Dansandi HM-kallinn sem stelur senunni leik eftir leik Stefán Árni Pálsson skrifar 20. janúar 2023 08:30 Kalli og Edda skemmta sér heldur betur saman á HM í Svíþjóð. Vísir/vilhelm „Ég veit ekki alveg hvort ég sé búinn að slá í gegn en við erum allavega mætt á HM að styðja íslenska landsliðið, það er ekkert annað hægt að gera,“ segir Karl Brynjólfsson sem hefur slegið í gegn í stúkunni með einstökum danssporum á leikjum íslenska liðsins. Dóttir hans Edda Mjöll Karlsdóttir tekur föður sinn ítrekað upp þegar hann dansar í stúkunni eða horfir á leiki heima í stofunni þar sem stressið tekur algjörlega yfir. „Það eru margir búnir að spyrja mig hvort ég sé nokkuð að horfa á leikina en ég næ sko að taka upp og horfa og hann er alltaf í sviðsljósinu,“ segir Edda og hlær. Kalli segir að danssporin hans séu í raun bara tilfinningar. „Ég held að allir séu svona heima hjá sér en ég held að það séu ekki allir að birta þetta á facebook eða TikTok. Ég held að hver einasti Íslendingur sé svona þegar þeir eru að horfa á leik með íslenska landsliðinu,“ segir Kalli. „Ég er bara alin upp við þetta og svona hefur þetta verið á heimilinu mínu alla mína ævi. Ég byrjaði að taka þetta upp og svo bara hafði fólk svona mikinn áhuga á þessu. Ég á fullt af myndböndum af honum sem eru alveg tíu ára gömul svo ef fólk vill sjá það, þá bara er um að gera að hafa samband,“ segir Edda en sum myndböndin hennar af föður sínum eru með yfir hundrað þúsund spilanir á vefnum. „Ég er ekkert mikið að pæla í þessari athygli en auðvitað þegar krakkinn er búinn að henda þessu inn þá óneitanlega byrjar síminn að hringja. En mig langar að bæta einu við, dóttir mín er 29 ára, hún er á lausu og getur ekki bara einhver, bara einhver,“ segir Kalli og hlær. Klippa: HM-kallinn Kalli hefur slegið í gegn í Svíþjóð Hér að neðan má síðan sjá Kalla í stúkunni að lifa sig vel inn í leik íslenska landsliðsins. Klippa: HM- kallinn Kalli hefur slegið í gegn í Svíþjóð Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Íslendingar erlendis Grín og gaman Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Dóttir hans Edda Mjöll Karlsdóttir tekur föður sinn ítrekað upp þegar hann dansar í stúkunni eða horfir á leiki heima í stofunni þar sem stressið tekur algjörlega yfir. „Það eru margir búnir að spyrja mig hvort ég sé nokkuð að horfa á leikina en ég næ sko að taka upp og horfa og hann er alltaf í sviðsljósinu,“ segir Edda og hlær. Kalli segir að danssporin hans séu í raun bara tilfinningar. „Ég held að allir séu svona heima hjá sér en ég held að það séu ekki allir að birta þetta á facebook eða TikTok. Ég held að hver einasti Íslendingur sé svona þegar þeir eru að horfa á leik með íslenska landsliðinu,“ segir Kalli. „Ég er bara alin upp við þetta og svona hefur þetta verið á heimilinu mínu alla mína ævi. Ég byrjaði að taka þetta upp og svo bara hafði fólk svona mikinn áhuga á þessu. Ég á fullt af myndböndum af honum sem eru alveg tíu ára gömul svo ef fólk vill sjá það, þá bara er um að gera að hafa samband,“ segir Edda en sum myndböndin hennar af föður sínum eru með yfir hundrað þúsund spilanir á vefnum. „Ég er ekkert mikið að pæla í þessari athygli en auðvitað þegar krakkinn er búinn að henda þessu inn þá óneitanlega byrjar síminn að hringja. En mig langar að bæta einu við, dóttir mín er 29 ára, hún er á lausu og getur ekki bara einhver, bara einhver,“ segir Kalli og hlær. Klippa: HM-kallinn Kalli hefur slegið í gegn í Svíþjóð Hér að neðan má síðan sjá Kalla í stúkunni að lifa sig vel inn í leik íslenska landsliðsins. Klippa: HM- kallinn Kalli hefur slegið í gegn í Svíþjóð
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Íslendingar erlendis Grín og gaman Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita