Björk treður upp á Coachella 2023 Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. janúar 2023 21:06 Björk á tónlistarhátíðinni Primavera sound í Chile í nóvember á síðasta ári. getty Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun koma fram á einni stærstu tónlistarhátíð Bandaríkjanna, Coachella í apríl. Tilkynnt var um tónlistarmennina sem munu troða upp á hátíðinni vinsælu í kvöld. Ásamt Björk munu Bad Bunny, Blackpink, Frank Ocean, Gorillaz og Rosalía koma fram. View this post on Instagram A post shared by Coachella (@coachella) Björk kemur fram sama kvöld og söngvarinn Frank Ocean, sunnudaginn 16. apríl og sunnudaginn 23. apríl en hátíðin, með sömu tónlistarmönnum, verður haldin tvær helgar í apríl; 14.-16. apríl og 21.-23. apríl. Björk er önnur í röðinni á eftir Frank Ocean á plakati fyrir hátíðina og virðist því mikið gert úr hennar komu á hátíðina. Tónlistarhátíðin Coachella fer fram í eyðimörkinni í Indio í Kaliforníu og skartar alla jafnan stærstu tónlistarmönnum heims. Á hátíðinni árið 2022 komu fram tónlistarmenn á borð við The Weeknd, Billie Eilish, Doja Cat og Arcade Fire, svo fáeinir séu nefndir. The Weeknd og raftónlistarsveitin Sweedish House Mafia hlupu að vísu í skarð Kanye West sem átti að koma fram á hátíðinni. Forsvarsmenn hátíðarinnar hafa krafið West um sjö milljónir bandaríkjadala, rúman milljarð íslenskra króna, í skaðabætur vegna vinnu sem fór í að undirbúa komu hans í fyrra. Björk Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tilkynnt var um tónlistarmennina sem munu troða upp á hátíðinni vinsælu í kvöld. Ásamt Björk munu Bad Bunny, Blackpink, Frank Ocean, Gorillaz og Rosalía koma fram. View this post on Instagram A post shared by Coachella (@coachella) Björk kemur fram sama kvöld og söngvarinn Frank Ocean, sunnudaginn 16. apríl og sunnudaginn 23. apríl en hátíðin, með sömu tónlistarmönnum, verður haldin tvær helgar í apríl; 14.-16. apríl og 21.-23. apríl. Björk er önnur í röðinni á eftir Frank Ocean á plakati fyrir hátíðina og virðist því mikið gert úr hennar komu á hátíðina. Tónlistarhátíðin Coachella fer fram í eyðimörkinni í Indio í Kaliforníu og skartar alla jafnan stærstu tónlistarmönnum heims. Á hátíðinni árið 2022 komu fram tónlistarmenn á borð við The Weeknd, Billie Eilish, Doja Cat og Arcade Fire, svo fáeinir séu nefndir. The Weeknd og raftónlistarsveitin Sweedish House Mafia hlupu að vísu í skarð Kanye West sem átti að koma fram á hátíðinni. Forsvarsmenn hátíðarinnar hafa krafið West um sjö milljónir bandaríkjadala, rúman milljarð íslenskra króna, í skaðabætur vegna vinnu sem fór í að undirbúa komu hans í fyrra.
Björk Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira