„Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro“ Bjarki Sigurðsson skrifar 17. janúar 2023 19:41 Lögreglan flutti Denaro með herflugvél í fangelsi á vesturströnd Ítalíu þar sem hann dvelur nú. Carabinieri/Getty Mafíósinn Matteo Messina Denaro var handtekinn á Sikiley í gærmorgun eftir að hafa verið í þrjátíu ár á flótta frá lögreglunni á Ítalíu. Líkt og gera má sér grein fyrir var það hægara sagt en gert að handsama kauða en alvarleg veikindi hans voru það sem komu lögreglu á rétta slóð. Denaro hafði verið á flótta frá árinu 1993 en í fjarveru hans var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir tugi morða, meðal annars fyrir að hafa kyrkt mann og leyst líkið upp í sýru. Þá hefur hann verið sakaður um aðild að tveimur sprengjuárásum þar sem æskuvinirnir og saksóknararnir Giovanni Falcone og Paolo Borsellino létust. BBC fjallar í dag um það hvernig það tókst að handsama hann. Lögreglan leitaði markvisst að honum öll árin þrjátíu og reif smátt saman niður þann múr sem Denaro hafði byggt í kringum sig á tíma sínum í mafíunni. Með hverri handtökunni komust lögreglumenn nær og nær og varð staða Denaro verri og verri. Lögreglan hafði þó litlar upplýsingar um útlit Denaro, einungis lélega tölvumynd og stuttar klippur af rödd hans. Í gegnum árin fékk lögreglan ábendingar um að hann hafði sést um allan heim, meðal annars í Venesúela. Hann hafði þó ekki farið svo langt, heldur fannst hann á eyjunni sinni, Sikiley. Þóttist heita sama nafni og sonur annars mafíósa Lögreglan hleraði heimili ættingja Denaro og heyrðu þá að oft var rætt um krabbamein og krabbameinsmeðferð en aldrei neitt sagt um hver væri með krabbamein. Lögreglu var því ljóst að það hlaut að vera Denaro sjálfur og að hann hafi ráðlagt fólki að nefna sig ekki á nafn ef lögreglan skyldi vera að hlera. Því var hægt að leita að sjúklingum, fæddum árið 1962, sem höfðu verið í krabbameinsmeðferð á Sikiley. Lögreglan taldi fimm þeirra getað mögulega verið Denaro en það var dulnefnið sem hann notaði sem kom að einhverju leiti upp um hann. Hann notaði nafnið Andrea Bonafede, nafn frænda mafíósans Leonardo Bonafede. Lögreglu tókst að staðfesta að Andrea Bonafede væri ekki staddur á Sikiley. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá aðgerðum lögreglunnar í gær og þegar Denaro var fluttur í fangelsið. Klippa: Denaro handtekinn og fluttur í fangelsi Hinn allra rólegasti Denaro hafði átt bókaðan tíma í meðferð á klíník á mánudagsmorgun og lögreglan dreif sig í aðgerðir. Rúmlega hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni og gekk einn af þeim upp að honum er Denaro var á leið úr klíníkinni í átt að kaffihúsi. Lögreglumaðurinn spurði Denaro hvert nafn hans væri og hann svaraði rólega: „Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro.“ Hann var því næst handtekinn og fluttur í fangelsi nærri borginni Abruzzo við vesturströnd Ítalíu. Hann reyndi aldrei að flýja og þótti afar kurteis á meðan verið var að flytja hann. Denaro lifið ansi hæglátu lífi þegar hann var handtekinn. Hann hafði búið í húsi einungis átta kílómetrum frá fæðingarstað sínum og heilsaði nágrönnum sínum á morgnana. Engin vopn fundust á heimilinu en þó var eitthvað um dýrar vörur, svo sem rakspýra, húsgögn og föt. Ítalía Erlend sakamál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Denaro hafði verið á flótta frá árinu 1993 en í fjarveru hans var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir tugi morða, meðal annars fyrir að hafa kyrkt mann og leyst líkið upp í sýru. Þá hefur hann verið sakaður um aðild að tveimur sprengjuárásum þar sem æskuvinirnir og saksóknararnir Giovanni Falcone og Paolo Borsellino létust. BBC fjallar í dag um það hvernig það tókst að handsama hann. Lögreglan leitaði markvisst að honum öll árin þrjátíu og reif smátt saman niður þann múr sem Denaro hafði byggt í kringum sig á tíma sínum í mafíunni. Með hverri handtökunni komust lögreglumenn nær og nær og varð staða Denaro verri og verri. Lögreglan hafði þó litlar upplýsingar um útlit Denaro, einungis lélega tölvumynd og stuttar klippur af rödd hans. Í gegnum árin fékk lögreglan ábendingar um að hann hafði sést um allan heim, meðal annars í Venesúela. Hann hafði þó ekki farið svo langt, heldur fannst hann á eyjunni sinni, Sikiley. Þóttist heita sama nafni og sonur annars mafíósa Lögreglan hleraði heimili ættingja Denaro og heyrðu þá að oft var rætt um krabbamein og krabbameinsmeðferð en aldrei neitt sagt um hver væri með krabbamein. Lögreglu var því ljóst að það hlaut að vera Denaro sjálfur og að hann hafi ráðlagt fólki að nefna sig ekki á nafn ef lögreglan skyldi vera að hlera. Því var hægt að leita að sjúklingum, fæddum árið 1962, sem höfðu verið í krabbameinsmeðferð á Sikiley. Lögreglan taldi fimm þeirra getað mögulega verið Denaro en það var dulnefnið sem hann notaði sem kom að einhverju leiti upp um hann. Hann notaði nafnið Andrea Bonafede, nafn frænda mafíósans Leonardo Bonafede. Lögreglu tókst að staðfesta að Andrea Bonafede væri ekki staddur á Sikiley. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá aðgerðum lögreglunnar í gær og þegar Denaro var fluttur í fangelsið. Klippa: Denaro handtekinn og fluttur í fangelsi Hinn allra rólegasti Denaro hafði átt bókaðan tíma í meðferð á klíník á mánudagsmorgun og lögreglan dreif sig í aðgerðir. Rúmlega hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni og gekk einn af þeim upp að honum er Denaro var á leið úr klíníkinni í átt að kaffihúsi. Lögreglumaðurinn spurði Denaro hvert nafn hans væri og hann svaraði rólega: „Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro.“ Hann var því næst handtekinn og fluttur í fangelsi nærri borginni Abruzzo við vesturströnd Ítalíu. Hann reyndi aldrei að flýja og þótti afar kurteis á meðan verið var að flytja hann. Denaro lifið ansi hæglátu lífi þegar hann var handtekinn. Hann hafði búið í húsi einungis átta kílómetrum frá fæðingarstað sínum og heilsaði nágrönnum sínum á morgnana. Engin vopn fundust á heimilinu en þó var eitthvað um dýrar vörur, svo sem rakspýra, húsgögn og föt.
Ítalía Erlend sakamál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira