Lögreglan í Tulare-sýslu greindi frá þessu í dag. Talið er að einhverjir í málinu tengist gengjastarfsemi en húsleit var gerð á heimilinu þar sem morðin áttu sér stað í síðustu viku.
„Við teljum að þetta sé ekki handahófskennd árás. Við teljum að fjölskyldan hafi verið skotmarkið,“ hefur fréttaveita Reuters eftir Mike Boudreaux, lögreglustjóranum í Tulare.
Lögreglan grunar tvo menn um verknaðinn en þeir hafa enn ekki verið handteknir. Lögreglan telur sig þó hafa vísbendingar um hvar má finna mennina.