Kynbundið ofbeldi fer úr böndunum á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 15. janúar 2023 16:31 Stjórnvöld í Madrid minnast tvítugrar konu sem var myrt þ. 28. desember í Puente De Vallecas með mínútuþögn. Marta Fernandez Jara/Getty Images Tæplega 20 konur á Spáni hafa verið myrtar af maka sínum eða fyrrverandi maka á síðustu 6 vikum. Fjölmiðlar tala um jólamánuðinn sem svartan desember og kvennahreyfingar segja stjórnvöld vera að bregðast konum sem lifa við stanslaust ofbeldi maka sinna. Spænskt samfélagsmein Einn svartasti bletturinn á spænsku samfélagi er kynbundið ofbeldi, þar sem maki eða fyrrverandi maki, nær alltaf karlinn, myrðir konuna sína. Þetta er stanslaust umfjöllunarefni fjölmiðla og á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þann 8. mars ár hvert er kynbundið ofbeldi í brennidepli. Þetta ofbeldi keyrði gjörsamlega um þverbak í nýliðnum jólamánuði, sem nú er hvarvetna kallaður „svarti desember“, en alls voru 12 konur myrtar af maka sínum í síðasta mánuði. Alls voru 49 makamorð framin á síðasta ári og 38 börn urðu móðurlaus. Og ástandið er ekki að batna, það sem af er janúar liggja 5 konur í valnum. Þegja yfir ofbeldinu árum saman Um helmingur kvenna sem týnir lífinu af völdum ofbeldisfulls maka hefur áður kært ódæðismanninn, fyrir ofbeldi, hótanir eða aðra ógnandi hegðun í þeirra garð. Sumir myndu orða það svo að þær konur sem búa við ofbeldi maka síns séu seinþreyttar til vandræða, en að meðaltali líða 8 ár frá því maki þeirra misþyrmir þeim fyrst, þar til þær loks kæra ofbeldið til lögreglunnar. Stjórnvöld hvetja konur til að kæra ofbeldi sem þær eru beittar og lofa þeim vernd, þó má ljóst vera að á þessu eru miklar brotalamir, því helmingur þeirra kvenna sem týnt hafa lífinu á síðustu 45 dögum höfðu kært banamenn sína. Hætta á að konur veigri sér við að kæra Kvennahreyfingar sem hafa beitt sér í málinu segja að þessi hræðilega tölfræði geti haft þau beinu áhrif að konur sem beittar eru ofbeldi af maka sínum, veigri sér við að tilkynna eða kæra ofbeldið, þar sem þær geti ekki treyst því að fá þá vernd sem stjórnvöld annars lofa þeim. Í árslok nutu 43.670 konur á Spáni verndar, vegna ofbeldisfulls maka, 726 voru taldar í mikilli hættu og 18 í yfirvofandi lífshættu. Krefja stjórnvöld um að gyrða sig í brók Meira en 40 kvennasamtök hafa tekið höndum saman á nýju ári og krefja stjórnvöld um endurbætur, eitthvað sé greinilega að í baráttunni við að draga úr kynbundnu ofbeldi. Þó má ekki gleyma því að heldur hefur dregið úr kynbundnu ofbeldi á síðustu árum. Skráning kynbundins ofbeldis hófst á Spáni árið 2003, fyrir 20 árum. Á þeim tíma hafa 1184 konur verið myrtar af maka sínum, þáverandi eða fyrrverandi. Og aldrei hafa færri konur látið lífið en einmitt í fyrra og hittifyrra. Innanríkisráðuneytið brást við með því að lofa margvíslegum aðgerðum, þar má nefna fleiri kvennaathvörf og aukin áhersla á að hættulegir menn verði skikkaðir til að ganga um með rafræn ökklabönd sem pípa þegar þeir nálgast konur sem þeir hafa hótað eða níðst á. Spánn Erlend sakamál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Spænskt samfélagsmein Einn svartasti bletturinn á spænsku samfélagi er kynbundið ofbeldi, þar sem maki eða fyrrverandi maki, nær alltaf karlinn, myrðir konuna sína. Þetta er stanslaust umfjöllunarefni fjölmiðla og á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þann 8. mars ár hvert er kynbundið ofbeldi í brennidepli. Þetta ofbeldi keyrði gjörsamlega um þverbak í nýliðnum jólamánuði, sem nú er hvarvetna kallaður „svarti desember“, en alls voru 12 konur myrtar af maka sínum í síðasta mánuði. Alls voru 49 makamorð framin á síðasta ári og 38 börn urðu móðurlaus. Og ástandið er ekki að batna, það sem af er janúar liggja 5 konur í valnum. Þegja yfir ofbeldinu árum saman Um helmingur kvenna sem týnir lífinu af völdum ofbeldisfulls maka hefur áður kært ódæðismanninn, fyrir ofbeldi, hótanir eða aðra ógnandi hegðun í þeirra garð. Sumir myndu orða það svo að þær konur sem búa við ofbeldi maka síns séu seinþreyttar til vandræða, en að meðaltali líða 8 ár frá því maki þeirra misþyrmir þeim fyrst, þar til þær loks kæra ofbeldið til lögreglunnar. Stjórnvöld hvetja konur til að kæra ofbeldi sem þær eru beittar og lofa þeim vernd, þó má ljóst vera að á þessu eru miklar brotalamir, því helmingur þeirra kvenna sem týnt hafa lífinu á síðustu 45 dögum höfðu kært banamenn sína. Hætta á að konur veigri sér við að kæra Kvennahreyfingar sem hafa beitt sér í málinu segja að þessi hræðilega tölfræði geti haft þau beinu áhrif að konur sem beittar eru ofbeldi af maka sínum, veigri sér við að tilkynna eða kæra ofbeldið, þar sem þær geti ekki treyst því að fá þá vernd sem stjórnvöld annars lofa þeim. Í árslok nutu 43.670 konur á Spáni verndar, vegna ofbeldisfulls maka, 726 voru taldar í mikilli hættu og 18 í yfirvofandi lífshættu. Krefja stjórnvöld um að gyrða sig í brók Meira en 40 kvennasamtök hafa tekið höndum saman á nýju ári og krefja stjórnvöld um endurbætur, eitthvað sé greinilega að í baráttunni við að draga úr kynbundnu ofbeldi. Þó má ekki gleyma því að heldur hefur dregið úr kynbundnu ofbeldi á síðustu árum. Skráning kynbundins ofbeldis hófst á Spáni árið 2003, fyrir 20 árum. Á þeim tíma hafa 1184 konur verið myrtar af maka sínum, þáverandi eða fyrrverandi. Og aldrei hafa færri konur látið lífið en einmitt í fyrra og hittifyrra. Innanríkisráðuneytið brást við með því að lofa margvíslegum aðgerðum, þar má nefna fleiri kvennaathvörf og aukin áhersla á að hættulegir menn verði skikkaðir til að ganga um með rafræn ökklabönd sem pípa þegar þeir nálgast konur sem þeir hafa hótað eða níðst á.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira