Myndbönd eru nú í dreifingu sem sýna flugvélina fljúga í lítilli hæð yfir íbúabyggð áður en skyndilegur snúningur kemur á vélina með fyrrgreindum afleiðingum. Flugvél flugfélagsins Yeti Airlines, sem er nepalskt flugfélag, hafði 68 farþega innanborðs, þar af 15 erlenda ríkisborgara, auk fjögurra áhafnarmeðlima.
Flugslys eru nokkuð tíð í Nepal en slysið er það versta í landinu í þrjá áratugi. Veðurskilyrði og flugvélaeftirlit
Hundruð nepalskra hermanna hafa tekið þátt í björgunaraðgerðum á brotlendingarstað sem er hálfum kílómetra frá flugvellinum. Búist er við því að tala látinna hækki.
Video of what seems to be moments before the crash of Yeti Airlines🇳🇵 ATR72 carrying 72 passengers near Pokhara Airport#aerowanderer #aviation #avgeek #nepal #yetiairlines pic.twitter.com/hk12Edlvpf
— Aerowanderer (@aerowanderer) January 15, 2023