Annar flugritinn sendur til Frakklands til greiningar Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2023 14:14 Flugvélin brotlenti í gili og á enn eftir að finna lík tveggja sem voru þar um borð. AP/Yunish Gurung Yfirvöld í Nepal hafa sent annan af flugritum flugvélar sem brotlenti á sunnudaginn til Frakklands til rannsóknar. Um er að ræða þann flugrita sem geymir gögn um flugferðina en hinn flugritinn, sem tekur upp samskipti flugmanna í stjórnklefa flugvélarinnar verður rannsakaður í Nepal. Allir 72 um borð í flugvélinni dóu þegar hún hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak frá Pokhara flugvellinum á sunnudaginn. Ekki er búið að finna lík tveggja sem voru í flugvélinni en hún lenti í gili skammt frá flugvellinum. Búið er að skrúfa frá stíflu á svæðinu til að hjálpa til við leitina. Enn liggur ekki fyrir hvað olli því að flugvélin, sem var af gerðinni ATR 72-500t og er framleidd í Frakklandi, hrapaði til jarðar. Minna en mínúta var frá því henni var flogið á loft og veður var gott. Sérfræðingar sem skoðað hafa myndefni af brotlendingunni segja AP fréttaveitunni að líklegast hafi flugvélin farið í ofris. Ekki er þó vitað hvað olli ofrisinu en þar koma bæði vélarbilun og mannleg mistök til greina, meðal annars. Video of what seems to be moments before the crash of Yeti Airlines ATR72 carrying 72 passengers near Pokhara Airport#aerowanderer #aviation #avgeek #nepal #yetiairlines pic.twitter.com/hk12Edlvpf— Aerowanderer (@aerowanderer) January 15, 2023 68 farþegar voru um borð auk fjögurra áhafnarmeðlima. Fimmtán voru ekki frá Nepal en þar var um að ræða fimm frá Indlandi, fjóra frá Rússlandi, tvo frá Suður-Kóreu og einn frá Írlandi, Ástralíu, Argentínu og Frakklandi. Pokhara er nokkuð vinsæll viðkomustaður ferðamanna þar sem vinsæl gönguleið um Himalæjafjöllin hefst þar. Yfirvöld í Nepal eru byrjuð að afhenda lík þeirra sem fórust til fjölskyldumeðlima þeirra. Útfarir eru þegar byrjaðar í Pokhara en í dag komu rúmlega hundrað og fimmtíu manns saman til að minnast blaðamannsins Tribhuwan Paudel sem var meðal þeirra sem dó. Flestir hinna látnu eru frá Pokhara og nærliggjandi svæðum. Nepal Fréttir af flugi Frakkland Tengdar fréttir Mannskæðasta slys í þrjá áratugi Að minnsta kosti 68 létust í flugslysi í Nepal í morgun. 72 voru um borð og telja björgunarsveitir ólíklegt að nokkur hafi komist lífs af. Mannskæðara flugslys í Nepal hefur ekki orðið síðan 1992. 15. janúar 2023 21:28 Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. 15. janúar 2023 09:39 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Allir 72 um borð í flugvélinni dóu þegar hún hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak frá Pokhara flugvellinum á sunnudaginn. Ekki er búið að finna lík tveggja sem voru í flugvélinni en hún lenti í gili skammt frá flugvellinum. Búið er að skrúfa frá stíflu á svæðinu til að hjálpa til við leitina. Enn liggur ekki fyrir hvað olli því að flugvélin, sem var af gerðinni ATR 72-500t og er framleidd í Frakklandi, hrapaði til jarðar. Minna en mínúta var frá því henni var flogið á loft og veður var gott. Sérfræðingar sem skoðað hafa myndefni af brotlendingunni segja AP fréttaveitunni að líklegast hafi flugvélin farið í ofris. Ekki er þó vitað hvað olli ofrisinu en þar koma bæði vélarbilun og mannleg mistök til greina, meðal annars. Video of what seems to be moments before the crash of Yeti Airlines ATR72 carrying 72 passengers near Pokhara Airport#aerowanderer #aviation #avgeek #nepal #yetiairlines pic.twitter.com/hk12Edlvpf— Aerowanderer (@aerowanderer) January 15, 2023 68 farþegar voru um borð auk fjögurra áhafnarmeðlima. Fimmtán voru ekki frá Nepal en þar var um að ræða fimm frá Indlandi, fjóra frá Rússlandi, tvo frá Suður-Kóreu og einn frá Írlandi, Ástralíu, Argentínu og Frakklandi. Pokhara er nokkuð vinsæll viðkomustaður ferðamanna þar sem vinsæl gönguleið um Himalæjafjöllin hefst þar. Yfirvöld í Nepal eru byrjuð að afhenda lík þeirra sem fórust til fjölskyldumeðlima þeirra. Útfarir eru þegar byrjaðar í Pokhara en í dag komu rúmlega hundrað og fimmtíu manns saman til að minnast blaðamannsins Tribhuwan Paudel sem var meðal þeirra sem dó. Flestir hinna látnu eru frá Pokhara og nærliggjandi svæðum.
Nepal Fréttir af flugi Frakkland Tengdar fréttir Mannskæðasta slys í þrjá áratugi Að minnsta kosti 68 létust í flugslysi í Nepal í morgun. 72 voru um borð og telja björgunarsveitir ólíklegt að nokkur hafi komist lífs af. Mannskæðara flugslys í Nepal hefur ekki orðið síðan 1992. 15. janúar 2023 21:28 Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. 15. janúar 2023 09:39 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Mannskæðasta slys í þrjá áratugi Að minnsta kosti 68 létust í flugslysi í Nepal í morgun. 72 voru um borð og telja björgunarsveitir ólíklegt að nokkur hafi komist lífs af. Mannskæðara flugslys í Nepal hefur ekki orðið síðan 1992. 15. janúar 2023 21:28
Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. 15. janúar 2023 09:39