Buðu pöbbum sínum í allsherjar veislu: „Pabbkviss, PabbPong og Pabbvision“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. janúar 2023 14:01 Pabbar Bandmanna tóku sig vel út í gylltu einkennisjökkum hljómsveitarinnar. Aðsend Hljómsveitin Bandmenn hélt svokallað pabbakvöld síðastliðinn föstudag þar sem hljómsveitarmeðlimir buðu pöbbum sínum í allsherjar veislu með öllu tilheyrandi. Strákarnir hafa fengið mikil viðbrögð við þessum viðburði en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá þessu einstaka kvöldi. „Hugmyndin að þessu kvöldi kviknaði út frá því að við fórum saman í pílu eftir gigg,“ segja þeir Hörður og Pétur, meðlimir Bandmanna. „Menn byrjuðu að ræða tónlistarsmekk fjölskyldumeðlima en þá kom í ljós að talsvert af pöbbum okkar halda mikið upp á hljómsveitina Jethro Tull. Út frá því kom upp sú hugmynd að bjóða öllum gömlu körlunum í allsherjar veislu með alvöru skemmtidagskrá. Við erum miklir stemningsmenn og fórum því all in fyrir kvöldið.“ Það var ýmislegt á dagskrá á þessu pabbakvöldi en má þar meðal annars nefna Pabbkviss, þar sem þemað var pabbar og tónlist, og PabbPong, sem er í raun eins og beer pong. Þá voru pabbarnir fengnir til að klæðast gylltum jökkum sem eru eins konar einkennisbúningur Bandmanna þegar þeir koma fram. Hörður og Pétur segja að þrátt fyrir að feðurnir séu rúmlega þrjátíu árum eldri en þeir hafi jakkarnir „smellpassað“. Bandmenn og feður lögðu allt í alvöru stuðkvöld.Aðsend „Lagalistar pabbanna voru svo látnir rúlla allt kvöldið en hver og einn pabbi fékk að velja þrjátíu mínútur af lögum fyrir playlistann. Pabbarnir fengu goodie bag þar sem var að finna örtrefjaklút, bílavörur, sokka og derhúfu með lógói kvöldsins ásamt mörgum öðrum nytsamlegum varningi. Kvöldið endaði svo á Pabbvision þar sem leikið var á hljóðfæri og sungið fram á rauða nótt.“ Lógó kvöldsins, Pabbinn '23.Aðsend Það er mikið um að vera hjá Bandmönnum sem spila nánast allar helgar. „Við ákváðum að taka fyrstu helgi ársins í feðgafjörið þar sem við erum nánast uppbókaðir fram í mars.“ Bandmenn á sviði.Aðsend Kvöldið var svo vel heppnað að þeir hafa ákveðið að halda svipað partý að ári liðnu. „Veislan lukkaðist alveg gífurlega vel en við erum búnir að lofa alveg eins veislu að ári nema þá fá mæður okkar dúndur partý.“ Hér má sjá skemmtilegar feðgamyndir frá kvöldinu: Hörður Bjarkason og Bjarki Harðarson.Aðsend Franz Ploder Ottósson og Ottó Sveinn Hreinsson.Aðsend Finnbogi Ingólfsson og Pétur Finnbogason.Aðsend Unnsteinn Jónsson og Brynjar I. Unnsteinsson.Aðsend Andri Már Magnason og Magni Friðrik Gunnarsson.Aðsend Helgi Einarsson og Einar Olgeir Gíslason.Aðsend Eiríkur Magnússon og Jón Birgir Eiríksson.Aðsend Tónlist Tengdar fréttir Fara yfirleitt ekki á svið nema þeir séu búnir að setja krem á tásurnar Hljómsveitin Bandmenn hefur verið starfrækt í nokkur ár og notið mikilla vinsælda á ýmsum viðburðum hérlendis. Meðlimir sveitarinnar eru góðir vinir sem elska að koma fram saman en þeir verða á stóra sviðinu í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgina. 23. júlí 2022 12:30 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira
„Hugmyndin að þessu kvöldi kviknaði út frá því að við fórum saman í pílu eftir gigg,“ segja þeir Hörður og Pétur, meðlimir Bandmanna. „Menn byrjuðu að ræða tónlistarsmekk fjölskyldumeðlima en þá kom í ljós að talsvert af pöbbum okkar halda mikið upp á hljómsveitina Jethro Tull. Út frá því kom upp sú hugmynd að bjóða öllum gömlu körlunum í allsherjar veislu með alvöru skemmtidagskrá. Við erum miklir stemningsmenn og fórum því all in fyrir kvöldið.“ Það var ýmislegt á dagskrá á þessu pabbakvöldi en má þar meðal annars nefna Pabbkviss, þar sem þemað var pabbar og tónlist, og PabbPong, sem er í raun eins og beer pong. Þá voru pabbarnir fengnir til að klæðast gylltum jökkum sem eru eins konar einkennisbúningur Bandmanna þegar þeir koma fram. Hörður og Pétur segja að þrátt fyrir að feðurnir séu rúmlega þrjátíu árum eldri en þeir hafi jakkarnir „smellpassað“. Bandmenn og feður lögðu allt í alvöru stuðkvöld.Aðsend „Lagalistar pabbanna voru svo látnir rúlla allt kvöldið en hver og einn pabbi fékk að velja þrjátíu mínútur af lögum fyrir playlistann. Pabbarnir fengu goodie bag þar sem var að finna örtrefjaklút, bílavörur, sokka og derhúfu með lógói kvöldsins ásamt mörgum öðrum nytsamlegum varningi. Kvöldið endaði svo á Pabbvision þar sem leikið var á hljóðfæri og sungið fram á rauða nótt.“ Lógó kvöldsins, Pabbinn '23.Aðsend Það er mikið um að vera hjá Bandmönnum sem spila nánast allar helgar. „Við ákváðum að taka fyrstu helgi ársins í feðgafjörið þar sem við erum nánast uppbókaðir fram í mars.“ Bandmenn á sviði.Aðsend Kvöldið var svo vel heppnað að þeir hafa ákveðið að halda svipað partý að ári liðnu. „Veislan lukkaðist alveg gífurlega vel en við erum búnir að lofa alveg eins veislu að ári nema þá fá mæður okkar dúndur partý.“ Hér má sjá skemmtilegar feðgamyndir frá kvöldinu: Hörður Bjarkason og Bjarki Harðarson.Aðsend Franz Ploder Ottósson og Ottó Sveinn Hreinsson.Aðsend Finnbogi Ingólfsson og Pétur Finnbogason.Aðsend Unnsteinn Jónsson og Brynjar I. Unnsteinsson.Aðsend Andri Már Magnason og Magni Friðrik Gunnarsson.Aðsend Helgi Einarsson og Einar Olgeir Gíslason.Aðsend Eiríkur Magnússon og Jón Birgir Eiríksson.Aðsend
Tónlist Tengdar fréttir Fara yfirleitt ekki á svið nema þeir séu búnir að setja krem á tásurnar Hljómsveitin Bandmenn hefur verið starfrækt í nokkur ár og notið mikilla vinsælda á ýmsum viðburðum hérlendis. Meðlimir sveitarinnar eru góðir vinir sem elska að koma fram saman en þeir verða á stóra sviðinu í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgina. 23. júlí 2022 12:30 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira
Fara yfirleitt ekki á svið nema þeir séu búnir að setja krem á tásurnar Hljómsveitin Bandmenn hefur verið starfrækt í nokkur ár og notið mikilla vinsælda á ýmsum viðburðum hérlendis. Meðlimir sveitarinnar eru góðir vinir sem elska að koma fram saman en þeir verða á stóra sviðinu í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgina. 23. júlí 2022 12:30