Tjáningarfrelsið stendur á krossgötum Þorsteinn Siglaugsson skrifar 11. janúar 2023 10:31 Félagasamtökin Málfrelsi – samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, voru stofnuð af litlum en samheldnum hópi fólks sem ég tel nú meðal bestu vina minna. Við kynntumst í gegnum baráttu gegn þöggun og ritskoðun gagnvart þeim sem hafa lýst efasemdum um réttmæti margra þeirra aðgerða sem var gripið til á síðustu þremur árum. Þetta ástand opnaði augu okkar fyrir þeirri þröngu stöðu sem persónulegt frelsi og tjáningarfrelsi er komið í á Vesturlöndum og um allan heim. Í þágu upplýstrar umræðu Laugardaginn 7. janúar stóðum við fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni„Í þágu upplýstrar umræðu“. Frummælendur voru Toby Young, formaður Free Speech Union, Ögmundur Jónasson, fyrrum innanríkisráðherra og Svala Magnea Ásdísardóttir, blaðamaður og fjölmiðlafræðingur. Svala sté með stuttum fyrirvara inn í stað Kristins Hrafnssonar ritstjóra Wikileaks sem forfallaðist vegna veikinda. Við í stjórn Málfrelsis erum afar þakklát öllum sem að þessum viðburði komu og ekki síst félagsmönnum, en þeirra góði stuðningur er forsenda þess að hægt sé að halda viðburð sem þennan. Ráðstefnan var afar vel sótt og viðtökurnar sýna og sanna að þörf er á því starfi sem félagið stendur fyrir. Við erum þegar byrjuð að leiða hugann að næsta viðburði. Frummælendur fjölluðu um tjáningar- og raunar persónufrelsi frá ýmsum og ólíkum sjónarhornum. Rauði þráðurinn í erindum þeirra var hvernig tjáningarfrelsið er í sífellt þrengri stöðu og hvernig tækni og valdasamþjöppun þrengir að upplýsingagjöf og frjálsum skoðanaskiptum. Hér má horfa á upptöku af fundinum. Víglínan hefur færst til Hugtakið tjáningarfrelsi verðum við í dag að skilgreina víðar en áður hefur verið þörf á. Í dag snýst það ekki aðeins um að fólk sé ekki fangelsað fyrir skoðanir sínar. Það snýst ekki síður, og kannski enn frekar um að það sem við segjum sé ekki þaggað niður. Um leið snýst það um að aðgangur okkar að upplýsingum sé ekki hindraður, á tímum þar sem umræða hefur í yfirgnæfandi mæli flust yfir á netið, og netinu er að mestu stjórnað af stórfyrirtækjum sem njóta náttúrlegrar einokunar, og beita sér, í samvinnu við ríkisstjórnir og leyniþjónustur til að stýra því hvað við megum sjá og hvað ekki. Víglínan hefur því færst til. Við þurfum að gera okkur fulla grein fyrir því. Og án frjálsra skoðanaskipta og upplýsingastreymis getur ekkert lýðræði þrifist, og þau eru forsenda alls annars frelsis. Frjálst lýðræðissamfélag er í húfi, flóknara er málið ekki. Að undanförnum þremur árum liðnum er uppgjör óumflýjanlegt. Uppgjör gagnvart stjórnvöldum sem hafa látið heildarhagsmuni lönd og leið, gagnvart vísindamönnum sem hafa brugðist hlutverki sínu, gagnvart stórfyrirtækjum sem hafa lagt hönd á plóg til að þagga niður í frjálsum skoðanaskiptum og svipta okkur mannhelginni. Við erum öll ábyrg Við megum þó ekki gleyma því að á endanum erum við ábyrg, öll sem eitt. Við getum ekki látið okkur nægja að vera neytendur og láta okkur samfélagið í léttu rúmi liggja. Við verðum að vera samfélagsþegnar, verðum að standa vörð um frelsi okkar og réttindi og taka þátt í að móta samfélagið. Sú barátta á sér engan endapunkt. Henni linnir aldrei. Við stöndum á krossgötum. Við getum valið hinn breiða veg hlýðninnar, í skiptum fyrir þau fallvöltu þægindi sem felast í því að láta hugsa fyrir okkur. Eða við getum valið hinn þrönga veg, látið eigin stundarhagsmuni og þægindi víkja fyrir baráttunni fyrir réttinum til að tjá okkur, réttinum til að hugsa, til að efast. Ég hvet alla sem láta sér annt um frelsi og lýðræði til að taka þátt í þeirri baráttu með okkur. Við þurfum á öllum stuðningi að halda, í hvaða formi sem hann er. Þessi barátta er erfið, og það er margt sem bendir til að hún eigi eftir að harðna. Við munum þurfa að færa fórnir. En uppgjöf er ekki í boði, því það sem er í húfi er framtíð sem er manninum samboðin. Og fyrir henni verðum við að berjast af fórnfýsi, af hugrekki, af heilindum, en umfram allt í bróðerni. Höfundur er formaður Málfrelsis – samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjáningarfrelsi Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Félagasamtökin Málfrelsi – samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, voru stofnuð af litlum en samheldnum hópi fólks sem ég tel nú meðal bestu vina minna. Við kynntumst í gegnum baráttu gegn þöggun og ritskoðun gagnvart þeim sem hafa lýst efasemdum um réttmæti margra þeirra aðgerða sem var gripið til á síðustu þremur árum. Þetta ástand opnaði augu okkar fyrir þeirri þröngu stöðu sem persónulegt frelsi og tjáningarfrelsi er komið í á Vesturlöndum og um allan heim. Í þágu upplýstrar umræðu Laugardaginn 7. janúar stóðum við fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni„Í þágu upplýstrar umræðu“. Frummælendur voru Toby Young, formaður Free Speech Union, Ögmundur Jónasson, fyrrum innanríkisráðherra og Svala Magnea Ásdísardóttir, blaðamaður og fjölmiðlafræðingur. Svala sté með stuttum fyrirvara inn í stað Kristins Hrafnssonar ritstjóra Wikileaks sem forfallaðist vegna veikinda. Við í stjórn Málfrelsis erum afar þakklát öllum sem að þessum viðburði komu og ekki síst félagsmönnum, en þeirra góði stuðningur er forsenda þess að hægt sé að halda viðburð sem þennan. Ráðstefnan var afar vel sótt og viðtökurnar sýna og sanna að þörf er á því starfi sem félagið stendur fyrir. Við erum þegar byrjuð að leiða hugann að næsta viðburði. Frummælendur fjölluðu um tjáningar- og raunar persónufrelsi frá ýmsum og ólíkum sjónarhornum. Rauði þráðurinn í erindum þeirra var hvernig tjáningarfrelsið er í sífellt þrengri stöðu og hvernig tækni og valdasamþjöppun þrengir að upplýsingagjöf og frjálsum skoðanaskiptum. Hér má horfa á upptöku af fundinum. Víglínan hefur færst til Hugtakið tjáningarfrelsi verðum við í dag að skilgreina víðar en áður hefur verið þörf á. Í dag snýst það ekki aðeins um að fólk sé ekki fangelsað fyrir skoðanir sínar. Það snýst ekki síður, og kannski enn frekar um að það sem við segjum sé ekki þaggað niður. Um leið snýst það um að aðgangur okkar að upplýsingum sé ekki hindraður, á tímum þar sem umræða hefur í yfirgnæfandi mæli flust yfir á netið, og netinu er að mestu stjórnað af stórfyrirtækjum sem njóta náttúrlegrar einokunar, og beita sér, í samvinnu við ríkisstjórnir og leyniþjónustur til að stýra því hvað við megum sjá og hvað ekki. Víglínan hefur því færst til. Við þurfum að gera okkur fulla grein fyrir því. Og án frjálsra skoðanaskipta og upplýsingastreymis getur ekkert lýðræði þrifist, og þau eru forsenda alls annars frelsis. Frjálst lýðræðissamfélag er í húfi, flóknara er málið ekki. Að undanförnum þremur árum liðnum er uppgjör óumflýjanlegt. Uppgjör gagnvart stjórnvöldum sem hafa látið heildarhagsmuni lönd og leið, gagnvart vísindamönnum sem hafa brugðist hlutverki sínu, gagnvart stórfyrirtækjum sem hafa lagt hönd á plóg til að þagga niður í frjálsum skoðanaskiptum og svipta okkur mannhelginni. Við erum öll ábyrg Við megum þó ekki gleyma því að á endanum erum við ábyrg, öll sem eitt. Við getum ekki látið okkur nægja að vera neytendur og láta okkur samfélagið í léttu rúmi liggja. Við verðum að vera samfélagsþegnar, verðum að standa vörð um frelsi okkar og réttindi og taka þátt í að móta samfélagið. Sú barátta á sér engan endapunkt. Henni linnir aldrei. Við stöndum á krossgötum. Við getum valið hinn breiða veg hlýðninnar, í skiptum fyrir þau fallvöltu þægindi sem felast í því að láta hugsa fyrir okkur. Eða við getum valið hinn þrönga veg, látið eigin stundarhagsmuni og þægindi víkja fyrir baráttunni fyrir réttinum til að tjá okkur, réttinum til að hugsa, til að efast. Ég hvet alla sem láta sér annt um frelsi og lýðræði til að taka þátt í þeirri baráttu með okkur. Við þurfum á öllum stuðningi að halda, í hvaða formi sem hann er. Þessi barátta er erfið, og það er margt sem bendir til að hún eigi eftir að harðna. Við munum þurfa að færa fórnir. En uppgjöf er ekki í boði, því það sem er í húfi er framtíð sem er manninum samboðin. Og fyrir henni verðum við að berjast af fórnfýsi, af hugrekki, af heilindum, en umfram allt í bróðerni. Höfundur er formaður Málfrelsis – samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun