Logi Geirs grét þegar hann rifjaði upp Ólympíuleikana Atli Arason skrifar 8. janúar 2023 14:15 Logi Geirsson á Ólympíuleikunum árið 2008. Getty Images Logi Geirsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Stórasta land í heimi með Stefáni Árna Pálssyni hér á Vísi. Í þættinum fer Logi yfir Ólympíuleikanna í Peking árið 2008, þar sem tilfinningarnar bera Loga ofurliði. Logi var hluti af íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem vann silfurverðlaun á mótinu. Í þættinum ræðir Logi ræðir sérstaklega ótrúlegan undanúrslitaleik þar sem Ísland vann sex marka sigur gegn ógnarsterku liði Spánverja, 36-30. „Ég hef aldrei rætt þennan leik djúpt við neinn. Ekki foreldra, vini eða fjölmiðla. Það hefur enginn spurt mig nákvæmlega um leikinn, hvernig mér leið eða hvað var að gerast,“ sagði Logi Geirsson, áður en hann bætti við. „Þegar ég var að undirbúa mig fyrir þetta í gær þá brást ég í grát. Ég fékk bara vægt taugaáfall, ég grét og grét. Það eru greinilega bara einhverjar tilfinningar, sársauki og allskonar annað sem er enn þá inn í manni sem maður hefur aldrei farið djúpt ofan í. Þetta er ákveðið ferðalag sem ég fer inn í þegar ég rifja þetta allt upp aftur.“ Lagið Elysium eftir Lisu Gerrard og Klaus Badelt var ákveðið þemalag hjá íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum, lag sem allir leikmenn gátu tengt við. „Allt sem við gerðum var tengt við það sem var verið að segja. Þegar við vorum að fara út á völl og Óli Stef[ánsson] tók okkur í hring og sagði að við værum saman í bát, með okkar sverð og skjöld að fara að berjast. Við erum 300 þúsund að fara að keppa við milljóna þjóðir og við þurfum að vera með bakið saman. Þess vegna var það þetta lag, sem er þemalagið úr kvikmyndinni Gladiator,“ sagði Logi aðspurður af hverju þetta Elysium hafi orðið fyrir valinu. „Ég fæ gæsahúð við þetta. Ég sé fyrir mér klefann og ég sé fyrir mér strákana. Það voru rosa miklar tilfinningar í gangi og margir að gráta,“ sagði Logi áður en hann réð ekki lengur við tilfinningar sínar og brást í grát. Þáttinn í heild má heyra í spilaranum hér að neðan en þar rifjar Logi Geirsson upp allt það helsta frá Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Ólympíuleikar Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Silfrið tryggt - gullið bíður Ísland er komið í úrslitaleikinn í keppni í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland lagði Spán í úrslitunum, 36-30. 22. ágúst 2008 11:44 Myndir úr leik Íslands og Spánar Sem fyrr var Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari viðstaddur er Ísland tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking. 22. ágúst 2008 15:57 Ísland er stórasta land í heimi "Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi," sagði Dorrit Moussaieff, forsetafrú, í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins eftir að Ísland vann frækinn sigur á Spánverjum í dag. 22. ágúst 2008 14:20 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Logi var hluti af íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem vann silfurverðlaun á mótinu. Í þættinum ræðir Logi ræðir sérstaklega ótrúlegan undanúrslitaleik þar sem Ísland vann sex marka sigur gegn ógnarsterku liði Spánverja, 36-30. „Ég hef aldrei rætt þennan leik djúpt við neinn. Ekki foreldra, vini eða fjölmiðla. Það hefur enginn spurt mig nákvæmlega um leikinn, hvernig mér leið eða hvað var að gerast,“ sagði Logi Geirsson, áður en hann bætti við. „Þegar ég var að undirbúa mig fyrir þetta í gær þá brást ég í grát. Ég fékk bara vægt taugaáfall, ég grét og grét. Það eru greinilega bara einhverjar tilfinningar, sársauki og allskonar annað sem er enn þá inn í manni sem maður hefur aldrei farið djúpt ofan í. Þetta er ákveðið ferðalag sem ég fer inn í þegar ég rifja þetta allt upp aftur.“ Lagið Elysium eftir Lisu Gerrard og Klaus Badelt var ákveðið þemalag hjá íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum, lag sem allir leikmenn gátu tengt við. „Allt sem við gerðum var tengt við það sem var verið að segja. Þegar við vorum að fara út á völl og Óli Stef[ánsson] tók okkur í hring og sagði að við værum saman í bát, með okkar sverð og skjöld að fara að berjast. Við erum 300 þúsund að fara að keppa við milljóna þjóðir og við þurfum að vera með bakið saman. Þess vegna var það þetta lag, sem er þemalagið úr kvikmyndinni Gladiator,“ sagði Logi aðspurður af hverju þetta Elysium hafi orðið fyrir valinu. „Ég fæ gæsahúð við þetta. Ég sé fyrir mér klefann og ég sé fyrir mér strákana. Það voru rosa miklar tilfinningar í gangi og margir að gráta,“ sagði Logi áður en hann réð ekki lengur við tilfinningar sínar og brást í grát. Þáttinn í heild má heyra í spilaranum hér að neðan en þar rifjar Logi Geirsson upp allt það helsta frá Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.
Ólympíuleikar Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Silfrið tryggt - gullið bíður Ísland er komið í úrslitaleikinn í keppni í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland lagði Spán í úrslitunum, 36-30. 22. ágúst 2008 11:44 Myndir úr leik Íslands og Spánar Sem fyrr var Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari viðstaddur er Ísland tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking. 22. ágúst 2008 15:57 Ísland er stórasta land í heimi "Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi," sagði Dorrit Moussaieff, forsetafrú, í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins eftir að Ísland vann frækinn sigur á Spánverjum í dag. 22. ágúst 2008 14:20 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Silfrið tryggt - gullið bíður Ísland er komið í úrslitaleikinn í keppni í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland lagði Spán í úrslitunum, 36-30. 22. ágúst 2008 11:44
Myndir úr leik Íslands og Spánar Sem fyrr var Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari viðstaddur er Ísland tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking. 22. ágúst 2008 15:57
Ísland er stórasta land í heimi "Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi," sagði Dorrit Moussaieff, forsetafrú, í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins eftir að Ísland vann frækinn sigur á Spánverjum í dag. 22. ágúst 2008 14:20