Hafnarfjörður tekur við 450 flóttamönnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2023 16:10 Nichole, Guðmundur og Rósa við undirritun samningsins. Hafnarfjarðarbær tekur á móti 450 flóttamönnum samkvæmt nýjum samningi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu í dag samning þess efnis. Þetta er sjötti samningurinn sem undirritaður er um samræmda móttöku flóttafólks á skömmum tíma. Auk Hafnarfjarðarbæjar hafa Akureyri, Árborg, Hornafjörður, Reykjanesbær og Reykjavíkurborg undirritað samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að markmiðið með samræmdri móttöku flóttafólks sé að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest að. Lögð sé áhersla á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og að fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, svo sem með atvinnu, samfélagsfræðslu og námi, þ.m.t. íslenskunámi. Fagleg móttaka kalli á virkt samtal og samvinnu allra hlutaðeigandi aðila. Hafnarfjarðarbær er eitt þeirra sveitarfélaga sem samþykkti þátttöku í tilraunaverkefni um samræmda móttöku árið 2020 og býr að dýrmætri reynslu og þekkingu í málaflokki flóttafólks. „Það er gleðiefni að Hafnarfjarðarbær hafi undirritað nýjan samning um samræmda móttöku flóttafólks, enda er mikilvæg og kærkomin þekking til staðar í bæjarfélaginu varðandi móttöku flóttafólks. Ég óska Hafnfirðingum einlæglega til hamingju,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. „Reynslan við móttöku flóttafólks sýnir að þjónustuþörf og stuðningsþörf er mjög mikil fyrstu dagana og vikurnar meðan fólk er að fóta sig á ókunnum slóðum og ákveða hvar það vill festa rætur til framtíðar. Þetta hefur kallað á mikla og sérhæfða þjónustu fagfólks, eflingu innviða og sértæka þjónustu á ýmsum sviðum og því mikilvægt skref að fjármögnun þjónustunnar sé tryggð með þessum samningi,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Félagsmál Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Þetta er sjötti samningurinn sem undirritaður er um samræmda móttöku flóttafólks á skömmum tíma. Auk Hafnarfjarðarbæjar hafa Akureyri, Árborg, Hornafjörður, Reykjanesbær og Reykjavíkurborg undirritað samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að markmiðið með samræmdri móttöku flóttafólks sé að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest að. Lögð sé áhersla á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og að fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, svo sem með atvinnu, samfélagsfræðslu og námi, þ.m.t. íslenskunámi. Fagleg móttaka kalli á virkt samtal og samvinnu allra hlutaðeigandi aðila. Hafnarfjarðarbær er eitt þeirra sveitarfélaga sem samþykkti þátttöku í tilraunaverkefni um samræmda móttöku árið 2020 og býr að dýrmætri reynslu og þekkingu í málaflokki flóttafólks. „Það er gleðiefni að Hafnarfjarðarbær hafi undirritað nýjan samning um samræmda móttöku flóttafólks, enda er mikilvæg og kærkomin þekking til staðar í bæjarfélaginu varðandi móttöku flóttafólks. Ég óska Hafnfirðingum einlæglega til hamingju,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. „Reynslan við móttöku flóttafólks sýnir að þjónustuþörf og stuðningsþörf er mjög mikil fyrstu dagana og vikurnar meðan fólk er að fóta sig á ókunnum slóðum og ákveða hvar það vill festa rætur til framtíðar. Þetta hefur kallað á mikla og sérhæfða þjónustu fagfólks, eflingu innviða og sértæka þjónustu á ýmsum sviðum og því mikilvægt skref að fjármögnun þjónustunnar sé tryggð með þessum samningi,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Félagsmál Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira