Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 7. janúar 2023 22:08 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. Vilhjálmur segist undrandi yfir ummælum Sólveigar Önnu en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði hún ótrúlegt að Samtök atvinnulífsins hafi neitað að fallast á röksemdafærslu Eflingar um að framfærslukostnaður sé hærri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. „Það hefur nú lengi verið vitað að kostnaðurinn við það að búa á landsbyggðinni hefur verið ívið íþyngjandi. Það er hærra vöruverð, það er hærra bensínverð, það er oft á tíðum mjög erfitt að nálgast læknisþjónustu. Þannig að mér finnst þetta vera mjög undarleg nálgun hjá formanni Eflingar svo vægt sé til orða kveðið,“ segir Vilhjálmur. Þegar því er velt upp að beiðni Eflingar hafi verið kölluð ómálefnaleg segir Vilhjálmur að honum þyki hún vera það. „Ef að menn skoða til dæmis leikskólagjöld í Reykjavík versus landsbyggðina þá liggur alveg fyrir að leikskólagjöld á höfuðborgarsvæðinu eða í Reykjavík hafi verið umtalsvert lægri heldur en á landsbyggðinni. Og nemur þar ef ég man þetta rétt, tuttugu þúsund krónum meira að vera með barn á leikskóla. Frístundastyrkir eru töluvert hærri í Reykjavík heldur en á landsbyggðinni, mig minnir að hann sé kominn upp í 75 þúsund krónur í Reykjavík á meðan hann er mjög algengt svona 20 til 30, 35 þúsund á landsbyggðinni þannig mér finnst þetta mjög undarleg nálgun,“ segir Vilhjálmur. Þar sem tannhjóli samfélagsins er haldið gangandi Aðspurður hvernig næstu dagar og núverandi staða líti út frá hans bæjardyrum séð segist hann ekki ætla að gera neinar athugasemdir við það hvernig Efling nálgist sínar kjarasamningsviðræður. Honum þyki þó mikilvægt að nálgast viðræðurnar „með heiðarleika og sannleikann að vopni.“ Hann nefnir að kostnaður við það að búa á landsbyggðinni geti verið verulega íþyngjandi enda þurfi íbúar sumra landsvæða eins og á Vest- og Austfjörðum að keyra langar vegalengdir til þess að komast í lágvöruverslun. „Mér finnst þetta mjög undarleg nálgun að vera að etja saman höfuðborgarsvæðinu við fólk sem býr á landsbyggðinni. Síðan er ágætt að hafa það bara hugfast að gjaldeyristekjur íslensku þjóðarinnar, sem gera það að verkum að tannhjóli samfélagsins er haldið gangandi verður oft á tíðum til á landsbyggðinni þar sem að stór hluti þeirra útflutningstekna sem þjóðarbúið skapar er í hinum ýmsu sjávarbyggðum, stóriðjunum vítt og breytt,“ segir Vilhjálmur. Verkafólk á landsbyggðinni ómissandi líka Í því samhengi að verið sé að stilla verkafólki á landsbyggðinni upp á móti höfuðborgarsvæðinu nefnir hann það að Efling segi fólkið sitt meira ómissandi en annað verkafólk á íslenskum vinnumarkaði. „Ég get alveg bara fullyrt það að verkafólk á landsbyggðinni er svo sannarlega ómissandi líka. Það liggur algjörlega fyrir að kostnaður fólks úti á landsbyggðinni líka getur oft verið ívið íþyngjandi. Það liggur fyrir til dæmis að ungar konur sem er barnshafandi þurfa oft á tíðum að fara frá sínum sveitarfélögum í marga daga vegna þess að það er ekki boðið upp á þá einföldu þjónustu sem lítur að því að geta eignast barn á landsbyggðinni,“ segir Vilhjálmur og segir konur af landsbyggðinni oft þurfa að bíða á höfuðborgarsvæðinu eftir að geta fætt barn sitt með miklum tilfallandi kostnaði. „Þannig að mér finnst þessi nálgun forsvarsmanna Eflingar með ólíkindum og í raun og veru til skammar.“ Þá sé undarlegt hjá Eflingu að reyna að leita leiða til að halda því fram að þeirra fólk þurfi hærri launahækkanir en annað verkafólk. „Á grundvelli einhverra forsenda sem að síðan standast ekki eina einustu skoðun, það er það sem ég er að gagnrýna,“ segir Vilhjálmur. Hann bætir því jafnframt við að í sínum huga sé engin leið til þess að þau geti fært rök fyrir því að þau þurfi á þessum forsendum meiri launahækkanir heldur en verkafólk á landsbyggðinni. Efling þurfi einhverjar aðrar forsendur en þessar. „Ég óska Eflingu velfarnaðar í því að ganga frá kjarasamningum fyrir sitt fólk, það er mikilvægt að þú gerir það út frá staðreyndum og heiðarleika,“ segir Vilhjálmur að lokum. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Vilhjálmur segist undrandi yfir ummælum Sólveigar Önnu en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði hún ótrúlegt að Samtök atvinnulífsins hafi neitað að fallast á röksemdafærslu Eflingar um að framfærslukostnaður sé hærri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. „Það hefur nú lengi verið vitað að kostnaðurinn við það að búa á landsbyggðinni hefur verið ívið íþyngjandi. Það er hærra vöruverð, það er hærra bensínverð, það er oft á tíðum mjög erfitt að nálgast læknisþjónustu. Þannig að mér finnst þetta vera mjög undarleg nálgun hjá formanni Eflingar svo vægt sé til orða kveðið,“ segir Vilhjálmur. Þegar því er velt upp að beiðni Eflingar hafi verið kölluð ómálefnaleg segir Vilhjálmur að honum þyki hún vera það. „Ef að menn skoða til dæmis leikskólagjöld í Reykjavík versus landsbyggðina þá liggur alveg fyrir að leikskólagjöld á höfuðborgarsvæðinu eða í Reykjavík hafi verið umtalsvert lægri heldur en á landsbyggðinni. Og nemur þar ef ég man þetta rétt, tuttugu þúsund krónum meira að vera með barn á leikskóla. Frístundastyrkir eru töluvert hærri í Reykjavík heldur en á landsbyggðinni, mig minnir að hann sé kominn upp í 75 þúsund krónur í Reykjavík á meðan hann er mjög algengt svona 20 til 30, 35 þúsund á landsbyggðinni þannig mér finnst þetta mjög undarleg nálgun,“ segir Vilhjálmur. Þar sem tannhjóli samfélagsins er haldið gangandi Aðspurður hvernig næstu dagar og núverandi staða líti út frá hans bæjardyrum séð segist hann ekki ætla að gera neinar athugasemdir við það hvernig Efling nálgist sínar kjarasamningsviðræður. Honum þyki þó mikilvægt að nálgast viðræðurnar „með heiðarleika og sannleikann að vopni.“ Hann nefnir að kostnaður við það að búa á landsbyggðinni geti verið verulega íþyngjandi enda þurfi íbúar sumra landsvæða eins og á Vest- og Austfjörðum að keyra langar vegalengdir til þess að komast í lágvöruverslun. „Mér finnst þetta mjög undarleg nálgun að vera að etja saman höfuðborgarsvæðinu við fólk sem býr á landsbyggðinni. Síðan er ágætt að hafa það bara hugfast að gjaldeyristekjur íslensku þjóðarinnar, sem gera það að verkum að tannhjóli samfélagsins er haldið gangandi verður oft á tíðum til á landsbyggðinni þar sem að stór hluti þeirra útflutningstekna sem þjóðarbúið skapar er í hinum ýmsu sjávarbyggðum, stóriðjunum vítt og breytt,“ segir Vilhjálmur. Verkafólk á landsbyggðinni ómissandi líka Í því samhengi að verið sé að stilla verkafólki á landsbyggðinni upp á móti höfuðborgarsvæðinu nefnir hann það að Efling segi fólkið sitt meira ómissandi en annað verkafólk á íslenskum vinnumarkaði. „Ég get alveg bara fullyrt það að verkafólk á landsbyggðinni er svo sannarlega ómissandi líka. Það liggur algjörlega fyrir að kostnaður fólks úti á landsbyggðinni líka getur oft verið ívið íþyngjandi. Það liggur fyrir til dæmis að ungar konur sem er barnshafandi þurfa oft á tíðum að fara frá sínum sveitarfélögum í marga daga vegna þess að það er ekki boðið upp á þá einföldu þjónustu sem lítur að því að geta eignast barn á landsbyggðinni,“ segir Vilhjálmur og segir konur af landsbyggðinni oft þurfa að bíða á höfuðborgarsvæðinu eftir að geta fætt barn sitt með miklum tilfallandi kostnaði. „Þannig að mér finnst þessi nálgun forsvarsmanna Eflingar með ólíkindum og í raun og veru til skammar.“ Þá sé undarlegt hjá Eflingu að reyna að leita leiða til að halda því fram að þeirra fólk þurfi hærri launahækkanir en annað verkafólk. „Á grundvelli einhverra forsenda sem að síðan standast ekki eina einustu skoðun, það er það sem ég er að gagnrýna,“ segir Vilhjálmur. Hann bætir því jafnframt við að í sínum huga sé engin leið til þess að þau geti fært rök fyrir því að þau þurfi á þessum forsendum meiri launahækkanir heldur en verkafólk á landsbyggðinni. Efling þurfi einhverjar aðrar forsendur en þessar. „Ég óska Eflingu velfarnaðar í því að ganga frá kjarasamningum fyrir sitt fólk, það er mikilvægt að þú gerir það út frá staðreyndum og heiðarleika,“ segir Vilhjálmur að lokum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira