Kaleidoscope: Ætlunarverk uppfyllt Heiðar Sumarliðason skrifar 13. janúar 2023 09:30 Kaleidoscope er sýnt á Netflix. Netflix frumsýndi á nýársdag spennuþáttaröðina Kaleidoscope. Á flesta vegu er þetta mjög hefðbundið ránsspennudrama. Það sem er þó nýstárlegt við þáttaröðina er að hægt er að horfa á þættina átta í hvaða röð sem er, en Netflix stillir þó síðasta þættinum í framvindunni ávallt upp sem lokaþætti. Sagan fjallar um Leo Pap (Giancarlo Esposito), fanga sem kominn er af léttasta skeiði og með upphafseinkenni Parkinsons-sjúkdómsins. Hann hefur ákveðið að brjóta sér leið út úr fangelsi, þar sem hann veit að heilsan mun bregðast honum áður en hann á möguleika á að losna. Ekki nóg með að hann ætli að brjóta sér leið til frelsis, heldur er hann með sjö milljarða dollara rán í undirbúningi. Giancarlo Esposito og Tati Gabrielle leika feðginin Leo og Hönnuh. Eins og áður sagði er þetta allt saman mjög svo hefðbundið og sennilega var það góð hugmynd hjá höfundunum að brjóta upp hið venjulega form uppröðunar til að gefa þáttunum a.m.k. eitt sérkenni; og jú, ég er ekki frá því að þessi „shuffle“ uppröðun hafi gefið áhorfinu eitthvað sem annars hefði ekki verið til staðar. Hlutverk Netflix Við erum hér með allar þessar hefðbundnu spennuþátta/mynda tuggur; óuppgerð fortíð, hefnd, ástarþríhyrningur, asískan náunga sem gleymist í framvindunni o.s.frv. Ekkert af þessu er sett fram á frumlegan máta, og má í raun segja að Kaleidoscope sé mjög ófrumleg þáttaröð. En er það ekki allt í lagi? Er hlutverk Netflix ekki fyrst og fremst að gefa áhorfendum hugarró og deyfingu gagnvart erfiðleikum heimsins áður þeir fara að sofa? Sjálfur nota ég Netflix ekki á neinn annan máta. Uppfyllir Kaleidoscope þessar væntingar? Já. Og gott betur? Nei. En það er líka allt í lagi. Ef við berum Kaleidoscope saman við bestu myndir nýlegrar kvikmyndasögu með einhverskonar ráni sem miðpunktinn, t.d Heat, Ocean's Eleven, Reservoir Dogs og Inception, þá kemur hún ekki sérlega vel út úr samanburðinum. Dæmi um nokkrar myndir sem höfundar Kaleidoscope hafa 100% séð. Ef við berum hana saman við það efni sem Netflix býður upp á þessa dagana, þá kemur hún hins vegar mun betur út. Það eru þó nokkrir hlutir sem hægt er að gagnrýna varðandi þáttaröðina, sem helst snýr að framvindunni sjálfri, hún er á stundum full ótrúverðug. Þá á ég ekki við að það sem gerist sé ótrúverðugt, heldur er það hvernig það gerist. Oft eru vendingar hengdar á hálf reistar brýr og lausnir fengnar fram fremur auðveldlega. Ég lét þetta þó ekki angra mig of mikið, þar sem sagan var nægilega áhugaverð til að halda mér við efnið. Kunnugleg andlit Varðandi leikarana þá falla þau vel að sínum hlutverkum, enginn stendur sérlega upp úr, en enginn sem dregur gæðin niður. Eina nafnið sem ég kannaðist við var nafn leikarans Rufus Sewell, ég get þó ekki sagt að ég hafi kannast við andlitið þegar hann birtist á skjánum. Ég fór því á Imdb.com-síðu hans og áttaði mig á að hann lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Dark City, sem ég sá í Háskólabíói árið 1998. Greinilega mundi ég nafnið síðan þá, en hef ekki séð neitt af því sem hann hefur leikið í millitíðinni. Andlit aðalleikarans, Giancarlo Esposito, kannaðist ég við, en nafnið þó aldrei heyrt. Ég áttaði mig á hvaðan ég þekkti hann um leið og ég opnaði Imdb.com-síðuna hans, þar birtist mynd af honum úr sínu þekktasta hlutverki, sem Moff Gideom í Stjörnustríðsþáttaröðinni The Mandalorian. Giancarlo Esposito í hlutverki sínu í The Mandalorian. Það er ástæða fyrir því að ég kannast ekki betur við t.d. þessa tvo leikara en raun ber vitni og að þeir hafi ekki áður leikið aðalhlutverk í stórum verkefnum; þeir eru ekki sérlega góðir. Það sama má segja um restina af leikhópnum, þetta eru ekki leikarar á háu kalíberi. Það er kannski helst að Tati Gabrielle, sem leikur dóttur Leo Pap, sem mögulega getur náð langt. Hins vegar gæti það þó eingöngu verið vegna þess að hún er með eftirminnilegt andlit, það kemur í ljós með tíð og tíma hvert þakið er á hennar ferli. Ég mæli þó með Kaleidoscope, en ekki vegna þess að þeir séu svo stórkostlegir, heldur vegna þess að þeir sinna því sem ég vil fá frá Netflix efni (en fæ reyndar of sjaldan). Mér leiddist aldrei og þrátt fyrir að framvindan hafi öðru hvoru verið klunnaleg, þá angraði það mig ekki. Meira var það nú ekki. Niðurstaða: Kaleidoscope er lítt eftirminnileg eða frumleg sjónvarpsþáttaröð, en sinnir þó sínu meginhlutverki; að bægja frá manni leiða. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Sagan fjallar um Leo Pap (Giancarlo Esposito), fanga sem kominn er af léttasta skeiði og með upphafseinkenni Parkinsons-sjúkdómsins. Hann hefur ákveðið að brjóta sér leið út úr fangelsi, þar sem hann veit að heilsan mun bregðast honum áður en hann á möguleika á að losna. Ekki nóg með að hann ætli að brjóta sér leið til frelsis, heldur er hann með sjö milljarða dollara rán í undirbúningi. Giancarlo Esposito og Tati Gabrielle leika feðginin Leo og Hönnuh. Eins og áður sagði er þetta allt saman mjög svo hefðbundið og sennilega var það góð hugmynd hjá höfundunum að brjóta upp hið venjulega form uppröðunar til að gefa þáttunum a.m.k. eitt sérkenni; og jú, ég er ekki frá því að þessi „shuffle“ uppröðun hafi gefið áhorfinu eitthvað sem annars hefði ekki verið til staðar. Hlutverk Netflix Við erum hér með allar þessar hefðbundnu spennuþátta/mynda tuggur; óuppgerð fortíð, hefnd, ástarþríhyrningur, asískan náunga sem gleymist í framvindunni o.s.frv. Ekkert af þessu er sett fram á frumlegan máta, og má í raun segja að Kaleidoscope sé mjög ófrumleg þáttaröð. En er það ekki allt í lagi? Er hlutverk Netflix ekki fyrst og fremst að gefa áhorfendum hugarró og deyfingu gagnvart erfiðleikum heimsins áður þeir fara að sofa? Sjálfur nota ég Netflix ekki á neinn annan máta. Uppfyllir Kaleidoscope þessar væntingar? Já. Og gott betur? Nei. En það er líka allt í lagi. Ef við berum Kaleidoscope saman við bestu myndir nýlegrar kvikmyndasögu með einhverskonar ráni sem miðpunktinn, t.d Heat, Ocean's Eleven, Reservoir Dogs og Inception, þá kemur hún ekki sérlega vel út úr samanburðinum. Dæmi um nokkrar myndir sem höfundar Kaleidoscope hafa 100% séð. Ef við berum hana saman við það efni sem Netflix býður upp á þessa dagana, þá kemur hún hins vegar mun betur út. Það eru þó nokkrir hlutir sem hægt er að gagnrýna varðandi þáttaröðina, sem helst snýr að framvindunni sjálfri, hún er á stundum full ótrúverðug. Þá á ég ekki við að það sem gerist sé ótrúverðugt, heldur er það hvernig það gerist. Oft eru vendingar hengdar á hálf reistar brýr og lausnir fengnar fram fremur auðveldlega. Ég lét þetta þó ekki angra mig of mikið, þar sem sagan var nægilega áhugaverð til að halda mér við efnið. Kunnugleg andlit Varðandi leikarana þá falla þau vel að sínum hlutverkum, enginn stendur sérlega upp úr, en enginn sem dregur gæðin niður. Eina nafnið sem ég kannaðist við var nafn leikarans Rufus Sewell, ég get þó ekki sagt að ég hafi kannast við andlitið þegar hann birtist á skjánum. Ég fór því á Imdb.com-síðu hans og áttaði mig á að hann lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Dark City, sem ég sá í Háskólabíói árið 1998. Greinilega mundi ég nafnið síðan þá, en hef ekki séð neitt af því sem hann hefur leikið í millitíðinni. Andlit aðalleikarans, Giancarlo Esposito, kannaðist ég við, en nafnið þó aldrei heyrt. Ég áttaði mig á hvaðan ég þekkti hann um leið og ég opnaði Imdb.com-síðuna hans, þar birtist mynd af honum úr sínu þekktasta hlutverki, sem Moff Gideom í Stjörnustríðsþáttaröðinni The Mandalorian. Giancarlo Esposito í hlutverki sínu í The Mandalorian. Það er ástæða fyrir því að ég kannast ekki betur við t.d. þessa tvo leikara en raun ber vitni og að þeir hafi ekki áður leikið aðalhlutverk í stórum verkefnum; þeir eru ekki sérlega góðir. Það sama má segja um restina af leikhópnum, þetta eru ekki leikarar á háu kalíberi. Það er kannski helst að Tati Gabrielle, sem leikur dóttur Leo Pap, sem mögulega getur náð langt. Hins vegar gæti það þó eingöngu verið vegna þess að hún er með eftirminnilegt andlit, það kemur í ljós með tíð og tíma hvert þakið er á hennar ferli. Ég mæli þó með Kaleidoscope, en ekki vegna þess að þeir séu svo stórkostlegir, heldur vegna þess að þeir sinna því sem ég vil fá frá Netflix efni (en fæ reyndar of sjaldan). Mér leiddist aldrei og þrátt fyrir að framvindan hafi öðru hvoru verið klunnaleg, þá angraði það mig ekki. Meira var það nú ekki. Niðurstaða: Kaleidoscope er lítt eftirminnileg eða frumleg sjónvarpsþáttaröð, en sinnir þó sínu meginhlutverki; að bægja frá manni leiða.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira