Stækka Hótel Hellu og opna tvö hótel á Rangárbökkum Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2023 14:21 Dmitrijs Stals er stofnandi og forstjóri Legendary Hotels & Resorts ehf. Aðsend Legendary Hotels & Resorts ehf. keypti nýverið 100 prósent hlut í Hótel Hellu og til stendur að gera það að fjögurra stjörnu hóteli með 68 herbergjum. Þá hefur félagið einnig keypt svæði Árhúsa við Rangárbakka og ætlar að opna tvö hótel á svæðinu. Í fréttatilkynningu um áætlanir fyrirtækisins á Hellu segir að til standi að byggja við Hótel Hellu, meðal annars glænýja heilsulind. Hótel Hella sé önnur tveggja fyrstu fjárfestinga sem Legendary Hotels & Resorts ehf. gerir á Íslandi en félagið muni koma til með að reka alls tólf hótel á landinu og áætlað sé að heildarfjárfersting verði á endanum um tuttugu milljarðar króna. „Þetta er aðeins byrjunin því við ætlum okkur í heilmikla uppbyggingu á hótelrekstri á Íslandi á næstu árum. Ásamt fjárfestingunni á Hellu keyptum við einnig rekstur Árhúsa og það svæði kemur til með að taka miklum og mjög spennandi breytingum,“ er haft eftir Dmitrijs Stals, stofnanda og forstjóra Legendary Hotels & Resorts ehf. Lúxushótel við Rangá Í tilkynningu segir að svæði Árhúsa verði skipt upp í tvo hluta, annar hlutinn verði fimm stjörnu lúxushótel með alls tólf herbergjum og á hinum hlutanum verði byggt fjögurra stjörnu hótel með sjötíu herbergjum. Á svæðinu verði stór heilsulind með heitum pottum og gufuböðum. Veitingastaðnum á Árhúsum verði breytt í nútíma steikhús. Haft er eftir Dmitrijs að ekkert verði til sparað í uppbygginu svo svæðin verði að enn meira spennandi kosti, fyrir landsmenn og þá einstaklinga sem landið sækja. Hann telji að Ísland eigi mikið inni þegar kemur að ferðmannaiðnaðinum og það komi til með að koma í ljós á næstu árum. „Ísland hefur upp á svo margt að bjóða og ég hef eðlilega eytt verulegum tíma í að skoða landið og er óhætt að segja að það er alltaf eitthvað sem kemur mér á óvart þegar ég er staddur hér. Þá er ég ekki bara að tala um veðrið, sem er vægast sagt skemmtilega margbreytilegt og spennandi, líkt og landið sjálft,“ er haft eftir honum. Ferðamennska á Íslandi Kaup og sala fyrirtækja Rangárþing ytra Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Í fréttatilkynningu um áætlanir fyrirtækisins á Hellu segir að til standi að byggja við Hótel Hellu, meðal annars glænýja heilsulind. Hótel Hella sé önnur tveggja fyrstu fjárfestinga sem Legendary Hotels & Resorts ehf. gerir á Íslandi en félagið muni koma til með að reka alls tólf hótel á landinu og áætlað sé að heildarfjárfersting verði á endanum um tuttugu milljarðar króna. „Þetta er aðeins byrjunin því við ætlum okkur í heilmikla uppbyggingu á hótelrekstri á Íslandi á næstu árum. Ásamt fjárfestingunni á Hellu keyptum við einnig rekstur Árhúsa og það svæði kemur til með að taka miklum og mjög spennandi breytingum,“ er haft eftir Dmitrijs Stals, stofnanda og forstjóra Legendary Hotels & Resorts ehf. Lúxushótel við Rangá Í tilkynningu segir að svæði Árhúsa verði skipt upp í tvo hluta, annar hlutinn verði fimm stjörnu lúxushótel með alls tólf herbergjum og á hinum hlutanum verði byggt fjögurra stjörnu hótel með sjötíu herbergjum. Á svæðinu verði stór heilsulind með heitum pottum og gufuböðum. Veitingastaðnum á Árhúsum verði breytt í nútíma steikhús. Haft er eftir Dmitrijs að ekkert verði til sparað í uppbygginu svo svæðin verði að enn meira spennandi kosti, fyrir landsmenn og þá einstaklinga sem landið sækja. Hann telji að Ísland eigi mikið inni þegar kemur að ferðmannaiðnaðinum og það komi til með að koma í ljós á næstu árum. „Ísland hefur upp á svo margt að bjóða og ég hef eðlilega eytt verulegum tíma í að skoða landið og er óhætt að segja að það er alltaf eitthvað sem kemur mér á óvart þegar ég er staddur hér. Þá er ég ekki bara að tala um veðrið, sem er vægast sagt skemmtilega margbreytilegt og spennandi, líkt og landið sjálft,“ er haft eftir honum.
Ferðamennska á Íslandi Kaup og sala fyrirtækja Rangárþing ytra Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira