Fótbolti

Mikilvæg stig í súginn hjá AC Milan

Smári Jökull Jónsson skrifar
Olivier Giroud í baráttu við leikmenn Lecce.
Olivier Giroud í baráttu við leikmenn Lecce. Vísir/Getty

AC Milan varð af mikilvægum stigum í toppbaráttu ítölsku Serie A í dag þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Lecce. Napoli er nú með níu stiga forskot á toppi deildarinnar.

Napoli vann magnaðan 5-1 sigur á liði Juventus í gærkvöldi og náðu þá tíu stiga forskoti í deildinni. AC Milan átti möguleika á því að minnka þann mun í dag þegar liðið mætti Lecce á útivelli.

Eftir fyrri hálfleikinn var þó lítið sem benti til þess að svo myndi verða því Lece komst í 2-0 strax eftir rúmar tuttugu mínútur. Theo Hernandez skoraði sjálfsmark á þriðju mínútu leiksins og Federico Baschirotto kom Lecce í 2-0 á 23.mínútu.

Eftir hlé kom lið Milan hins vegar til baka. Rafael Leao minnkaði muninn á 58.mínútu og Davide Calabria jafnaði í 2-2 þegar tuttugu mínútur voru eftir.

Lengra komust leikmenn Milan þó ekki. Lokatölur 2-2 og Napoli því með níu stiga forskot á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×