Logi var hataður í Þýskalandi: „Það varð allt vitlaust“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2023 08:00 Logi Geirsson lék lengi með Lemgo. getty/Christof Koepsel Eftir nokkrar uppákomur var Logi Geirsson nánast hataður í Þýskalandi eftir Ólympíuleikana í Peking. Logi var gestur sjöunda þáttar Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaraðar Stefáns Árna Pálssonar, um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Logi sneri aftur til Lemgo haustið 2008 eftir að hafa fagnað Ólympíusilfrinu með stæl. Og honum var hent beint inn í æfingaleik. „Ég gróf svolítið mína eigin gröf. Það voru búin að vera veisluhöld og gaman. Ég var sóttur til Frankfurt beint í æfingaleik. Ég var látinn byrja inn á því ég var nýkominn af Ólympíuleikunum. Ég var hylltur og þvílíkt gaman,“ sagði Logi. „Ég fór síðan í hraðaupphlaup og ætlaði sleppa boltanum með vinstri yfir markvörðinn og gera grín að honum. Ég hitti í stöngina og hann öskraði á mig. Ég var ógeðslega þreyttur, búinn að vera á Íslandi í partíum og ég ákvað að dúndra boltanum upp í stúku og í andlitið á áhorfanda. Ég fékk rautt spjald og það var allt vitlaust í félaginu.“ Þessi uppákoma kom einu og hálfu ári eftir frægt atvik í leik Íslendinga og Þjóðverja á HM í Þýskalandi þegar Logi skaut boltanum í höfuðið á Christian Zeitz beint úr aukakasti. „Ég skaut í hausinn á honum, það varð allt vitlaust og þeir ráðast á mig, mínir liðsfélagar. Það æsti aðeins í mér,“ sagði Logi en allir í varnarvegg Þjóðverja voru samherjar hans hjá Lemgo, nema Zeitz. Logi bætti svo gráu ofan á svart þegar hann þóttist ætla að hrækja á gest íþróttahússins þegar hann var á leið til búningsherbergja. „Það var einhver kona sem tók bækling, bögglaði hann saman og þrumaði í mig. Og ég ræskti mig og það varð alltaf vitlaust. Ég skyrpti ekkert á þessa konu en ögraði bara aðeins. Innst inni hafði ég svo gaman að þessu, hvað manni tókst að veðra fólkið upp,“ sagði Logi. Hlusta má á sjöunda þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Þýski handboltinn Stórasta landið Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Logi var gestur sjöunda þáttar Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaraðar Stefáns Árna Pálssonar, um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Logi sneri aftur til Lemgo haustið 2008 eftir að hafa fagnað Ólympíusilfrinu með stæl. Og honum var hent beint inn í æfingaleik. „Ég gróf svolítið mína eigin gröf. Það voru búin að vera veisluhöld og gaman. Ég var sóttur til Frankfurt beint í æfingaleik. Ég var látinn byrja inn á því ég var nýkominn af Ólympíuleikunum. Ég var hylltur og þvílíkt gaman,“ sagði Logi. „Ég fór síðan í hraðaupphlaup og ætlaði sleppa boltanum með vinstri yfir markvörðinn og gera grín að honum. Ég hitti í stöngina og hann öskraði á mig. Ég var ógeðslega þreyttur, búinn að vera á Íslandi í partíum og ég ákvað að dúndra boltanum upp í stúku og í andlitið á áhorfanda. Ég fékk rautt spjald og það var allt vitlaust í félaginu.“ Þessi uppákoma kom einu og hálfu ári eftir frægt atvik í leik Íslendinga og Þjóðverja á HM í Þýskalandi þegar Logi skaut boltanum í höfuðið á Christian Zeitz beint úr aukakasti. „Ég skaut í hausinn á honum, það varð allt vitlaust og þeir ráðast á mig, mínir liðsfélagar. Það æsti aðeins í mér,“ sagði Logi en allir í varnarvegg Þjóðverja voru samherjar hans hjá Lemgo, nema Zeitz. Logi bætti svo gráu ofan á svart þegar hann þóttist ætla að hrækja á gest íþróttahússins þegar hann var á leið til búningsherbergja. „Það var einhver kona sem tók bækling, bögglaði hann saman og þrumaði í mig. Og ég ræskti mig og það varð alltaf vitlaust. Ég skyrpti ekkert á þessa konu en ögraði bara aðeins. Innst inni hafði ég svo gaman að þessu, hvað manni tókst að veðra fólkið upp,“ sagði Logi. Hlusta má á sjöunda þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Þýski handboltinn Stórasta landið Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti