Landslið karla í handbolta

Fréttamynd

„Þá myndu þeir ljúga að mér“

Snorri Steinn Guðjónsson segir leikmenn íslenska landsliðsins vera vel í stakk búna fyrir verkefni dagsins er liðið mætir Dönum í undanúrslitum á EM í Herning.

Handbolti
Fréttamynd

„Aðrir sjá um að tuða yfir því“

Þrátt fyrir misheppnaða rútuferð, aukið álag, miðamál í ólestri er Bjarki Már Elísson helst spenntur fyrir því að takast á við Dani í undanúrslitum á EM í dag. Það hefur ekkert upp á sig að spá í hitt bullið.

Handbolti
Fréttamynd

Aldrei séð Dag svona reiðan

Dagur Sigurðsson lét ráðamenn EHF, Handknattleikssambands Evrópu, gjörsamlega heyra það á blaðamannafundi í Herning í gær. Króatískir miðlar segja Dag hafa reiðst sérstaklega við tíðindi sem hann fékk á miðvikudagskvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“

Íslenska karlalandsliðið í handbolta ætlaði sér í undanúrslit á Evrópumótinu og nú þegar því markmiði er náð er hætta á að hungrið vanti til að fara enn lengra. Sérfræðingarnir í Bestu sætinu veltu þessu fyrir sér.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“

Elliði Snær Viðarsson hefur átt tvo mjög flotta leiki í sókninni í röð og verið markahæstur hjá íslenska landsliðinu í þeim báðum. Hann skoraði átta mörk úr níu skotum á móti Sviss og fylgdi því eftir með átta mörkum í níu skotum í sigrinum á Slóvenum. Elliði fékk líka hrós frá sérfræðingunum í Besta sætinu.

Handbolti
Fréttamynd

„Gjör­sam­lega glóru­laust“

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, furðar sig á ýmsu í kringum komandi úrslitahelgi í Herning. Hann segir þó engar afsakanir vera fyrir strákana okkar og nennir sem minnst að spá í utanaðkomandi aðstæðum.

Handbolti
Fréttamynd

Guðni með upp­ör­vandi upp­rifjun fyrir slaginn við Dani

Íslendingar eiga fyrir höndum undanúrslitaleik við Dani á EM í handbolta annað kvöld, í Herning. Alls eru 47 ár síðan að Ísland vann Danmörku fyrst á útivelli, eins og fyrrverandi forsetinn og sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson rifjaði upp á Facebook.

Handbolti
Fréttamynd

„Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“

Guðjón Guðmundsson, eða Gaupi, er einn helsti handboltasérfræðingur landsins en hann er líka pabbi landsliðsþjálfarans Snorra Steins og fylgdist stoltur með í Malmö þegar Ísland vann sig inn í undanúrslit EM í gær. En það er líka erfitt að vera pabbi þegar allt er undir á stórmóti.

Handbolti
Fréttamynd

Far­seðill á næsta stór­mót í höfn

Um leið og strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu tryggðu sig inn í undanúrslit á EM fengu þeir einnig farseðil inn á heimsmeistaramótið sem fram fer í Þýskalandi að ári.

Handbolti