Þetta kemur fram á heimasíðu Verkfræðingafélags Íslands. Verkfræðingar og tæknifræðingar sem starfa á FRV verkfræðistofum samþykktu nýjan kjarasamning við Félag ráðgjafarverkfræðinga, en rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn fór fram 2.– 6. janúar.
Alls voru 668 á kjörskrá og greiddu 448 af þeim atkvæði eða 67,1%. Af 448 sem tóku afstöðu samþykktu 381 eða 85% samninginn. Nei sögðu 58. Níu skiluðu auðu. Til stendur að birta samninginn á vef Verkfræðingafélagsins.