Þjálfari argentínska landsliðsins segir að Messi gæti spilað á HM 2026 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2023 11:31 Lionel Messi með heimsbikarinn eftir sigur Argentínumanna á HM í Katar í síðasta mánuði. Getty/Simon Bruty Heimsmeistaramótið í Katar átti að vera síðasta HM hjá Lionel Messi en nú er landsliðsþjálfarinn farinn að tala um næsta mót að fjórum árum liðnum. Lionel Scaloni var sá landsliðsþjálfari Argentínu sem fann loksins réttu blönduna í kringum Messi og hefur á síðustu árum gert liðið bæti að heimsmeisturum og Suðurameríkumeisturum. Nú vill Scaloni halda ævintýrinu áfram og reyna að sannfæra Messi um að spila fjögur ár í viðbót með landsliðinu. Lionel Messi will be 39 by the time the next @FIFAWorldCup rolls around, and @Argentina coach Lionel Scaloni says there's already a spot for him in the squad, should he choose to play https://t.co/nFrmTQXxej— beIN SPORTS (@beINSPORTS_AUS) January 11, 2023 Messi verður 36 ára gamall á þessu ári og því verður hann orðinn 39 ára gamall þegar HM fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. „Ég tel að Messi geti náð næsta heimsmeistaramóti,“ sagði Lionel Scaloni í viðtali á spænsku útvarpsstöðinni Calvia en ESPN segir frá. „Það fer mikið eftir því hvað hann vill sjálfur, hvað gerist á þessum tíma og að honum líði vel,“ sagði Scaloni. „Dyrnar verða alltaf opnar fyrir hann. Hann er ánægður inn á vellinum og þetta yrði frábært fyrir okkur,“ sagði Scaloni. Scaloni cree que Messi podría llegar al mundial de 2026. https://t.co/Y5ZKDJq0JF pic.twitter.com/7uEYol7wor— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) January 12, 2023 Messi hefur þegar sett leikjamet í úrslitakeppni HM og yrði fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að spila á sex heimsmeistaramótum verði hann með 2026. Messi hefur þegar líst því yfir að hann sé hættur við að hætta að spila með argentínska landsliðinu því hann vilji prufa að spila sem landsliðinu sem heimsmeistari. Messi er þegar kominn með 98 mörk í 172 landsleikjum og það væri enn ein skrautfjöðrin á hans ferli ef hann næði að skora hundrað mörk fyrir landsliðið. HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Lionel Scaloni var sá landsliðsþjálfari Argentínu sem fann loksins réttu blönduna í kringum Messi og hefur á síðustu árum gert liðið bæti að heimsmeisturum og Suðurameríkumeisturum. Nú vill Scaloni halda ævintýrinu áfram og reyna að sannfæra Messi um að spila fjögur ár í viðbót með landsliðinu. Lionel Messi will be 39 by the time the next @FIFAWorldCup rolls around, and @Argentina coach Lionel Scaloni says there's already a spot for him in the squad, should he choose to play https://t.co/nFrmTQXxej— beIN SPORTS (@beINSPORTS_AUS) January 11, 2023 Messi verður 36 ára gamall á þessu ári og því verður hann orðinn 39 ára gamall þegar HM fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. „Ég tel að Messi geti náð næsta heimsmeistaramóti,“ sagði Lionel Scaloni í viðtali á spænsku útvarpsstöðinni Calvia en ESPN segir frá. „Það fer mikið eftir því hvað hann vill sjálfur, hvað gerist á þessum tíma og að honum líði vel,“ sagði Scaloni. „Dyrnar verða alltaf opnar fyrir hann. Hann er ánægður inn á vellinum og þetta yrði frábært fyrir okkur,“ sagði Scaloni. Scaloni cree que Messi podría llegar al mundial de 2026. https://t.co/Y5ZKDJq0JF pic.twitter.com/7uEYol7wor— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) January 12, 2023 Messi hefur þegar sett leikjamet í úrslitakeppni HM og yrði fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að spila á sex heimsmeistaramótum verði hann með 2026. Messi hefur þegar líst því yfir að hann sé hættur við að hætta að spila með argentínska landsliðinu því hann vilji prufa að spila sem landsliðinu sem heimsmeistari. Messi er þegar kominn með 98 mörk í 172 landsleikjum og það væri enn ein skrautfjöðrin á hans ferli ef hann næði að skora hundrað mörk fyrir landsliðið.
HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira