Grænhöfðaeyjar unnu sinn fyrsta sigur í sögu HM | Ungverjar fóru létt með S-Kóreu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2023 18:45 Máté Lékai var markahæstur hjá Ungverjum í kvöld. Kolektiff Images/Getty Images Fyrstu fjórir leikir dagsins á HM í handbolta eru búnir. Ungverjar unnu öruggan sigur á Suður-Kóreu en liðin eru í D-riðli, sama riðli og Ísland leikur í. Slóvenía fór létt með Sádi-Arabíu, Grænhöfðaeyjar unnu Úrúgvæ og Íran kom til baka gegn Síle. Í A-riðli mættust Síle og Íran. Leikurinn var einkar jafn en á endanum hafði Íran betur í mjög jöfnum leik, lokatölur 25-24. Mohammadreza Oraei var markahæstur í liði Íran með 7 mörk. Í B-riðli mættust Slóvenía og Sádi-Arabía. Þar var snemma ljóst hvernig færi en Slóvenía var átta mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 16-8. Sá munur varð enn meiri í síðari hálfleik og þegar flautað var til leiksloka var munurinn 14 mörk, lokatölur 33-19 Slóveníu í vil. Rok Ovniček og Blaž Janc voru markahæstir í liði Slóveníu með sex mörk hvor. Í C-riðli mættust Grænhöfðaeyjar og Úrúgvæ. Grænhöfðaeyjar voru mun betri frá upphafi til enda og unnu öruggan 8 marka sigur eftir að hafa verið 6 mörkum yfir í hálfleik, lokatölur 33-25. Er þetta fyrsti sigur landsins í sögu heimsmeistaramótsins. Gualther Furtado var markahæstur í liði Grænhöfðaeyja með 6 mörk. Að lokum mættust Ungverjaland og Suður-Kórea í D-riðli. Þar var leikurinn svo gott sem búinn í hálfleik en Ungverjar voru þá strax komnir tíu mörkum yfir, 21-11. Hann var mun jafnari í síðari hálfleik en Ungverjaland vann á endanum átta marka sigur, lokatölur 35-27. Máté Lékai var markahæstur í sigurliðinu með 7 mörk. The 28th IHF Men's World Championship is really running now Eight teams have just played their first matches The results of day two so far #POLSWE2023 #sticktogether pic.twitter.com/G2h2ZBq9VT— International Handball Federation (@ihf_info) January 12, 2023 Handbolti HM 2023 í handbolta Grænhöfðaeyjar Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Í A-riðli mættust Síle og Íran. Leikurinn var einkar jafn en á endanum hafði Íran betur í mjög jöfnum leik, lokatölur 25-24. Mohammadreza Oraei var markahæstur í liði Íran með 7 mörk. Í B-riðli mættust Slóvenía og Sádi-Arabía. Þar var snemma ljóst hvernig færi en Slóvenía var átta mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 16-8. Sá munur varð enn meiri í síðari hálfleik og þegar flautað var til leiksloka var munurinn 14 mörk, lokatölur 33-19 Slóveníu í vil. Rok Ovniček og Blaž Janc voru markahæstir í liði Slóveníu með sex mörk hvor. Í C-riðli mættust Grænhöfðaeyjar og Úrúgvæ. Grænhöfðaeyjar voru mun betri frá upphafi til enda og unnu öruggan 8 marka sigur eftir að hafa verið 6 mörkum yfir í hálfleik, lokatölur 33-25. Er þetta fyrsti sigur landsins í sögu heimsmeistaramótsins. Gualther Furtado var markahæstur í liði Grænhöfðaeyja með 6 mörk. Að lokum mættust Ungverjaland og Suður-Kórea í D-riðli. Þar var leikurinn svo gott sem búinn í hálfleik en Ungverjar voru þá strax komnir tíu mörkum yfir, 21-11. Hann var mun jafnari í síðari hálfleik en Ungverjaland vann á endanum átta marka sigur, lokatölur 35-27. Máté Lékai var markahæstur í sigurliðinu með 7 mörk. The 28th IHF Men's World Championship is really running now Eight teams have just played their first matches The results of day two so far #POLSWE2023 #sticktogether pic.twitter.com/G2h2ZBq9VT— International Handball Federation (@ihf_info) January 12, 2023
Handbolti HM 2023 í handbolta Grænhöfðaeyjar Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira