Bareinar eru með fjögur stig í milliriðli 4 eins og Danir og Egyptar sem leika seinna í dag.
Barein byrjaði leikinn betur og náði mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik. Að honum loknum var munurinn á liðunum fjögur mörk, 13-17.
Bandaríkin komu sterk til leiks í seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í eitt mark, 20-21. Þá steig Barein á bensíngjöfina, skoraði sex mörk gegn einu og stakk af. Næsti leikur Bareina er gegn Egyptum á laugardaginn.
Í milliriðli 3 sigraði Holland Katar, 32-30. Katarar voru mun sterkari framan af og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 13-17. Í seinni hálfleik voru Hollendingar hins vegar sterkari, sneru dæminu sér í vil og unnu tveggja marka sigur, 32-30.
Holland er með fjögur stig í milliriðli 3 og á fína möguleika á að komast í átta liða úrslit.