Portúgalar fögnuðu of snemma og Brassarnir náðu að jafna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2023 16:11 Portúgalar héldu að þeir væru búnir að vinna leikinn á móti Brössum í dag. Vísir/Vilhelm Portúgal og Brasilía gerðu 28-28 jafntefli í fyrsta leiknum í milliriðli Íslands eftir mikla dramatík í lokin. Portúgalar héldu að þeir hefðu tryggt sér sigurinn í leikslok og fögnuðu meira að segja sigrinum en leikurinn var ekki búinn. Hinn ungi Francisco Costa kom Portúgal í 28-27 og eftir að leiktíminn rann út þá tóku Portúgalar meira að segja sigurhringinn inn á velli. Fljótlega kom þó í ljós að dómarar leiksins voru ekki búnir að flauta leikinn af. Dómararnir fóru síðan í skjáinn og komu til baka með með rautt spjald á Alexis Borges, leikmann Portúgala, og dæmdu víti. Frönsku systurnar Charlotte Bonaventura og Julie Bonaventura dæmdu leikinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Íslands, var afar áhugasamur á bak við frönsku tvíburasysturnar þegar þær skoðuðu lokasekúndurnar á skjánum.RÚV Atvikið var ekki endursýnt í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum. Svo virðist sem Borges hafi ekki verið þremur metrum frá þegar Brasilíumenn tóku lokaskot sitt úr aukakasti. Hann varði skotið en fékk á sig rautt spjald og víti fyrir brotið. Jean Pierre Dupoix skoraði jöfnunarmark Brasilíu úr vítinu en það var hans tíunda mark í leiknum. Antonio Areia var markahæstur hjá Portúgal með sjö mörk úr sjö skotum en fjögur af mörkum hans komu úr vítaköstum. Eftir leikinn eru báðar þjóðir með þrjú stig sem þýðir að íslenska landsliðið kemst upp fyrir þær með sigri á Grænhöfðaeyjum á eftir. Brasilíumenn eru sýnd veiði en ekki gefin og það sýndu þeir heldur betur í fyrsta leik sínum í milliriðli okkar Íslendinga sem kallast milliriðill tvö. Portúgalar voru með frumkvæðið framan af leik og einu marki yfir í hálfleik, 12-11. Brasilíska liðið skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiks og komst tveimur mörkum yfir, 15-13. Portúgalar svöruðu með þremur mörkum í röð og komust aftur yfir en liðin skiptust síðan á því að ná forystunni í seinni hálfleiknum. Portúgalar komust reyndar aftur tveimur mörkum yfir en Brasilíumenn gáfust aldrei upp og náðu í stigið sem þeir fögnuðu vel í leikslok. Milliriðill eitt fór líka af stað í dag og þar áttu Slóvenar ekki í neinum vandræðum með Írana og unnu sautján marka sigur, 38-21, eftir að hafa verð 20-9 yfir í hálfleik. Slóvenar eru þar með komnir með fjögur stig en þeir tóku tvö stig með sér úr sínum riðli. HM 2023 í handbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Portúgalar héldu að þeir hefðu tryggt sér sigurinn í leikslok og fögnuðu meira að segja sigrinum en leikurinn var ekki búinn. Hinn ungi Francisco Costa kom Portúgal í 28-27 og eftir að leiktíminn rann út þá tóku Portúgalar meira að segja sigurhringinn inn á velli. Fljótlega kom þó í ljós að dómarar leiksins voru ekki búnir að flauta leikinn af. Dómararnir fóru síðan í skjáinn og komu til baka með með rautt spjald á Alexis Borges, leikmann Portúgala, og dæmdu víti. Frönsku systurnar Charlotte Bonaventura og Julie Bonaventura dæmdu leikinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Íslands, var afar áhugasamur á bak við frönsku tvíburasysturnar þegar þær skoðuðu lokasekúndurnar á skjánum.RÚV Atvikið var ekki endursýnt í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum. Svo virðist sem Borges hafi ekki verið þremur metrum frá þegar Brasilíumenn tóku lokaskot sitt úr aukakasti. Hann varði skotið en fékk á sig rautt spjald og víti fyrir brotið. Jean Pierre Dupoix skoraði jöfnunarmark Brasilíu úr vítinu en það var hans tíunda mark í leiknum. Antonio Areia var markahæstur hjá Portúgal með sjö mörk úr sjö skotum en fjögur af mörkum hans komu úr vítaköstum. Eftir leikinn eru báðar þjóðir með þrjú stig sem þýðir að íslenska landsliðið kemst upp fyrir þær með sigri á Grænhöfðaeyjum á eftir. Brasilíumenn eru sýnd veiði en ekki gefin og það sýndu þeir heldur betur í fyrsta leik sínum í milliriðli okkar Íslendinga sem kallast milliriðill tvö. Portúgalar voru með frumkvæðið framan af leik og einu marki yfir í hálfleik, 12-11. Brasilíska liðið skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiks og komst tveimur mörkum yfir, 15-13. Portúgalar svöruðu með þremur mörkum í röð og komust aftur yfir en liðin skiptust síðan á því að ná forystunni í seinni hálfleiknum. Portúgalar komust reyndar aftur tveimur mörkum yfir en Brasilíumenn gáfust aldrei upp og náðu í stigið sem þeir fögnuðu vel í leikslok. Milliriðill eitt fór líka af stað í dag og þar áttu Slóvenar ekki í neinum vandræðum með Írana og unnu sautján marka sigur, 38-21, eftir að hafa verð 20-9 yfir í hálfleik. Slóvenar eru þar með komnir með fjögur stig en þeir tóku tvö stig með sér úr sínum riðli.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita