Grænhöfðaeyjar unnu sinn fyrsta sigur í sögu HM | Ungverjar fóru létt með S-Kóreu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2023 18:45 Máté Lékai var markahæstur hjá Ungverjum í kvöld. Kolektiff Images/Getty Images Fyrstu fjórir leikir dagsins á HM í handbolta eru búnir. Ungverjar unnu öruggan sigur á Suður-Kóreu en liðin eru í D-riðli, sama riðli og Ísland leikur í. Slóvenía fór létt með Sádi-Arabíu, Grænhöfðaeyjar unnu Úrúgvæ og Íran kom til baka gegn Síle. Í A-riðli mættust Síle og Íran. Leikurinn var einkar jafn en á endanum hafði Íran betur í mjög jöfnum leik, lokatölur 25-24. Mohammadreza Oraei var markahæstur í liði Íran með 7 mörk. Í B-riðli mættust Slóvenía og Sádi-Arabía. Þar var snemma ljóst hvernig færi en Slóvenía var átta mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 16-8. Sá munur varð enn meiri í síðari hálfleik og þegar flautað var til leiksloka var munurinn 14 mörk, lokatölur 33-19 Slóveníu í vil. Rok Ovniček og Blaž Janc voru markahæstir í liði Slóveníu með sex mörk hvor. Í C-riðli mættust Grænhöfðaeyjar og Úrúgvæ. Grænhöfðaeyjar voru mun betri frá upphafi til enda og unnu öruggan 8 marka sigur eftir að hafa verið 6 mörkum yfir í hálfleik, lokatölur 33-25. Er þetta fyrsti sigur landsins í sögu heimsmeistaramótsins. Gualther Furtado var markahæstur í liði Grænhöfðaeyja með 6 mörk. Að lokum mættust Ungverjaland og Suður-Kórea í D-riðli. Þar var leikurinn svo gott sem búinn í hálfleik en Ungverjar voru þá strax komnir tíu mörkum yfir, 21-11. Hann var mun jafnari í síðari hálfleik en Ungverjaland vann á endanum átta marka sigur, lokatölur 35-27. Máté Lékai var markahæstur í sigurliðinu með 7 mörk. The 28th IHF Men's World Championship is really running now Eight teams have just played their first matches The results of day two so far #POLSWE2023 #sticktogether pic.twitter.com/G2h2ZBq9VT— International Handball Federation (@ihf_info) January 12, 2023 Handbolti HM 2023 í handbolta Grænhöfðaeyjar Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Í A-riðli mættust Síle og Íran. Leikurinn var einkar jafn en á endanum hafði Íran betur í mjög jöfnum leik, lokatölur 25-24. Mohammadreza Oraei var markahæstur í liði Íran með 7 mörk. Í B-riðli mættust Slóvenía og Sádi-Arabía. Þar var snemma ljóst hvernig færi en Slóvenía var átta mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 16-8. Sá munur varð enn meiri í síðari hálfleik og þegar flautað var til leiksloka var munurinn 14 mörk, lokatölur 33-19 Slóveníu í vil. Rok Ovniček og Blaž Janc voru markahæstir í liði Slóveníu með sex mörk hvor. Í C-riðli mættust Grænhöfðaeyjar og Úrúgvæ. Grænhöfðaeyjar voru mun betri frá upphafi til enda og unnu öruggan 8 marka sigur eftir að hafa verið 6 mörkum yfir í hálfleik, lokatölur 33-25. Er þetta fyrsti sigur landsins í sögu heimsmeistaramótsins. Gualther Furtado var markahæstur í liði Grænhöfðaeyja með 6 mörk. Að lokum mættust Ungverjaland og Suður-Kórea í D-riðli. Þar var leikurinn svo gott sem búinn í hálfleik en Ungverjar voru þá strax komnir tíu mörkum yfir, 21-11. Hann var mun jafnari í síðari hálfleik en Ungverjaland vann á endanum átta marka sigur, lokatölur 35-27. Máté Lékai var markahæstur í sigurliðinu með 7 mörk. The 28th IHF Men's World Championship is really running now Eight teams have just played their first matches The results of day two so far #POLSWE2023 #sticktogether pic.twitter.com/G2h2ZBq9VT— International Handball Federation (@ihf_info) January 12, 2023
Handbolti HM 2023 í handbolta Grænhöfðaeyjar Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira