Árshámarki náð í dag þegar mengun fór yfir klukkustundarheilsuverndarmörk Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 5. janúar 2023 18:00 Svava segir tól til róttækara inngrips vanta. Vísir/Vilhelm Vegna stillu og frosts hefur styrkur köfnunardíoxíðs mælst hár í Reykjavík á dögunum. Núna síðdegis fór styrkurinn yfir klukkustundarheilsuverndarmörk í átjánda sinn á árinu. Samkvæmt reglugerð frá umhverfisráðuneytinu má aðeins fara yfir þessi mörk átján sinnum á ári. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá heilbrigðiseftirlitinu hvetur almenning til að nota umhverfisvænni samgöngur og fyrirtæki til þess að skipta yfir í rafmagnsbíla. Hún segir einstakar aðstæður hafa myndast með þeirri stillu og frosti sem hefur verið síðustu daga og gert það að verkum að mengun liggur yfir borginni. „Svo auðvitað þegar það er svona kalt og slæm færð þá eyða bílarnir meira þannig losunin er meiri,“ segir Svava. Aðspurð hvort það væru einhverjar aðgerðir sem hún myndi vilja sjá að væri mögulegt að grípa til þegar þessi staða er komin upp svona snemma á árinu nefnir hún frekari reglugerðir og tækifæri til róttækara inngrips við þessar aðstæður. „Það sem í rauninni kannski þarf að gera er að gefa okkur tækifæri til þess að grípa inn í á róttækari hátt þegar svona aðstæður myndast til þess að draga úr bílaumferð. Það eina sem við höfum núna er að geta sent út tilkynningar og hvatt til þess að fólk hvíli bílinn og nýti vistvæna samgöngumáta,“ segir Svava. Hún bætir því jafnframt við að heimildir til annarra aðgerða eins og umferðarstýringar séu í umferðarlögum og reglugerð en skortur sé á nánari útfærslu á því hvernig og við hvaða aðstæður skuli beita þessum aðgerðum. Svava segir mengunarástand sem þetta og áhrif á loftgæði mjög háð veðri. „Það gæti auðvitað orðið þannig að við færum ekki oftar yfir þessi klukkustundarheilsuverndarmörk á árinu ef þessar veðuraðstæður skapast ekki. Við erum náttúrulega alltaf að losa mikla mengun en hún nær að fjúka burt og helst ekki svona yfir borginni eins og hún gerir núna,“ segir Svava. Heilbrigðismál Umhverfismál Reykjavík Loftgæði Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá heilbrigðiseftirlitinu hvetur almenning til að nota umhverfisvænni samgöngur og fyrirtæki til þess að skipta yfir í rafmagnsbíla. Hún segir einstakar aðstæður hafa myndast með þeirri stillu og frosti sem hefur verið síðustu daga og gert það að verkum að mengun liggur yfir borginni. „Svo auðvitað þegar það er svona kalt og slæm færð þá eyða bílarnir meira þannig losunin er meiri,“ segir Svava. Aðspurð hvort það væru einhverjar aðgerðir sem hún myndi vilja sjá að væri mögulegt að grípa til þegar þessi staða er komin upp svona snemma á árinu nefnir hún frekari reglugerðir og tækifæri til róttækara inngrips við þessar aðstæður. „Það sem í rauninni kannski þarf að gera er að gefa okkur tækifæri til þess að grípa inn í á róttækari hátt þegar svona aðstæður myndast til þess að draga úr bílaumferð. Það eina sem við höfum núna er að geta sent út tilkynningar og hvatt til þess að fólk hvíli bílinn og nýti vistvæna samgöngumáta,“ segir Svava. Hún bætir því jafnframt við að heimildir til annarra aðgerða eins og umferðarstýringar séu í umferðarlögum og reglugerð en skortur sé á nánari útfærslu á því hvernig og við hvaða aðstæður skuli beita þessum aðgerðum. Svava segir mengunarástand sem þetta og áhrif á loftgæði mjög háð veðri. „Það gæti auðvitað orðið þannig að við færum ekki oftar yfir þessi klukkustundarheilsuverndarmörk á árinu ef þessar veðuraðstæður skapast ekki. Við erum náttúrulega alltaf að losa mikla mengun en hún nær að fjúka burt og helst ekki svona yfir borginni eins og hún gerir núna,“ segir Svava.
Heilbrigðismál Umhverfismál Reykjavík Loftgæði Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira