Hressir og skemmtilegir Grundfirðingar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. janúar 2023 20:06 Öflug og flott starfsemi fer fram hjá eldri borgurum í Grundarfirði þar sem alltaf er nóg um að vera. Magnús Hlynur Hreiðarsson Félagar í Félagi eldri borgara í Grundarfirði passa vel upp á hvert annað og njóta þess að koma saman til að eiga góðar stundir og til að fara yfir málefni líðandi stundar, hlæja saman og njóta góðra veitinga. Þá er dansað þegar harmonikuspilari mætir á svæðið. Það er augljóslega gaman að vera eldri borgari í Grundarfirði því þar er alltaf nóg um að vera hjá félagsmönnum, hvort sem það er líkamsrækt eða bara að setjast niður saman og skiptast á skemmtilegum sögu, njóta góðra veitinga og umfram allt að hlæja saman. Félagið er með aðstöðu í Sögumiðstöðinni en í því húsi fer fjölbreytt starfsemi fram. „Við erum svolítið montin af því að þetta er kannski nýja módelið af samkomuhúsi eða samfélagsmiðstöð fyrir fólkið. Hérna getum við komið og hérna getur þú notið þín og það er gott að tengja þetta við bókasafnið og ljósmyndasafnið og síðan er hérna í undirbúningi sögusafn, sem að hafði þetta hús að hluta til meira áður en við erum að breyta þessum áherslum svolítið,“ segir Ingi Hans Jónsson, félagi í eldri borgara félaginu í Grundarfirði Ingi Hans Jónsson, sem segir að lífið eigi að vera skemmtilegt, hitt sé leiðinlegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgara félagið átti 30 ára afmæli á síðasta ári og var haldið veglega upp á það, m.a. með ferð til Færeyja. „Þessi félagsskapur er mjög virkur, þú sérð alla þetta vitleysinga hérna. Við höfum svolítið gaman af því að hittast og við gerum helling saman. Við erum svo lánsöm að eiga gott samstarf, bæði við bæjarfélagið með að hafa þessa aðstöðu hérna. Bæjarfélagið vill reyna að láta okkur tóra, sem lengst og þess vegna er þessi samvinna bæjarfélagsins og stúlknanna upp í líkamsrækt og þær eru náttúrulega frábærar,“ segir Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir en hún er líka í félaginu í Grundarfirði. „Þetta er bara skemmtilegt og léttleikinn svífur yfir vötnum,“ bætir Hjördís við. En er gott að vera eldri borgari í Grundarfirði? „Ég veit það ekki, ég er ekki orðinn svo gamall, ég er bara ný fermdur, jú, ég hugsa að það sé bara gaman“, segir Ingi Hans hlægjandi. „Það er alltaf gaman, það er nefnilega þannig, lífið á að vera skemmtilegt, hitt er svo leiðinlegt,“ bætir Ingi Hans við og heldur áfram að hlægja. Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir segir að léttleikinn svífi yfir vötnum hjá eldri borgurum í Grundarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og stundum er gripið í harmonikku og þá er líka dansað. Grundarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Það er augljóslega gaman að vera eldri borgari í Grundarfirði því þar er alltaf nóg um að vera hjá félagsmönnum, hvort sem það er líkamsrækt eða bara að setjast niður saman og skiptast á skemmtilegum sögu, njóta góðra veitinga og umfram allt að hlæja saman. Félagið er með aðstöðu í Sögumiðstöðinni en í því húsi fer fjölbreytt starfsemi fram. „Við erum svolítið montin af því að þetta er kannski nýja módelið af samkomuhúsi eða samfélagsmiðstöð fyrir fólkið. Hérna getum við komið og hérna getur þú notið þín og það er gott að tengja þetta við bókasafnið og ljósmyndasafnið og síðan er hérna í undirbúningi sögusafn, sem að hafði þetta hús að hluta til meira áður en við erum að breyta þessum áherslum svolítið,“ segir Ingi Hans Jónsson, félagi í eldri borgara félaginu í Grundarfirði Ingi Hans Jónsson, sem segir að lífið eigi að vera skemmtilegt, hitt sé leiðinlegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgara félagið átti 30 ára afmæli á síðasta ári og var haldið veglega upp á það, m.a. með ferð til Færeyja. „Þessi félagsskapur er mjög virkur, þú sérð alla þetta vitleysinga hérna. Við höfum svolítið gaman af því að hittast og við gerum helling saman. Við erum svo lánsöm að eiga gott samstarf, bæði við bæjarfélagið með að hafa þessa aðstöðu hérna. Bæjarfélagið vill reyna að láta okkur tóra, sem lengst og þess vegna er þessi samvinna bæjarfélagsins og stúlknanna upp í líkamsrækt og þær eru náttúrulega frábærar,“ segir Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir en hún er líka í félaginu í Grundarfirði. „Þetta er bara skemmtilegt og léttleikinn svífur yfir vötnum,“ bætir Hjördís við. En er gott að vera eldri borgari í Grundarfirði? „Ég veit það ekki, ég er ekki orðinn svo gamall, ég er bara ný fermdur, jú, ég hugsa að það sé bara gaman“, segir Ingi Hans hlægjandi. „Það er alltaf gaman, það er nefnilega þannig, lífið á að vera skemmtilegt, hitt er svo leiðinlegt,“ bætir Ingi Hans við og heldur áfram að hlægja. Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir segir að léttleikinn svífi yfir vötnum hjá eldri borgurum í Grundarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og stundum er gripið í harmonikku og þá er líka dansað.
Grundarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira