Portúgalar fögnuðu of snemma og Brassarnir náðu að jafna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2023 16:11 Portúgalar héldu að þeir væru búnir að vinna leikinn á móti Brössum í dag. Vísir/Vilhelm Portúgal og Brasilía gerðu 28-28 jafntefli í fyrsta leiknum í milliriðli Íslands eftir mikla dramatík í lokin. Portúgalar héldu að þeir hefðu tryggt sér sigurinn í leikslok og fögnuðu meira að segja sigrinum en leikurinn var ekki búinn. Hinn ungi Francisco Costa kom Portúgal í 28-27 og eftir að leiktíminn rann út þá tóku Portúgalar meira að segja sigurhringinn inn á velli. Fljótlega kom þó í ljós að dómarar leiksins voru ekki búnir að flauta leikinn af. Dómararnir fóru síðan í skjáinn og komu til baka með með rautt spjald á Alexis Borges, leikmann Portúgala, og dæmdu víti. Frönsku systurnar Charlotte Bonaventura og Julie Bonaventura dæmdu leikinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Íslands, var afar áhugasamur á bak við frönsku tvíburasysturnar þegar þær skoðuðu lokasekúndurnar á skjánum.RÚV Atvikið var ekki endursýnt í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum. Svo virðist sem Borges hafi ekki verið þremur metrum frá þegar Brasilíumenn tóku lokaskot sitt úr aukakasti. Hann varði skotið en fékk á sig rautt spjald og víti fyrir brotið. Jean Pierre Dupoix skoraði jöfnunarmark Brasilíu úr vítinu en það var hans tíunda mark í leiknum. Antonio Areia var markahæstur hjá Portúgal með sjö mörk úr sjö skotum en fjögur af mörkum hans komu úr vítaköstum. Eftir leikinn eru báðar þjóðir með þrjú stig sem þýðir að íslenska landsliðið kemst upp fyrir þær með sigri á Grænhöfðaeyjum á eftir. Brasilíumenn eru sýnd veiði en ekki gefin og það sýndu þeir heldur betur í fyrsta leik sínum í milliriðli okkar Íslendinga sem kallast milliriðill tvö. Portúgalar voru með frumkvæðið framan af leik og einu marki yfir í hálfleik, 12-11. Brasilíska liðið skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiks og komst tveimur mörkum yfir, 15-13. Portúgalar svöruðu með þremur mörkum í röð og komust aftur yfir en liðin skiptust síðan á því að ná forystunni í seinni hálfleiknum. Portúgalar komust reyndar aftur tveimur mörkum yfir en Brasilíumenn gáfust aldrei upp og náðu í stigið sem þeir fögnuðu vel í leikslok. Milliriðill eitt fór líka af stað í dag og þar áttu Slóvenar ekki í neinum vandræðum með Írana og unnu sautján marka sigur, 38-21, eftir að hafa verð 20-9 yfir í hálfleik. Slóvenar eru þar með komnir með fjögur stig en þeir tóku tvö stig með sér úr sínum riðli. HM 2023 í handbolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Portúgalar héldu að þeir hefðu tryggt sér sigurinn í leikslok og fögnuðu meira að segja sigrinum en leikurinn var ekki búinn. Hinn ungi Francisco Costa kom Portúgal í 28-27 og eftir að leiktíminn rann út þá tóku Portúgalar meira að segja sigurhringinn inn á velli. Fljótlega kom þó í ljós að dómarar leiksins voru ekki búnir að flauta leikinn af. Dómararnir fóru síðan í skjáinn og komu til baka með með rautt spjald á Alexis Borges, leikmann Portúgala, og dæmdu víti. Frönsku systurnar Charlotte Bonaventura og Julie Bonaventura dæmdu leikinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Íslands, var afar áhugasamur á bak við frönsku tvíburasysturnar þegar þær skoðuðu lokasekúndurnar á skjánum.RÚV Atvikið var ekki endursýnt í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum. Svo virðist sem Borges hafi ekki verið þremur metrum frá þegar Brasilíumenn tóku lokaskot sitt úr aukakasti. Hann varði skotið en fékk á sig rautt spjald og víti fyrir brotið. Jean Pierre Dupoix skoraði jöfnunarmark Brasilíu úr vítinu en það var hans tíunda mark í leiknum. Antonio Areia var markahæstur hjá Portúgal með sjö mörk úr sjö skotum en fjögur af mörkum hans komu úr vítaköstum. Eftir leikinn eru báðar þjóðir með þrjú stig sem þýðir að íslenska landsliðið kemst upp fyrir þær með sigri á Grænhöfðaeyjum á eftir. Brasilíumenn eru sýnd veiði en ekki gefin og það sýndu þeir heldur betur í fyrsta leik sínum í milliriðli okkar Íslendinga sem kallast milliriðill tvö. Portúgalar voru með frumkvæðið framan af leik og einu marki yfir í hálfleik, 12-11. Brasilíska liðið skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiks og komst tveimur mörkum yfir, 15-13. Portúgalar svöruðu með þremur mörkum í röð og komust aftur yfir en liðin skiptust síðan á því að ná forystunni í seinni hálfleiknum. Portúgalar komust reyndar aftur tveimur mörkum yfir en Brasilíumenn gáfust aldrei upp og náðu í stigið sem þeir fögnuðu vel í leikslok. Milliriðill eitt fór líka af stað í dag og þar áttu Slóvenar ekki í neinum vandræðum með Írana og unnu sautján marka sigur, 38-21, eftir að hafa verð 20-9 yfir í hálfleik. Slóvenar eru þar með komnir með fjögur stig en þeir tóku tvö stig með sér úr sínum riðli.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira