Ísland og Svíþjóð mætast í Gautaborg klukkan 19.30 í kvöld og takist Íslandi að knýja fram sigur getur liðið unnið sinn milliriðil og komist í átta liða úrslit á HM. Svíar eru hins vegar ríkjandi Evrópumeistarar og þykja sigurstranglegir á mótinu.
Svava fékk til sín landsliðsmanninn fyrrverandi Gunnar Stein Jónsson og þjálfarann margreynda Einar Jónsson og fékk þá til að fara yfir þetta krefjandi verkefni í kvöld.
Gunnar Steinn, sem þekkir bæði til Svía og að spila fyrir íslenska landsliðið á stórmótum, hefur fulla trú á sigri á Svíum og hann er á því að Aron Pálmarsson komi sterkur inn í leikinn í kvöld.
Einar viðurkenndi að hann sé stressaður fyrir leikinn en segir að stórleikur Arons myndi þýða íslenskan sigur.
Hér fyrir neðan má sjá allt pallborðið frá því í dag.