Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. janúar 2023 07:48 Kevin McCarthy ræðir við blaðamenn eftir að í ljós var komið að honum hafði mistekist að ná kjöri þriðja daginn í röð og í elleftu tilrauns. AP Photo/Jose Luis Magana Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. Nú hafa þingmenn greitt ellefu sinnum atkvæði um tillöguna og ávallt er niðurstaðan sú að enginn nær tilskyldum meirihluta, hvorki McCarthy né aðrir. Á þessu hefur gengið í þrjá daga. Þetta hefur leitt til þess að bandarískt stjórnkerfi er að hluta til lamað því nýir þingmenn geta ekki svarið embættiseið sinn. Viðlíka ástand hefur ekki sést á Bandaríkjaþingi síðan á tímum borgarastríðsins. Kevin McCarthy er leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þegar þeir náðu átta manna meirihuta í deildinni í síðustu kosningum hefði það átt að vera formsatriði að kjósa hann sem forseta þingsins. Vandamálið er hópur lengst til hægri í Repúblikanaflokknum sem telur um tuttugu þingmenn sem vilja ekki sjá McCarthy í embættinu. Demókratar kjósa síðan ávallt sitt forsetaefni og þannig nær enginn tilskyldum meirihluta. Því er komin upp pattstaða á þinginu sem ekki hefur sést síðan 1860 þegar þingmenn komu sér ekki saman um forseta í miðri deilunni um þrælahald. Þá þurfti 44 atkvæðagreiðslur til að komast að niðurstöðu. Washington Post segir að teikn séu á lofti um að McCarthy nái að sannfæra nokkra af andófsmönnunum um að greiða sér atkvæði með frekari eftirgjöf. Hann hafi meðal annars fallist á kröfu þeirra um að hver og einn þingmaður geti lagt fram tillögu um vantraust á forseta og um fleiri nefndarsæti til uppreisnarmannanna. „Mér líður vel, ég var mjög jákvæður í gær. Ég er enn jákvæðari í dag. Ég tel að við höfum átt mjög góðar viðræður,“ sagði McCarty þegar hann yfirgaf þinghúsið seint í gærkvöldi. Óljóst er þó hvenær viðsemjendur McCarthy gætu gengið honum á hönd. Hugmynd forsetaefnisins er að grynnka í röðum andófsmannanna og setja þannig þrýsting á þá sem enn þráast við. Sumir þeirra sitja enn sem fastast við sinn keip. Matt Gaetz, þingmaður flokksins frá Flórída, greiddi Donald Trump atkvæði sitt sem forseti þingsins í gær. Hann hefur sagt að honum sé sama þó að innanflokkserjur repúblikana leiði til þess að demókratinn Hakeem Jeffries verði kjörinn þingforseti. Bandaríkin Tengdar fréttir Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00 Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Nú hafa þingmenn greitt ellefu sinnum atkvæði um tillöguna og ávallt er niðurstaðan sú að enginn nær tilskyldum meirihluta, hvorki McCarthy né aðrir. Á þessu hefur gengið í þrjá daga. Þetta hefur leitt til þess að bandarískt stjórnkerfi er að hluta til lamað því nýir þingmenn geta ekki svarið embættiseið sinn. Viðlíka ástand hefur ekki sést á Bandaríkjaþingi síðan á tímum borgarastríðsins. Kevin McCarthy er leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þegar þeir náðu átta manna meirihuta í deildinni í síðustu kosningum hefði það átt að vera formsatriði að kjósa hann sem forseta þingsins. Vandamálið er hópur lengst til hægri í Repúblikanaflokknum sem telur um tuttugu þingmenn sem vilja ekki sjá McCarthy í embættinu. Demókratar kjósa síðan ávallt sitt forsetaefni og þannig nær enginn tilskyldum meirihluta. Því er komin upp pattstaða á þinginu sem ekki hefur sést síðan 1860 þegar þingmenn komu sér ekki saman um forseta í miðri deilunni um þrælahald. Þá þurfti 44 atkvæðagreiðslur til að komast að niðurstöðu. Washington Post segir að teikn séu á lofti um að McCarthy nái að sannfæra nokkra af andófsmönnunum um að greiða sér atkvæði með frekari eftirgjöf. Hann hafi meðal annars fallist á kröfu þeirra um að hver og einn þingmaður geti lagt fram tillögu um vantraust á forseta og um fleiri nefndarsæti til uppreisnarmannanna. „Mér líður vel, ég var mjög jákvæður í gær. Ég er enn jákvæðari í dag. Ég tel að við höfum átt mjög góðar viðræður,“ sagði McCarty þegar hann yfirgaf þinghúsið seint í gærkvöldi. Óljóst er þó hvenær viðsemjendur McCarthy gætu gengið honum á hönd. Hugmynd forsetaefnisins er að grynnka í röðum andófsmannanna og setja þannig þrýsting á þá sem enn þráast við. Sumir þeirra sitja enn sem fastast við sinn keip. Matt Gaetz, þingmaður flokksins frá Flórída, greiddi Donald Trump atkvæði sitt sem forseti þingsins í gær. Hann hefur sagt að honum sé sama þó að innanflokkserjur repúblikana leiði til þess að demókratinn Hakeem Jeffries verði kjörinn þingforseti.
Bandaríkin Tengdar fréttir Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00 Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00
Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23
Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33