Bara útlendingafrumvarp á dagskrá: „Alveg ljóst að margir hyggjast taka til máls“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2023 12:01 Birgir Ármansson forseti Alþingis vísir/VIlhelm Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er eina málið á dagskrá á fyrsta þingfundi ársins í dag og forseti Alþingis gerir jafnvel ráð fyrir að þannig verði það áfram í vikunni. Það stefnir í mikil átök en þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa sagt að frumvarpið megi ekki samþykkja óbreytt. Þingfundum var frestað 16. desember fyrir jól og því er meira en mánuður síðan Alþingi kom síðast saman. Fyrsta og eina mál á dagskrá í dag, fyrir utan óundirbúinn fyrirspurnartíma, er útlendingafrumvarpið. Miðað við það sem á undan er gengið reiknar Birgir Ármansson, forseti Alþingis, með löngum umræðum. Hann segir þurfa að koma í ljós hvort þetta verði eina málið á dagskrá í fleiri daga. „Við verðum að sjá þetta frá degi til dags en það er alveg ljóst að það eru margir sem hyggjast taka til máls í þessu,“ segir Birgir. Þetta er líklega hárrétt metið hjá forseta Alþingis þar sem þingmenn Samfylkingar hafa meðal annars sagt að frumvarpinu megi ekki hleypa óbreyttu í gegn og til dæmis talið að ákvæði sem felur í sér að réttur hælisleitenda til ýmissar grunnþjónustu fellur niður þrjátíu dögum eftir synjun feli í sér mannréttindabrot. Þá fóru Píratar í málþóf fyrir jól til að koma frumvarpinu af dagskrá. Ekki er því óvarlegt að gera ráð fyrir löngum þingfundum á næstunni. En Birgir segir fleiri stór mál á dagskrá, sem ýmist er búið að afgreiða úr nefndum eða á lokametrunum þar. „Eins og tillaga forsætisráðherra um breytingar á þjóðaröyggisstefnu. Og þegar líður á vorið geri ég ráð fyrir að efnahagsumræðan verði stærri hluti af þessu. Það kemur alltaf hér á vorin inn tillaga um breytingar ár fjármálaáætlun og þá er tekist á um meginlínur í sambandi við ríkisfjármálin og efnahagsstjórn.“ Fyrir jól hafi málin þróast þannig að töluvert af stjórnarfrumvörpum hafi enn beðið fyrstu umræðu fyrir þinghlé. Nú sé unnið að því að koma öllu á dagskrá á góðum tíma. „Eins og jafnan reynum við að dreifa álaginu þannig að það safnist ekki allt saman á síðustu vikum vorsins. Þannig að við sem erum að skipuleggja störf þingsins erum að reyna passa upp á að mál komi nægilega snemma fram til að þau fái viðhlítandi umfjöllun,“ segir Birgir. Alþingi Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Þingfundum var frestað 16. desember fyrir jól og því er meira en mánuður síðan Alþingi kom síðast saman. Fyrsta og eina mál á dagskrá í dag, fyrir utan óundirbúinn fyrirspurnartíma, er útlendingafrumvarpið. Miðað við það sem á undan er gengið reiknar Birgir Ármansson, forseti Alþingis, með löngum umræðum. Hann segir þurfa að koma í ljós hvort þetta verði eina málið á dagskrá í fleiri daga. „Við verðum að sjá þetta frá degi til dags en það er alveg ljóst að það eru margir sem hyggjast taka til máls í þessu,“ segir Birgir. Þetta er líklega hárrétt metið hjá forseta Alþingis þar sem þingmenn Samfylkingar hafa meðal annars sagt að frumvarpinu megi ekki hleypa óbreyttu í gegn og til dæmis talið að ákvæði sem felur í sér að réttur hælisleitenda til ýmissar grunnþjónustu fellur niður þrjátíu dögum eftir synjun feli í sér mannréttindabrot. Þá fóru Píratar í málþóf fyrir jól til að koma frumvarpinu af dagskrá. Ekki er því óvarlegt að gera ráð fyrir löngum þingfundum á næstunni. En Birgir segir fleiri stór mál á dagskrá, sem ýmist er búið að afgreiða úr nefndum eða á lokametrunum þar. „Eins og tillaga forsætisráðherra um breytingar á þjóðaröyggisstefnu. Og þegar líður á vorið geri ég ráð fyrir að efnahagsumræðan verði stærri hluti af þessu. Það kemur alltaf hér á vorin inn tillaga um breytingar ár fjármálaáætlun og þá er tekist á um meginlínur í sambandi við ríkisfjármálin og efnahagsstjórn.“ Fyrir jól hafi málin þróast þannig að töluvert af stjórnarfrumvörpum hafi enn beðið fyrstu umræðu fyrir þinghlé. Nú sé unnið að því að koma öllu á dagskrá á góðum tíma. „Eins og jafnan reynum við að dreifa álaginu þannig að það safnist ekki allt saman á síðustu vikum vorsins. Þannig að við sem erum að skipuleggja störf þingsins erum að reyna passa upp á að mál komi nægilega snemma fram til að þau fái viðhlítandi umfjöllun,“ segir Birgir.
Alþingi Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira