „Skallagrímur chippar inn 30% af launum og borgar 13.500kr í félagaskipti alla föstudaga. Svo spilar hann með þeim um kvöldið.“ segir Hörður á samfélagsmiðlinum Twitter. Skallagrímur í 1d kk og Valur í Subway kk gætu semsagt keypt sér kana saman.Valur borgar 70% launa og leikmaðurinn spilar fimmtudagsleik með þeim. Skallagrímur chippar inn 30% af launum og borgar 13.500kr í félagaskipti alla föstudaga. Svo spilar hann með þeim um kvöldið.— Hörður Unnsteinsson (@hoddiunn) January 5, 2023 Stjarnan og Valur mætast í Garðabæ klukkan 20:15 í kvöld, þar sem Gilbert verður í eldlínunni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og munu Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Körfuboltakvöldi kryfja málið til mergjar í kjölfarið.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum