Logi var hataður í Þýskalandi: „Það varð allt vitlaust“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2023 08:00 Logi Geirsson lék lengi með Lemgo. getty/Christof Koepsel Eftir nokkrar uppákomur var Logi Geirsson nánast hataður í Þýskalandi eftir Ólympíuleikana í Peking. Logi var gestur sjöunda þáttar Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaraðar Stefáns Árna Pálssonar, um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Logi sneri aftur til Lemgo haustið 2008 eftir að hafa fagnað Ólympíusilfrinu með stæl. Og honum var hent beint inn í æfingaleik. „Ég gróf svolítið mína eigin gröf. Það voru búin að vera veisluhöld og gaman. Ég var sóttur til Frankfurt beint í æfingaleik. Ég var látinn byrja inn á því ég var nýkominn af Ólympíuleikunum. Ég var hylltur og þvílíkt gaman,“ sagði Logi. „Ég fór síðan í hraðaupphlaup og ætlaði sleppa boltanum með vinstri yfir markvörðinn og gera grín að honum. Ég hitti í stöngina og hann öskraði á mig. Ég var ógeðslega þreyttur, búinn að vera á Íslandi í partíum og ég ákvað að dúndra boltanum upp í stúku og í andlitið á áhorfanda. Ég fékk rautt spjald og það var allt vitlaust í félaginu.“ Þessi uppákoma kom einu og hálfu ári eftir frægt atvik í leik Íslendinga og Þjóðverja á HM í Þýskalandi þegar Logi skaut boltanum í höfuðið á Christian Zeitz beint úr aukakasti. „Ég skaut í hausinn á honum, það varð allt vitlaust og þeir ráðast á mig, mínir liðsfélagar. Það æsti aðeins í mér,“ sagði Logi en allir í varnarvegg Þjóðverja voru samherjar hans hjá Lemgo, nema Zeitz. Logi bætti svo gráu ofan á svart þegar hann þóttist ætla að hrækja á gest íþróttahússins þegar hann var á leið til búningsherbergja. „Það var einhver kona sem tók bækling, bögglaði hann saman og þrumaði í mig. Og ég ræskti mig og það varð alltaf vitlaust. Ég skyrpti ekkert á þessa konu en ögraði bara aðeins. Innst inni hafði ég svo gaman að þessu, hvað manni tókst að veðra fólkið upp,“ sagði Logi. Hlusta má á sjöunda þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Þýski handboltinn Stórasta landið Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Sjá meira
Logi var gestur sjöunda þáttar Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaraðar Stefáns Árna Pálssonar, um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Logi sneri aftur til Lemgo haustið 2008 eftir að hafa fagnað Ólympíusilfrinu með stæl. Og honum var hent beint inn í æfingaleik. „Ég gróf svolítið mína eigin gröf. Það voru búin að vera veisluhöld og gaman. Ég var sóttur til Frankfurt beint í æfingaleik. Ég var látinn byrja inn á því ég var nýkominn af Ólympíuleikunum. Ég var hylltur og þvílíkt gaman,“ sagði Logi. „Ég fór síðan í hraðaupphlaup og ætlaði sleppa boltanum með vinstri yfir markvörðinn og gera grín að honum. Ég hitti í stöngina og hann öskraði á mig. Ég var ógeðslega þreyttur, búinn að vera á Íslandi í partíum og ég ákvað að dúndra boltanum upp í stúku og í andlitið á áhorfanda. Ég fékk rautt spjald og það var allt vitlaust í félaginu.“ Þessi uppákoma kom einu og hálfu ári eftir frægt atvik í leik Íslendinga og Þjóðverja á HM í Þýskalandi þegar Logi skaut boltanum í höfuðið á Christian Zeitz beint úr aukakasti. „Ég skaut í hausinn á honum, það varð allt vitlaust og þeir ráðast á mig, mínir liðsfélagar. Það æsti aðeins í mér,“ sagði Logi en allir í varnarvegg Þjóðverja voru samherjar hans hjá Lemgo, nema Zeitz. Logi bætti svo gráu ofan á svart þegar hann þóttist ætla að hrækja á gest íþróttahússins þegar hann var á leið til búningsherbergja. „Það var einhver kona sem tók bækling, bögglaði hann saman og þrumaði í mig. Og ég ræskti mig og það varð alltaf vitlaust. Ég skyrpti ekkert á þessa konu en ögraði bara aðeins. Innst inni hafði ég svo gaman að þessu, hvað manni tókst að veðra fólkið upp,“ sagði Logi. Hlusta má á sjöunda þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Þýski handboltinn Stórasta landið Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Sjá meira