Helgi hefur verið boðinn velkominn til starfa á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum og af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Aðsetur hans verður á Ísafirði.
Helgi er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1996. Hann starfaði um langt skeið hjá bæjarfógetanum á Seyðisfirði og sýslumanninum á Seyðisfirði. Þá starfaði hann hjá sýslumanninum á Eskifirði frá 2006 til 2014.
Frá árinu 2015 hefur Helgi gengt stöðu aðstoðarsaksóknara og staðgengils lögreglustjórans á Austurlandi auk þess að hafa verið settur sýslumaður í nokkur skipti og settur héraðsdómari á Austurlandi.
Karl Ingi Vilbergsson lét af störfum sem lögreglustjóri á Vestfjörðum í ágúst síðastliðnum.