„Það segir sig sjálft að Guðmundur er ekki á réttri leið með þetta lið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2023 08:02 Guðmundur Guðmundsson er með samning sem þjálfari íslenska liðsins fram yfir Ólympíuleikana í París 2024 en litlar sem engar líkur er að hann komi íslenska liðinu þangað. Vísir/Vilhelm Theódór Ingi Pálmason var gestur í nýjasta Handkastinu þar sem umræðuefnið var uppgjör á heimsmeistaramótinu í handbolta sem endaði hjá íslenska landsliðinu í gær. Theódór Ingi hefur sterkar skoðanir á þjálfaramálum íslenska liðsins sem stóðst ekki þær væntingar sem gerðar voru til liðsins fyrir þetta mót. „Fyrir fram hefur leiðin í átta liða úrslitin sennilega aldrei verið auðveldari en hún var núna. Það hefði verið nóg fyrir okkur að vinna Portúgal og Ungverjaland og þá hefðum við verið komnir í átta liða úrslitin. Í venjulegu móti hefðum við þurft að vinna töluvert sterkari andstæðinga til að komast þangað,“ sagði Theódór Ingi Pálmason sem var spurður um það hvort Guðmundur Guðmundsson væri á réttri leið með landsliðið. „Svarið er nei, hann er ekki á réttri leið með þetta lið. Ég hef tjáð mig um það áður að ég er með blautan draum um að Dagur Sigurðsson taki við þessu. Hann er með samning fram yfir Ólympíuleika 2024 sem er bara það sama og hjá Guðmundi Guðmundssyni,“ sagði Theódór Ingi. „Ég veit ekki hvort Dagur Sigurðsson vilji taka þetta en segjum sem svo að hann væri til í að taka þetta. Þá getur Guðmundur klárað sinn samning ef við getum treyst því að við fáum Dag þarna,“ sagði Theódór. „Ef að Dagur Sigurðsson gefur það út sterklega að hann hafi ekki áhuga á þessu starfi, vilji bara vera í Japan, framlengja við þá eða taka eitthvað annað starf erlendis þá eigum við bara að fara í það á fullu núna að reyna að finna einhvern framtíðarkost,“ sagði Theódór. „Það segir sig sjálft að Guðmundur er ekki á réttri leið með þetta lið. Ef þetta snýst um einhverjar krónur og aura. Við fengum frábæra kynslóð í fótboltanum fyrir tíu árum. Þá sóttum við Lars Lagerback. Þá hafði alveg verið umræða áður um að taka erlendan þjálfara,“ sagði Theódór. „Dagur Sigurðsson er þjálfari í heimsklassa þannig að þetta er eins og budget lega séð að taka erlendan þjálfara. Það hljóta að finnast einhverjar lausnir á því en fyrir mitt leyti þá væri ég til að sjá nýtt blóð þarna,“ sagði Theódór. Það má finna allt viðtalið við hann og allan þáttinn hér fyrir neðan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Theódór Ingi hefur sterkar skoðanir á þjálfaramálum íslenska liðsins sem stóðst ekki þær væntingar sem gerðar voru til liðsins fyrir þetta mót. „Fyrir fram hefur leiðin í átta liða úrslitin sennilega aldrei verið auðveldari en hún var núna. Það hefði verið nóg fyrir okkur að vinna Portúgal og Ungverjaland og þá hefðum við verið komnir í átta liða úrslitin. Í venjulegu móti hefðum við þurft að vinna töluvert sterkari andstæðinga til að komast þangað,“ sagði Theódór Ingi Pálmason sem var spurður um það hvort Guðmundur Guðmundsson væri á réttri leið með landsliðið. „Svarið er nei, hann er ekki á réttri leið með þetta lið. Ég hef tjáð mig um það áður að ég er með blautan draum um að Dagur Sigurðsson taki við þessu. Hann er með samning fram yfir Ólympíuleika 2024 sem er bara það sama og hjá Guðmundi Guðmundssyni,“ sagði Theódór Ingi. „Ég veit ekki hvort Dagur Sigurðsson vilji taka þetta en segjum sem svo að hann væri til í að taka þetta. Þá getur Guðmundur klárað sinn samning ef við getum treyst því að við fáum Dag þarna,“ sagði Theódór. „Ef að Dagur Sigurðsson gefur það út sterklega að hann hafi ekki áhuga á þessu starfi, vilji bara vera í Japan, framlengja við þá eða taka eitthvað annað starf erlendis þá eigum við bara að fara í það á fullu núna að reyna að finna einhvern framtíðarkost,“ sagði Theódór. „Það segir sig sjálft að Guðmundur er ekki á réttri leið með þetta lið. Ef þetta snýst um einhverjar krónur og aura. Við fengum frábæra kynslóð í fótboltanum fyrir tíu árum. Þá sóttum við Lars Lagerback. Þá hafði alveg verið umræða áður um að taka erlendan þjálfara,“ sagði Theódór. „Dagur Sigurðsson er þjálfari í heimsklassa þannig að þetta er eins og budget lega séð að taka erlendan þjálfara. Það hljóta að finnast einhverjar lausnir á því en fyrir mitt leyti þá væri ég til að sjá nýtt blóð þarna,“ sagði Theódór. Það má finna allt viðtalið við hann og allan þáttinn hér fyrir neðan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira