Hafa áhyggjur af öryggi fólks eftir árás á lestarstöð Valur Páll Eiríksson skrifar 13. janúar 2023 09:30 Franskir ráðamenn hafa áhyggjur af öryggismálum í kringum ÓL 2024 í París. Getty Samkvæmt skýrslu sem lögð hefur verið fyrir franska þingið þarf að hafa hraðar hendur varðandi öryggisáætlun í kringum Ólympíuleikana sem fara fram í París á næsta ári. Tíðindin berast í skugga hnífsstunguárásar á lestarstöð í borginni í fyrrimorgun. Áhersla var lögð á fimmtán meginatriði í skýrslunni sem var einnig lögð fyrir skipulagsnefnd leikanna. Þar er of mikil áhersla sögð lögð á einkafyrirtæki í öryggismálum, til að vernda almenning, en þá voru einnig gerðar athugasemdir við samgöngumál í borginni, þar sem tafir hafa orðið á byggingu nýrra lestarteina. Greint er frá atriðum skýrslunnar í skugga árásar á Gare du Nord-lestarstöðina í París í fyrradag þar sem árásarmaður særði sex með hnífi áður en hann var skotinn af lögreglumanni. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum liggur árásarmaðurinn í lífshættu á sjúkrahúsi. Pierre Moscovici, fjármálaráðherra Frakklands, fór fyrir nefndinni sem ber ábyrgð á úttektarskýrslunni. Hann leggur áherslu á að lögregluyfirvöld eigi stærri þátt í öryggismálum tengda leikunum og hefur óskað eftir því að tekið verði tillit til þeirra þátta sem snert er á skýrslunni svo allt geti farið vel fram að ári. Ófremdarástand skapaðist í kringum úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París síðasta vor vegna slaks skipulags.Getty Images Gera má ráð fyrir að allt að 600 þúsund manns muni mæta á opnunarhátíð leikanna, þar sem flest sætanna verði staðsett meðfram ánni Seine sem rennur í gegnum París. Löndin sem taki þátt muni sigla á bátum niður ána sem hluti af opnunarhátíðinni. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu milli Real Madrid og Liverpool fór fram í París síðasta vor. Framkvæmd leiksins einkenndist af öryggisvandræðum og mistökum í skipulagi sem ollu því að tugir þúsunda komust ekki inn á Stade de France-völlinn, hvar leikurinn fór fram, og frestaðist upphafsspark leiksins um hálftíma vegna þess. Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí og standa yfir til 11. ágúst á næsta ári. Ólympíumót fatlaðra tekur svo við og fer fram 28. ágúst til 8. september. Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira
Áhersla var lögð á fimmtán meginatriði í skýrslunni sem var einnig lögð fyrir skipulagsnefnd leikanna. Þar er of mikil áhersla sögð lögð á einkafyrirtæki í öryggismálum, til að vernda almenning, en þá voru einnig gerðar athugasemdir við samgöngumál í borginni, þar sem tafir hafa orðið á byggingu nýrra lestarteina. Greint er frá atriðum skýrslunnar í skugga árásar á Gare du Nord-lestarstöðina í París í fyrradag þar sem árásarmaður særði sex með hnífi áður en hann var skotinn af lögreglumanni. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum liggur árásarmaðurinn í lífshættu á sjúkrahúsi. Pierre Moscovici, fjármálaráðherra Frakklands, fór fyrir nefndinni sem ber ábyrgð á úttektarskýrslunni. Hann leggur áherslu á að lögregluyfirvöld eigi stærri þátt í öryggismálum tengda leikunum og hefur óskað eftir því að tekið verði tillit til þeirra þátta sem snert er á skýrslunni svo allt geti farið vel fram að ári. Ófremdarástand skapaðist í kringum úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París síðasta vor vegna slaks skipulags.Getty Images Gera má ráð fyrir að allt að 600 þúsund manns muni mæta á opnunarhátíð leikanna, þar sem flest sætanna verði staðsett meðfram ánni Seine sem rennur í gegnum París. Löndin sem taki þátt muni sigla á bátum niður ána sem hluti af opnunarhátíðinni. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu milli Real Madrid og Liverpool fór fram í París síðasta vor. Framkvæmd leiksins einkenndist af öryggisvandræðum og mistökum í skipulagi sem ollu því að tugir þúsunda komust ekki inn á Stade de France-völlinn, hvar leikurinn fór fram, og frestaðist upphafsspark leiksins um hálftíma vegna þess. Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí og standa yfir til 11. ágúst á næsta ári. Ólympíumót fatlaðra tekur svo við og fer fram 28. ágúst til 8. september.
Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira