Listamenn af svæðinu flytja tónlistaratriði. Að því loknu verður gengið að minnisvarða þeirra sem létust í krapaflóðunum, þar verða viðbragðsaðilar á svæðinu í broddi fylkingar.
Fylgjast má með minningarathöfnina í spilaranum hér að neðan. Þar að neðan má svo sjá dagskrána.
Dagskrá
14:00 – Minningarstund í Patreksfjarðarkirkju. Séra Kristján Arason heldur minningarstund að viðstöddum Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi. Tónlistarfólk af svæðinu flytur tónlistaratriði.
14:40 – Gengið að minnisvarðanum. Viðbragðsaðilar verða í broddi fylkingar og lagður verður blómasveigur og kerti við minnisvarðann.
15:15 – Minningarathöfn í félagsheimili Patreksfjarðar. Til máls taka:
- Úlfar Thoroddsen, fyrrverandi sveitarstjóri Patreksfjarðarhrepps.
- Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.
- Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Að lokinni dagskrá býður slysavarnardeildin Unnur upp á kaffi og veitingar.