Héldu verðlaunaafhendinguna án sigurvegarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2023 11:01 Hin finnska Kerttu Niskanen og hin norska Tiril Udnes Weng lentu í öðru og þriðja sæti og fengu að stíga upp á pallinn en enn sigurvegarinn Frida Karlsson. AP/Alessandro Trovati Sænska skíðagöngukonan Frida Karlsson tryggði sér um helgina sigur í Tour de Ski skíðagöngukeppninni sem lauk á Ítalíu í gær. Tour de Ski er röð sjö skíðagöngumóta á stuttum tíma þar sem er keppt í hinum ýmsu tegundum gangna en mótið fór að þessu sinni fram frá 31. desember til 8. janúar. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Karlsson komst á toppinn í heildarstöðunni eftir sigur sinn á þriðja mótinu og hélt toppsætinu út keppnina. Karlsson kláraði á endanum 33,2 sekúndum á undan Kerttu Niskanen frá Finnlandi og það mátti því ekki miklu muna. Karlsson keyrði sig algjörlega út á lokasprettinum og hneig niður úrvinda í markinu. Hún þurfti aðstoð og var tekin afsíðis á meðan hún jafnaði sig. Það var þá sem hlutirnir fóru í undarlega átt. Oftast hefur það þótt lykilatriði að sigurvegarinn mæti á verðlaunaafhendingu en Ítalirnir voru ekki að láta það trufla sig. Í stað þess að bíða eftir að Karlsson væri búin að jafna sig eftir gönguna þá héldu þeir verðlaunaafhendinguna án þeirrar skíðagöngukonu sem fékk gullið. Það var því frekar asnalegt að horfa á þessa verðlaunaafhendingu sem átti að vera hápunktur keppninnar en var þá sem mótshaldarar buðu upp á skrautlega hluti. „Það er svolítið leiðinlegt að ég missti af verðlaunaafhendingunni,“ sagði Frida Karlsson við Aftonbladet eftir að hún hafði náð að jafna sig. Alþjóða skíðasambandið fékk líka á sig mikla gagnrýni um af hverju ekki hafi verið hægt að seinka þessari verðlaunaafhendingu. „Við hugsuðum um hvað væri bæst að gera í stöðunni en þær upplýsingar sem við fengum var að Frida myndi ekki komast strax á fætur aftur. Við þurftum að huga um sjónvarpsstöðvarnar og að karlakeppnina væri síðan að hefjast strax í kjölfarið. Það voru líka aðrir keppendur sem þurfti að hugsa um,“ sagði Doris Kallen umsjónarkona keppninnar á vegum Alþjóða skíðasambandsins. Frida Karlsson fékk þó verðlaunagripinn sinn að lokum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Skíðaíþróttir Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Tour de Ski er röð sjö skíðagöngumóta á stuttum tíma þar sem er keppt í hinum ýmsu tegundum gangna en mótið fór að þessu sinni fram frá 31. desember til 8. janúar. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Karlsson komst á toppinn í heildarstöðunni eftir sigur sinn á þriðja mótinu og hélt toppsætinu út keppnina. Karlsson kláraði á endanum 33,2 sekúndum á undan Kerttu Niskanen frá Finnlandi og það mátti því ekki miklu muna. Karlsson keyrði sig algjörlega út á lokasprettinum og hneig niður úrvinda í markinu. Hún þurfti aðstoð og var tekin afsíðis á meðan hún jafnaði sig. Það var þá sem hlutirnir fóru í undarlega átt. Oftast hefur það þótt lykilatriði að sigurvegarinn mæti á verðlaunaafhendingu en Ítalirnir voru ekki að láta það trufla sig. Í stað þess að bíða eftir að Karlsson væri búin að jafna sig eftir gönguna þá héldu þeir verðlaunaafhendinguna án þeirrar skíðagöngukonu sem fékk gullið. Það var því frekar asnalegt að horfa á þessa verðlaunaafhendingu sem átti að vera hápunktur keppninnar en var þá sem mótshaldarar buðu upp á skrautlega hluti. „Það er svolítið leiðinlegt að ég missti af verðlaunaafhendingunni,“ sagði Frida Karlsson við Aftonbladet eftir að hún hafði náð að jafna sig. Alþjóða skíðasambandið fékk líka á sig mikla gagnrýni um af hverju ekki hafi verið hægt að seinka þessari verðlaunaafhendingu. „Við hugsuðum um hvað væri bæst að gera í stöðunni en þær upplýsingar sem við fengum var að Frida myndi ekki komast strax á fætur aftur. Við þurftum að huga um sjónvarpsstöðvarnar og að karlakeppnina væri síðan að hefjast strax í kjölfarið. Það voru líka aðrir keppendur sem þurfti að hugsa um,“ sagði Doris Kallen umsjónarkona keppninnar á vegum Alþjóða skíðasambandsins. Frida Karlsson fékk þó verðlaunagripinn sinn að lokum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
Skíðaíþróttir Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira