Neytendur

Vara við neyslu á kjúk­lingi vegna gruns um salmonellu

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Holtakjúklingur er meðal þess sem Matvælastofnun hefur innkallað vegna gruns um salmonellusmit.
Holtakjúklingur er meðal þess sem Matvælastofnun hefur innkallað vegna gruns um salmonellusmit. Krónan

Grunur hefur komið upp um salmonellusmit í tveimur framleiðslulotum af kjúklingi frá Reykjagarði. Fyrirtækið framleiðir kjúkling fyrir Holta, Kjörfugl og Krónuna. 

Matvælastofnun hefur innkallað framleiðsluloturnar og sent út tilkynningu vegna málsins.  Neytendur sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki heldur skila til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs hf, Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.

Framleiðsluloturnar sem um ræðir eru:

  • Vöruheiti: Holta, Kjörfugl og Krónu kjúklingur.
  • Framleiðandi: Reykjagarður hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
  • Rekjanleikanúmer: 001-22-49-4-02, pökkunardagur 12.01.2023.
  • Rekjanleikanúmer: 001-22-49-5-10, pökkunardagur 13.01.2023.
  • Dreifing: Verslanir Krónunnar, Hagkaupa, Nettó, Costco, Kjörbúðarinnar, Heimkaup og Extra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×