Arnar: Holan var allt of stór og við áttum ekki breik Jakob Snær Ólafsson skrifar 20. janúar 2023 23:16 Arnar Guðjónsson var líflegur á hliðarlínunni eins og svo oft áður. Vísir/Bára Arnar Guðjónsson, þjálfari liðs Stjörnunnar í Subway deild karla í körfubolta, var að vonum ekki sérstaklega brosmildur eftir að lið hans beið stóran ósigur fyrir Keflavík, 115-87, fyrr í kvöld. Stjörnumenn voru ekki sáttir við dómgæsluna í leiknum og fengu þó nokkrar tæknivillur dæmdar á sig. Hlynur Bæringsson var rekinn út úr húsi í byrjun seinni hálfleiks eftir að óíþróttamannsleg villa var dæmd á hann og bættist h+un ofan á tæknivillu frá því í fyrri hálfleik. Dagur Kár Jónsson fór sömu leið eftir að hafa fengið tæknivillu og svo ekki hlýtt kalli dómara um að koma til hans. Loks fór Arnar sjálfur út úr húsi eftir að þriðja tæknivillan var dæmd á varamannabekk Stjörnunnar. Hann var fyrst spurður að því í viðtali við fréttamann Vísis, eftir leik, hvað hefði farið úrskeiðis og hvort Stjörnumönnum fyndist dómarar leiksins hafa veitt þeim ósanngjarna meðferð. „Keflvíkingar voru talsvert beittari en við í dag. Mér fannst við byrja leikinn vel en í öðrum leikhluta missum við svolítið tökin á þeim. Fáum tapaða bolta í bakið á okkur, sækjum ekki eins og við viljum sækja. Við klikkuðum á opnum skotum og þar grófum við okkur svolítið holu. Holan var allt of stór og við áttum ekki breik.“ Nýi bandaríski leikmaður Stjörnunnar, Armani Moore, er ekki enn kominn með leikheimild og þar að auki voru Tómas Þórður Hilmarsson og Júlíus Orri Ágústsson fjarverandi vegna meiðsla. Arnar sagði að vissulega hefði verið betra að hafa alla þessa leikmenn með í kvöld en þeir sem voru leikfærir hefðu þurft að spila betur. Hann bætti því við að leikheimild Moore væri ekki komin vegna tafa á meðferð yfirvalda á umsókn hans um atvinnuleyfi. Næsti leikur Stjörnunnar er á heimavelli gegn ÍR og vilja Garðbæingar væntanlega sýna betri frammistöðu í þeim leik. „Við þurfum að halda áfram að spýta í lófana, ná heilsu, ná mönnum til baka og þurfum að spila betur en við gerðum hér í kvöld. Þetta var ekki nógu gott og við vinnum ekki ÍR-liðið með svona frammistöðu við þurfum að vera klárir í bátana þá og við verðum það.“ Stjörnumenn eru enn í áttunda sæti sem er það neðsta sem veitir aðgang að úrslitakeppninni. Arnar var spurður hvort stefnt væri að halda sjó eða fara ofar í töflunni. „Við viljum bara númer eitt, tvö og þrjú slíta okkur eitthvað frá botninum. Það hefði verið gott að ná í sigur hér í dag. Það er mjög stutt niður í Þór, ÍR, og KR þannig að við þurfum að halda vel á spilunum. Við viljum auðvitað ná í úrslitakeppnina en númer eitt, tvö og þrjú viljum við koma okkur úr fallbaráttu.“ Subway-deild karla Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 115-87 | Öruggur sigur Keflvíkinga Keflavík vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 115-87. 20. janúar 2023 23:57 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Stjörnumenn voru ekki sáttir við dómgæsluna í leiknum og fengu þó nokkrar tæknivillur dæmdar á sig. Hlynur Bæringsson var rekinn út úr húsi í byrjun seinni hálfleiks eftir að óíþróttamannsleg villa var dæmd á hann og bættist h+un ofan á tæknivillu frá því í fyrri hálfleik. Dagur Kár Jónsson fór sömu leið eftir að hafa fengið tæknivillu og svo ekki hlýtt kalli dómara um að koma til hans. Loks fór Arnar sjálfur út úr húsi eftir að þriðja tæknivillan var dæmd á varamannabekk Stjörnunnar. Hann var fyrst spurður að því í viðtali við fréttamann Vísis, eftir leik, hvað hefði farið úrskeiðis og hvort Stjörnumönnum fyndist dómarar leiksins hafa veitt þeim ósanngjarna meðferð. „Keflvíkingar voru talsvert beittari en við í dag. Mér fannst við byrja leikinn vel en í öðrum leikhluta missum við svolítið tökin á þeim. Fáum tapaða bolta í bakið á okkur, sækjum ekki eins og við viljum sækja. Við klikkuðum á opnum skotum og þar grófum við okkur svolítið holu. Holan var allt of stór og við áttum ekki breik.“ Nýi bandaríski leikmaður Stjörnunnar, Armani Moore, er ekki enn kominn með leikheimild og þar að auki voru Tómas Þórður Hilmarsson og Júlíus Orri Ágústsson fjarverandi vegna meiðsla. Arnar sagði að vissulega hefði verið betra að hafa alla þessa leikmenn með í kvöld en þeir sem voru leikfærir hefðu þurft að spila betur. Hann bætti því við að leikheimild Moore væri ekki komin vegna tafa á meðferð yfirvalda á umsókn hans um atvinnuleyfi. Næsti leikur Stjörnunnar er á heimavelli gegn ÍR og vilja Garðbæingar væntanlega sýna betri frammistöðu í þeim leik. „Við þurfum að halda áfram að spýta í lófana, ná heilsu, ná mönnum til baka og þurfum að spila betur en við gerðum hér í kvöld. Þetta var ekki nógu gott og við vinnum ekki ÍR-liðið með svona frammistöðu við þurfum að vera klárir í bátana þá og við verðum það.“ Stjörnumenn eru enn í áttunda sæti sem er það neðsta sem veitir aðgang að úrslitakeppninni. Arnar var spurður hvort stefnt væri að halda sjó eða fara ofar í töflunni. „Við viljum bara númer eitt, tvö og þrjú slíta okkur eitthvað frá botninum. Það hefði verið gott að ná í sigur hér í dag. Það er mjög stutt niður í Þór, ÍR, og KR þannig að við þurfum að halda vel á spilunum. Við viljum auðvitað ná í úrslitakeppnina en númer eitt, tvö og þrjú viljum við koma okkur úr fallbaráttu.“
Subway-deild karla Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 115-87 | Öruggur sigur Keflvíkinga Keflavík vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 115-87. 20. janúar 2023 23:57 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 115-87 | Öruggur sigur Keflvíkinga Keflavík vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 115-87. 20. janúar 2023 23:57