Portúgalska liði er af mörgum talið geta komið á óvart og farið langt á HM, enda með mikið af ungum og spennandi leikmönnum.
Þeir áttu þó ekki roð í norska liðið í leik kvöldsins þar sem Norðmenn leiddu með fimm mörkum í hálfleik, staðan 18-13. Norðmenn juku svo forskot sitt enn frekar í síðari hálfleik og unnu að lokum sannfærandi ellefu marka sigur, 38-27.
Portúgal og Noregur taka um þessar mundir þátt í Gulldeildinni til að undirbúa sig fyrir komandi átök á heimsmeistaramótinu í handbolta. Portúgalska liðið á því enn eftir að leika tvo æfingaleiki áður en HM hefst, gegn Bandaríkjunum á morgun og Brasilíu á laugardag.