Gummi Ben með einhverja tilfinningu fyrir Napoli: Lýsir stórleiknum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 13:00 Napoli leikmaðurinn Khvicha Kvaratskhelia í leik á móti Internazionale fyrr á þessu tímabili. Getty/Stefano Guidi Stórleikur kvöldsins í ítalska fótboltanum er leikur Napoli og Juventus í Napolíborg en þetta eru tvö efstu liðin í Seríu A eftir sautján umferðir. Juventus er búið að vinna átta leiki í röð og hefur náð að minnka forskot Napoli í sjö stig. Sigur í kvöld myndi gera toppslaginn enn meira spennandi. Í tilefni af toppslagnum þá var boðið upp á sérstaka viðhafnarútgáfu af hlaðvarpsþættinum Punktur & basta en heiðursgestur þáttarins að þessu sinni var Guðmundur Benediktsson. Árni Þórður Randversson og Þorgeir Logason ræddu við Gumma Ben um leik Napoli og Juventus sem og annað sem við kemur ítalska fótboltanum . Þar á meðal Albert Guðmundsson sem hefur verið að skora mörk fyrir Genoa í Seríu B. Leikur Napoli og Juventus er afar athyglisverður. Napoli var óstöðvandi fyrir jól en nú eru Juve menn komnir á mikið flug. Þessi leikur í kvöld gefur því góð fyrirheit um hvernig tímabilið muni þróast. Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en hann hefst klukkan 19.45. Þorgir Logason vildi fá að vita hvort að þeir Gummi Ben og Árni sæju einhvern annan brag á Napoli liðinu í ár en áður. Napoli menn hafa oft litið vel út á tímabilum en gefið svo eftir undir lokin. „Það yrði mjög týpískt ef Juventus myndi skríða fram úr þeim að lokum og vinna þetta en það er samt einhver tilfinning sem ég hef með Napoli þetta árið,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Liðið þeirra er einu ári eldra og frammistaða liðsins í öllum leikjunum er þroskaðri en við sáum fyrir ári síðan. Þrátt fyrir að það hafi verið rosalega gaman að horfa á Napoli á síðustu leiktíð þá finnst mér þeir miklu betri en fyrir ári síðan,“ sagði Guðmundur. Guðmundur nefnir sérstaklega Kvara-dona eins og Khvicha Kvaratskhelia er oft kallaður en hann er nýjast stórstjarnan í ítalska fótboltanum. Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn þar sem er farið vel yfir stórleikinn og margt annað sem kemur að ítalska fótboltanum. Ítalski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Juventus er búið að vinna átta leiki í röð og hefur náð að minnka forskot Napoli í sjö stig. Sigur í kvöld myndi gera toppslaginn enn meira spennandi. Í tilefni af toppslagnum þá var boðið upp á sérstaka viðhafnarútgáfu af hlaðvarpsþættinum Punktur & basta en heiðursgestur þáttarins að þessu sinni var Guðmundur Benediktsson. Árni Þórður Randversson og Þorgeir Logason ræddu við Gumma Ben um leik Napoli og Juventus sem og annað sem við kemur ítalska fótboltanum . Þar á meðal Albert Guðmundsson sem hefur verið að skora mörk fyrir Genoa í Seríu B. Leikur Napoli og Juventus er afar athyglisverður. Napoli var óstöðvandi fyrir jól en nú eru Juve menn komnir á mikið flug. Þessi leikur í kvöld gefur því góð fyrirheit um hvernig tímabilið muni þróast. Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en hann hefst klukkan 19.45. Þorgir Logason vildi fá að vita hvort að þeir Gummi Ben og Árni sæju einhvern annan brag á Napoli liðinu í ár en áður. Napoli menn hafa oft litið vel út á tímabilum en gefið svo eftir undir lokin. „Það yrði mjög týpískt ef Juventus myndi skríða fram úr þeim að lokum og vinna þetta en það er samt einhver tilfinning sem ég hef með Napoli þetta árið,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Liðið þeirra er einu ári eldra og frammistaða liðsins í öllum leikjunum er þroskaðri en við sáum fyrir ári síðan. Þrátt fyrir að það hafi verið rosalega gaman að horfa á Napoli á síðustu leiktíð þá finnst mér þeir miklu betri en fyrir ári síðan,“ sagði Guðmundur. Guðmundur nefnir sérstaklega Kvara-dona eins og Khvicha Kvaratskhelia er oft kallaður en hann er nýjast stórstjarnan í ítalska fótboltanum. Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn þar sem er farið vel yfir stórleikinn og margt annað sem kemur að ítalska fótboltanum.
Ítalski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira