Guardiola hvetur Chelsea til að halda tryggð við Potter Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. janúar 2023 23:31 Pep Guardiola telur að Graham Potter þurfi tíma til að koma hlutunum í rétt horf hjá Chelsea. Clive Brunskill/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hvetur eigendur Chelsea til að halda tryggð við þjálfara liðsins, Graham Potter, þrátt fyrir slæmt gengi liðsins á tímabilinu. Spánverjinn segir að það sé eðlilegt að þjálfarar þurfi tíma. Potter tók við Chelsea í október á síðasta ári eftir að hafa endað í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með Brighton, en það er besti árangur liðsins í deildinni frá upphafi. Í upphafi þessa tímabils tapaði Brighton aðeins einum leik í fyrstu sex umferðunum undir hans stjórn og sat liðið í fjórða sæti þegar eigendur Chelsea kræktu í hann. Gengi Chelsea hefur hins vegar ekki staðið undir væntingum síðan Potter tók við liðinu. Undir hans stjórn hefur liðið leikið 18 leiki og unnið átta þeirra. Á seinustu fjórum dögum hefur liðið tapað tvisvar gegn Englandsmeisturum Manchester City, 1-0 í deildinni og 4-0 í FA-bikarnum fyrr í kvöld. „Ég myndi biðja Todd Boehly [einn eigenda Chelsea] um að gefa honum meiri tíma,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City eftir leik kvöldsins. „Ég veit að hjá stórum klúbbum eru úrslit mikilvæg, en ég myndi biðja eigendurna að gefa honum meiri tíma.“ „Seinni hálfleikurinn í kvöld er það sem hann getur gert fyrir liðið. Það sem hann gerði hjá Brighton var magnað, en við þurfum allir tíma á okkar fyrsta tímabili hjá nýju liði. Ég hafði reyndar Lionel Messi á mínu fyrsta tímabili hjá Barcelona þannig ég þurfti ekki tvö tímabil til að aðlagast því Messi var þarna,“ bætti Spánverjinn við. Manchester City manager Pep Guardiola has urged Chelsea’s owners to give Graham Potter time.#MCFC | #CFC pic.twitter.com/a3QuayR9h9— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 8, 2023 Enski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Sjá meira
Potter tók við Chelsea í október á síðasta ári eftir að hafa endað í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með Brighton, en það er besti árangur liðsins í deildinni frá upphafi. Í upphafi þessa tímabils tapaði Brighton aðeins einum leik í fyrstu sex umferðunum undir hans stjórn og sat liðið í fjórða sæti þegar eigendur Chelsea kræktu í hann. Gengi Chelsea hefur hins vegar ekki staðið undir væntingum síðan Potter tók við liðinu. Undir hans stjórn hefur liðið leikið 18 leiki og unnið átta þeirra. Á seinustu fjórum dögum hefur liðið tapað tvisvar gegn Englandsmeisturum Manchester City, 1-0 í deildinni og 4-0 í FA-bikarnum fyrr í kvöld. „Ég myndi biðja Todd Boehly [einn eigenda Chelsea] um að gefa honum meiri tíma,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City eftir leik kvöldsins. „Ég veit að hjá stórum klúbbum eru úrslit mikilvæg, en ég myndi biðja eigendurna að gefa honum meiri tíma.“ „Seinni hálfleikurinn í kvöld er það sem hann getur gert fyrir liðið. Það sem hann gerði hjá Brighton var magnað, en við þurfum allir tíma á okkar fyrsta tímabili hjá nýju liði. Ég hafði reyndar Lionel Messi á mínu fyrsta tímabili hjá Barcelona þannig ég þurfti ekki tvö tímabil til að aðlagast því Messi var þarna,“ bætti Spánverjinn við. Manchester City manager Pep Guardiola has urged Chelsea’s owners to give Graham Potter time.#MCFC | #CFC pic.twitter.com/a3QuayR9h9— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 8, 2023
Enski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Sjá meira